Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Sigurður Ólafsson

Kæru fermingarbörn, foreldrar, aðstandendur og gestir.Sigurður Ólafsson
Innilega til hamingju með daginn.

Ég er ákaflega stoltur. Stoltur af þeim fermingarbörnum sem hér í dag fermast borgaralega.  Þetta er virkilega fallegur og mannvænlegur hópur sem á örugglega eftir að kveða mikið að í framtíðinni.

Við lifum á svolítið vandmeðförnum tímum. Tímum hins óendanlega upplýsingaflóðs og auglýsingaskrums úr net- og fjölmiðlum og oft á tíðum vandséð hvernig eða hvar það skarast , hvað eru upplýsingar og hvað auglýsingar, hvað er satt og hvað skrum.
Þetta hellist allt yfir okkur í ofurskömmtum og í einum graut og sjálfskipaðir bronsbrúnir Séð og Heyrt sérfæðingar taka svo að sér að skýra fyrir okkur hinum hvað sé inn og hvað sé út. Hverjir séu æði og hverjir aular.

Lesa áfram ...

Bjarni Jónsson, athafnastjóri Siðmenntar, stjórnaði athöfninni og flutti ávarp

Borgaraleg ferming á Fljótsdalshéraði fór fram 18. júní í skólanum á Hallormsstað og er þetta í annað sinn sem haldin er athöfn á Héraði. Í ár fermdust 6 börn og voru gestir um 170 sem fylltu salarkynni svo nokkrir þurftu að standa. Nokkur fermingarbarnanna höfðu æft sig til að flytja tónlist, syngja og eitt barnanna flutti hugvekju um borgaralega fermingu frá sínu sjónarhorni. Berglind Agnarsdóttir flutti viðeigandi sögu og ræðu dagsins flutti Sigurður Ólafsson foreldri fermingarbarns. Við upphaf athafnarinnar og lok hennar fluttu Helga Sjöfn Hrólfsdóttir og Tryggvi Hermansson tónlist. Athöfnin einkenndist af hátíðleika og var hún virðuleg og tókst mjög vel. Mikil ánægja var með athöfnina og voru foreldrar og aðstandendur ánægð í lok dags.

Meðfylgjandi eru myndir úr athöfninni.

Lesa áfram ...

Youtube

Hér má sjá stutt kynningarmyndband um heimsþing húmanista sem haldið verður í Osló dagana 12.-14. ágúst 2011.

capacent_featured

Þann 6. júní 2011 gerði Gallup opinberar helstu niðurstöður úr síðasta þjóðarpúls sem í þetta skiptið innihélt einnig spurningar um lífsskoðanir.  Gallup kallar það reyndar trúmál, en það snýst ekki allt um trú.

Hér er helsta niðurstaða könnunarinnar:

—-

ÞJÓÐARPÚLSINN

TRÚMÁL

06.06.2011

Trú á æðri máttarvöld, framhaldslíf og himnaríki/helvíti

Meirihluti Íslendinga segist trúa á guð eða önnur æðri máttarvöld. Hátt í 13% aðspurðra tóku ekki afstöðu til þess hvort þeir tryðu á æðri máttarvöld eða ekki, en af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúmlega sjö af hverjum tíu trúa á æðri máttarvöld á móti tæplega þremur sem sögðust ekki trúa. (71% og 29% samkvæmt grafi).

Niðurstöður sem hér birtast um trúmál eru úr netkönnun Capacent Gallup gerði dagana 5. til 19. maí 20 11. Heildarúrtaksstærð var 1.380 einstaklingar 16 ára eða eldri af öllu landinu ogsvarhlutfall var 57,7%.  Í úrtakinu voru einstaklingar valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.

—-

Mig langar nú að bera saman þessa niðurstöðu við dálítið stærri könnun sem var gerð í febrúar-mars 2004 hjá Capacent Gallup fyrir Biskupsstofu.

Lesa áfram ...

Ann_Druyan_featured

Eldgosið í Grímsvötnum hefur haft þau áhrif á millilandaflug að ekkert verður af fyrirlestri Ann Druyan 26. maí. Ann Druyan, sem nú er stödd í Bandaríkjunum, vonast til að geta komið síðar til Íslands.

 

 

Dómkirkjan og Alþingi

Við undirrituð hvetjum stjórnlagaráð að bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar. Við teljum að stjórnarskrá Íslands eigi að tryggja jafnrétti og fullt trúfrelsi einstaklinga óháð trúar- eða lífsskoðunum þeirra.

Mikill meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju.
Frá árinu 1993 hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Samkvæmt könnun Capacent frá 2010 kemur í ljós að „Ríflega 73% þeirra sem taka afstöðu annað hvort með eða á móti aðskilnaði ríkis og kirkju segjast nú hlynnt honum en tæplega 27% eru andvíg aðskilnaði.“* Er þetta sambærileg niðurstaða og fékkst 2009 en þá kom enn fremur fram að 70% þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Í stuttu máli er mikill meirihluti allra Íslendinga, óháð trúarafstöðu, lífsskoðun eða trúfélagsskráningu hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju.

Leyfum þjóðinni að kjósa
Þó að mikill meirihluti Íslendinga vilji aðskilja ríki og kirkju telja undirrituð að vænlegast sé að stjórnlagaráð leggi fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrárinnar sem verður síðan lögð undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæði samfara kosningu um nýja stjórnarskrá. Þannig getur almenningur kosið sérstaklega um aðskilnað ríkis og kirkju óháð öðrum tillögum stjórnlagaráðs.

Undirrituð:
Aðgerðir til aðskilnaðar ríkis og kirkju (AARK).
Ásatrúarfélagið.
Búddistasamtökin SGI á Íslandi.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina.
Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK).
Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi.
Vantrú.

Nánari upplýsingar veita frekari Friðrik Þór Guðmundsson í síma 864 6365 og Sigurður Hólm Gunnarsson, í síma 898 7585.

Heimild:
*Capacent
SARK – Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju greiddu fyrir þessa auglýsingu.
Ann_Druyan_featured

ATH: Fyrirlestur Ann Druyan fellur niður vegna eldgoss!

Fimmtudaginn 26. maí flytur Ann Druyan fyrirlestur um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (Bellatrix) og hefst klukkan 20:00.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Ann Druyan er bandarískur rithöfundur, fyrirlesari og framleiðandi sjónvarpsþátta. Hún hefur fjallað mikið um áhrif vísinda og tækni á siðmenningu okkar. Druyan skrifaði ásamt eiginmanni sínum heitnum, geimvísindamanninum og húmanistanum Carl Sagan, handritið að Cosmos sjónvarpsþáttunum. Þessir þættir nutu mikilla vinsælda, unnu til fjölmargra verðlauna og voru sýndir í
meira en 60 löndum.

Erindi hennar heitir „At Home in the Cosmos

Ann Druyan kemur til Íslands á vegum Siðmenntar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heldur fyrirlestur um togstreituna á milli vísinda og trúarbragða og þau áhrif sem Carl Sagan hafði á almenna þekkingu og umræðu um vísindi.


fjolmidlar

Fréttatilkynning Siðmenntar sem send var fjölmiðlum á Degi tjáningarfrelsisins 3. maí 2011:

Stjórn Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, lýsir yfir verulegum áhyggjum af þeirri aðför gegn tjáningarfrelsi sem virðist eiga sér stað í þjóðfélaginu. Undanfarin misseri hafa fréttamenn og fjölmiðlar þurft að verja sig gegn málshöfðunum eða hótunum þar um, vegna iðkun málfrelsisins við skrif sín og birtingar frétta um ýmis málefni í þjóðfélagsumræðunni.

Tjáningarfrelsið er eitt af mikilvægustu réttindum hvers manns og hvers konar tilraunir til þess að hefta það eða reyna að hafa áhrif á fréttamenn sem og aðra einstaklinga frá því að tjá sig er tilræði við grundvallarmannréttindi.

Krafan um aukið lýðræði og upplýsingar, gegnsæi og opnari umræðu hefur leitt af sér aukna áræðni fréttamanna til að fjalla um spillingu og óeðlileg tengsl manna á milli sem hafa leitt af sér leyndarhyggju og ógegnsæi. Í þeirri vegferð fréttamanna koma ýmsar upplýsingar í ljós sem stríða gegn réttlætiskennd manna, en hafa hingað til ekki verið opinberaðar. Oft er brugðist við með málshöfðun eða hótunum í þeim eina tilgangi, að því er virðist að þagga niður í gagnrýnisröddum. Siðmennt hvetur því alla sem unna mannréttindum að verjast tilraunum til þöggunar, styðja við frjáls skoðanaskipti og verja mikilvægustu réttindi hvers manns, að tjá sig.

Reykjavík 3. maí 2011

 

Pall Óskar_featured

Hér er  upptaka af ávarpi Páls Óskars Hjálmtýssonar til fermingarbarna sem tóku þátt í borgaralegri fermingu Siðmenntar þann 10. apríl 2011. (Lesa má ræðuna í heild sinni hér)

 

Siðmennt lógó_featured

Borgaraleg ferming í Hofi á Akureyri 19.mars 2011

Hugleiðing um áhyggjur, ótta og hugrekki

Góðan og gleðilegan dag kæru fermingarbörn, foreldrar, aðrir aðstandendur og vinir.

Þið fermingarbörn, sem eruð að komast í fullorðinna manna tölu, eigið enn eftir nokkur ár í skjóli foreldra og ástvina til að undirbúa ykkur fyrir sjálfstætt líf. Þetta er skemmtilegur tími – og unglingsárin eru mikilvæg – því nú reynir á ykkur sjálf meir en áður þegar þið voruð börn.

Lesa áfram ...


Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun. Nákvæm dagskrá auglýst síðar.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login