Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Þingsetning

F R É T T A T I L K Y N N I N G

30. september 2010

Siðmennt býður upp á veraldlegan valkost í hugvekju fyrir þingsetningu

Löng hefð hefur verið fyrir því að setning Alþingis hefjist á guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fyrir setningu Alþingis í maí og október 2009 opnuðust aðrir valkostir fyrir þingmenn þegar Siðmennt bauð þeim sem ekki kjósa að ganga til kirkju upp á heimspekilega hugvekju og léttar veitingar að Hótel Borg.

Siðmennt vill benda á að Alþingi er veraldleg stofnun og er það í hæsta máta óeðlilegt að setning Alþingis hefjist með trúarathöfn. Við teljum að lífsskoðunarfélög eigi ekki að hafa hönd í bagga með formlegri dagskrá Alþingis, en á meðan hin evangelísk-lúterska kirkja fær einkaaðgang að Alþingi með messu sem forsetinn og ríkisstjórnin hafa sótt , mun Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, bjóða alþingismönnum að koma á Hótel Borg áður en þing er sett  föstudaginn 1. október kl. 13:30 og hlýða á Eyju Margréti Brynjarsdóttur, heimspeking, flytja stutta hugvekju. Hún nefnir hana: AF VANDAÐRI HUGSUN.

Allir alþingismenn eru hjartanlega velkomnir til að eiga stutta samverustund óháð öllum trúarsetningum áður en þeir ganga til þingstarfa.

Borgaraleg ferming 2008

Um þessar mundir ákveða fjölmörg ungmenni hvort og þá hvernig þau hyggist fermast að vori. Frá árinu 1989 hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista staðið fyrir borgaralegum fermingum í Reykjavík. Borgaralegar fermingar eru valkostur fyrir öll ungmenni burtséð frá trúar-eða lífsskoðunum þar sem megináherslan í fermingarfræðslunni er að efla gagnrýna hugsun, siðvit og farsæl viðhorf til lífsins.  Um nokkurra ára skeið hefur Siðmennt komið til móts við áhugasöm ungmenni utan af landi með því að bjóða upp á undirbúningsnámskeið í formi helgarnámskeiða í Reykjavík.

Síðastliðinn vetur varð sú ánægjulega breyting vegna mikils áhuga á norður- og austurlandi að haldið var undirbúningsnámskeið fyrir borgaralega fermingu á Akureyri. Tvær fermingarathafnir voru síðan haldnar s.l. vor , önnu í Ketilhúsinu á Akureyri þar sem alls 12 ungmenni fermdust borgaralega og hin var á Fljótsdalshéraði þar sem þrjú ungmenni fermdust.

Lesa áfram ...

Nú er orðið einfaldara en áður að tryggja að réttar upplýsingar séu að finna í trúfélagaskráningu Þjóðskrár Íslands. Þar sem lög gera í dag ráð fyrir að börn séu sjálfvirkt skráð í trúfélag móður komast margir að því á fullorðinsárum, að þeir eru skráðir í þjóðkirkjuna eða önnur trúfélög gegn vilja sínum. Þjóðkirkjan hefur verið og er  stærst og því færast flestir sjálfkrafa í þann söfnuð og það veitir Þjóðkirkjunni áframhaldandi óeðlilegt forskot á önnur lífsskoðunarfélög í formi sóknargjalda sem innheimt eru fyrir einstaklinga sem annars væru jafnvel skráðir í önnur trúfélög eða utan trúfélaga.

Við mælum með því að fólk leiðrétti skráningu sína sem fyrst, til að hún endurspegli réttar lífsskoðanir landsmanna og gefi þannig eðlilega mynd af hvernig þessum málum er háttað.

Netskil fara þannig fram að pdf skjal er fyllt út á netinu hér og eftir það er skjalið vistað á tölvunni og því skilað með því að smella hér. Undirritun er óþörf, en í stað hennar þarf viðkomandi að auðkenna sig með rafrænu skilríki á debetkorti eða veflykli Ríkisskattstjóra.

Um skil með öðrum hætti en rafrænum er fjallað hér.

Á miðvikudaginn næsta, 1. september, mun The god delusion eftir Richard Dawkins koma út á íslensku í þýðingu Reynis Harðarsonar, sálfræðings. Mun bókin heita Ranghugmyndin um guð og vera 490 bls.

Ranghugmyndin um guð er meðal bókanna sem settu hina svokölluðu ný-trúleysishreyfingu af stað og í janúar á þessu ári hafði hún selst í yfir 2 milljónum eintaka á heimsvísu og setið lengi á mörgum metsölulistum. Í bókinni fjallar Richard Dawkins um vísindalega þekkingu sem andsvar við mörgum trúarlegum hugmyndum og leiðir lesandann um landslag guðlausrar heimssýnar.

Þýðingarinnar hefur verið beðið með eftirvæntingu og nú er hún komin í prentun og fer í almenna sölu í bókabúðum frá og með 1. september næstkomandi. Hana er líka hægt að panta beint frá forlaginu af netinu með því að heimsækja vef forlagsins, Orsmtungu: smellið hér til að panta.

Siðmennt óskar Reyni til hamingju með þetta afrek.

Fyrir neðan skilin má lesa brot úr bókinni:

Lesa áfram ...

Í kaþólskum sið var og er ferming (biskupun) sakramenti, eitt þeirra sjö heilagra gjörða kirkjunnar, voru samkvæmt skilningi kirkjunnar blessaðar af guði og sérstökum fulltrúum hans á hér á jörðu, prestum og prelátum kirkjunnar. Biskupar hafa séð um þessa athöfn eftir að prestur hefur lýst börnin fær um að taka við heilögum anda. Lúter afnam fimm sakramenti af sjö, hélt sakramentunum skírn og heilagri kvöldmáltíð en afnam hinar á þeim forsendum að þær væru hvergi að finna í kjarna kristninnar. Grundvallarhugsun hans var beint samband manns og guðs og kenningin um hinn almenna prestdóm, hver einstaklingur væri ábyrgur fyrir tengslum sínum við guð. Þetta er raunar grundvallarhugsun mótmælandakristni. Því afnam Lúter ferminguna að öllu leyti sem sakramenti og raunar einnig að mestu leyti sem athöfn.

Lesa áfram ...

Siðmennt fagnar lagasetningu alþingis sem nýverið samþykkti ein hjúskaparlög fyrir alla – óháð kynhneigð – og gerði með því hjónabönd samkynhneigðra alfarið sambærileg við hjónabönd gagnkynhneigðra. Siðmennt hefur frá því að félagið var stofnað ávallt stutt við bakið á réttindabaráttu samkynhneigðra og því er þetta sérstakt gleðiefni í augum stjórnar Siðmenntar.

Til hamingju með áfangann samkynhneigðir!

James Randi

James Randi heldur fyrirlestur um hnignun skynseminnar og hindurvitni í boði Vantrúar og Siðmenntar 24. júní næstkomandi á Háskólatorgi, sal 105 kl. 20-21.

Svefn skynseminnar

Í fyrirlestrinum fjallar James Randi um nýjar ófreskjur sem att er fram til að féfletta og níðast á auðtrúa almenningi um allan heim. Fyrirlesturinn er um klukkustundar langur og í honum ræðir hann helstu orsakir þess hve ógagnrýnir menn eru um þessar mundir svo sem æsifréttamennsku og hnignun ábyrgrar rannsóknarblaðamennsku; rætur „óhefðbundinna lækninga“ og hvernig þær fikra sig sífellt nær því að verða viðurkenndar; og hvernig digurbarkalegar fullyrðingar trúarbragðanna og leiðtoga þeirra hvetja almenning til að kyngja ótrúlegum og ótrúverðugum fullyrðingum svikahrappa.

Þessi öfl óskynseminnar geta leitt yfir okkur nýjar miðaldir, því þegar guðsótti, hjátrú og hindurvitni ná yfirhöndinni hefur Upplýsingin beðið skipbrot. Til að axla sögulega ábyrgð okkar og tryggja að Upplýsingin og gildi hennar haldi velli þurfum við að kveða niður trú á djöfla, guði, spádóma, eilíft líf og ámóta fjarstæðu.

Lesa áfram ...

Mánudaginn 21. júní, næstkomandi, mun bandaríski heimspekingurinn Daniel C. Dennett halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn, sem ber yfirskriftina, “A human mind as an upsided-down brain“ hefst klukkan 16:00 í stofunni Bellatrix (M1.01).
Dennett er með þekktari fyrirlesurum samtímans og mikilvirkur fræðimaður á sviði heimspeki hugans, vísindaheimspeki og  hugrænna vísinda (e. philosophy of mind, philosophy of science, cognitive science). Dennett hefur einnig fjallað mjög um þróunarkenningu og trúmál.

Lesa áfram ...

Laugardaginn 8. maí 2010 hélt Siðmennt málþing í tilefni 20 ára afmæli félagsins. Hér fyrir neðan má skoða upptökur af málþinginu.

Veraldlegt samfélag – gildi þess og framtíð

Efnisyfirlit:

1. Veraldlegt samfélag – er gildi þess gleymt …eða var það aldrei fyllilega lært? Svanur Sigurbjörnsson, læknir

2. Vísindaskáldsögur og veraldarhyggja. Halldór Benediktsson, líffræðinemi við HÍ

3. Aðskilnaður ríkis og kirkju. Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi.

4. Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur

5. Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt? Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda. Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari.

Smelltu á hlekkinn “lesa meira” hér fyrir neðan til að fara á síðuna með myndböndunum.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 1. maí.

Í kjölfar rannsóknarskýrslu Alþingis hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að efla hlut gagnrýnnar hugsunar og siðfræði í skólum landsins og samfélaginu almennt. Svo sannarlega er kominn tími til og sætir það furðu hversu yfirvöld menntamála hafa sofið á verðinum alla tíð. Ekki eru þetta þó nýjar uppgötvanir fyrir alla. Frá árinu 1989 hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi lagt megináherslu á kennslu siðfræði og gagnrýnnar hugsunar á undirbúningsnámskeiðum sínum fyrir borgaralega fermingu, en alls hafa tæplega 1500 ungmenni sótt námskeið Siðmenntar. Siðmennt hefur margoft bent yfirvöldum menntamála á mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og siðfræði í skólastarfi en því miður iðulega talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Einnig hefur félagið margoft komið með ábendingar um það sem betur má fara og lítur beinlínis að mannréttindum.

Lesa áfram ...


Login