Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Laugardaginn 8. maí 2010 hélt Siðmennt málþing í tilefni 20 ára afmæli félagsins. Hér fyrir neðan má skoða upptökur af málþinginu.

Veraldlegt samfélag – gildi þess og framtíð

Efnisyfirlit:

1. Veraldlegt samfélag – er gildi þess gleymt …eða var það aldrei fyllilega lært? Svanur Sigurbjörnsson, læknir

2. Vísindaskáldsögur og veraldarhyggja. Halldór Benediktsson, líffræðinemi við HÍ

3. Aðskilnaður ríkis og kirkju. Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi.

4. Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur

5. Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt? Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda. Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari.

Smelltu á hlekkinn „lesa meira“ hér fyrir neðan til að fara á síðuna með myndböndunum.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 1. maí.

Í kjölfar rannsóknarskýrslu Alþingis hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að efla hlut gagnrýnnar hugsunar og siðfræði í skólum landsins og samfélaginu almennt. Svo sannarlega er kominn tími til og sætir það furðu hversu yfirvöld menntamála hafa sofið á verðinum alla tíð. Ekki eru þetta þó nýjar uppgötvanir fyrir alla. Frá árinu 1989 hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi lagt megináherslu á kennslu siðfræði og gagnrýnnar hugsunar á undirbúningsnámskeiðum sínum fyrir borgaralega fermingu, en alls hafa tæplega 1500 ungmenni sótt námskeið Siðmenntar. Siðmennt hefur margoft bent yfirvöldum menntamála á mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og siðfræði í skólastarfi en því miður iðulega talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Einnig hefur félagið margoft komið með ábendingar um það sem betur má fara og lítur beinlínis að mannréttindum.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ávarp flutti Björn Jóhannsson, fyrrverandi fermingarbarn hjá Siðmennt, á málþinginu „Vörður á lífsleið barna – málþing um hlutverk ólíkra trúarbragða í uppeldi“. Var það haldið 27. apríl 2010 á vegum Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, Menntasviðs Reykjavíkurborgar og Rannsóknastofu í fjölmenningarfræðum. Björn Jóhannsson var fulltrúi Siðmenntar.

Komið þið sæl

Ég fermdist borgaralega á vegum Siðmenntar vorið 2007. Þegar borgaraleg ferming er nefnd vakna hjá ýmsum margar spurningar. Hvað er borgaraleg ferming? Til hvers og fyrir hverja er hún? Hverjir taka þátt í borgaralegri fermingu? Hversvegna tók ég þátt og hvers virði var það fyrir mig að taka þátt í borgaralegri fermingu?

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræðu flutti Dagur Fróði Kristjánsson fermingarbarn í fermingarathöfn sinni í Háskólabíói 18. apríl 2010.

Í dag verð ég að manni

Uppskriftin kemur frá Þórarni Eldjárn.

Efst er höfuðið með harðfisk og tölvukubbi

svo hjartað, bara dæla rétt og slétt.

Neðst belgur á tveim fótum fullur af gubbi.

Er formúlan að manni svona létt?

Nei, gleymum því ekki að maðurinn hefur mál.

Málið birtir tilfinningar og sál.

Góðan dag ágætu gestir.

Með tíð og tíma hef ég komist að því að það borgar sig alltaf að vera jákvæður því ef maður fer jákvæður út í hlutina verða þeir miklu skemmtilegri. Ég las einu sinni setningu sem hafði mikil áhrif á mig hún hljómar þannig: þeir sem ná langt í lífinu segja að 90 prósent af öllu sem gerist, gerist innra með manni en aðeins 10 prósent fyrir utan mann. Ég tók því þannig að þá stjórnar maður í raun og veru sinni eigin hamingju.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi grein birtist á visi.is föstudaginn 7. maí 2010.

Í tilefni 20 ára afmælisárs síns mun Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi halda yfirgripsmikið málþing um gildi veraldlegrar skipan á grunnstoðum þjóðfélagsins, laugardaginn 8. maí í Öskju, húsi HÍ frá kl 10:00 til 14:00. Fimm félagar í Siðmennt munu flytja stutt erindi og taka við spurningum úr sal. Málþingið endar á pallborðsumræðum.

Lesa áfram ...

Sjá textaútgáfu af tilkynningu:

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræða var flutt í Háskólabíói í athöfnum borgarlegrar fermingar 18. apríl 2010 af Evu Þórdísi Ebenezersdóttur, þjóðfræðinema við Háskóla Íslands.

Kæru fermingarbörn gleðilega hátíð og til hamingju með daginn.

Fermingin er meðal annars sögð marka þau tímamót þegar við verðum fullorðin því við ferminguna séum við tekin í fullorðinna manna tölu. Eitt af því sem flestir kljást við á þessum tímamótum, og í raun í gegnum lífið allt, er að reyna að átta sig á hver maður er. Þessi spurning „hver er ég?“ leitaði svolítið á mig þegar ég var beðin um að tala hér í dag, því fæstir sem hér eru vita hver ég, Eva Þórdís, er. Ég lagðist því í svolitla sjálfsskoðun og mig langar að segja ykkur hver ég er og vona um leið að sú frásögn geti orðið ykkur til góðs í leitinni að ykkur sjálfum.

Þegar ég fæddist kom í ljós að vinstri fóturinn minn var ekki eins og fætur eru flestir, hann var stuttur og snúinn. Í kjölfarið af fæðingunni mættu foreldrar mínir oft einkennilegum viðbrögðum fólks sem vissi ekki alveg hvort það átti að óska þeim til hamingju með barnið eða færa þeim samúðarkveðjur vegna fötlunarinnar. Þau brugðu því oft á það ráð að benda fólki á þau ættu eitt barn fyrir og að vísitölu fjölskyldan var hjón með 1,97 barn, þau hefðu því bara viljað vera nákvæm! :) Viðbrögðin voru yfirleitt andköf og vandræðagangur í nokkrar sekúndur þar til fólk áttaði sig á því að þetta var grín. Þegar gríninu var náð gat fólk hlegið svolítið og áttað sig á því að auðvitað voru hamingjuóskir réttu viðbrögðin við fæðingu barnsins.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræðu flutti Inga Rán Ármann fermingarbarn í fermingarathöfn sinni í Háskólabíói 18. apríl 2010.

Góðir gestir,

Ég ætla að segja frá hversvegna ég tók þá ákvörðun að fermast borgaralega. Um þennan valkost að fermast borgaralega vissi ég ekki um, fyrr en hann Styrmir frændi minn tók þá ákvörðun í fyrra að fermast á þann hátt. Ég kynnti mér viðfangsefnið nánar og komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi fermast borgaralega.

Lesa áfram ...

Sunnudaginn 18. apríl fór 22. borgaralega fermingin á vegum Siðmenntar fram í Háskólabíó. Fermingarbörnin hafa aldrei verið fleiri og eru í heild 166 að þessu sinni, þar af 12 í nýjum Akureyrarhópi og 4 verða fermd Fljótdalshéraði þann 19. júní.

Þeim áfanga að stiga inn í heim fullorðinna fagnar ungt fólk með fjölskyldum sínum víða um heim með athöfn og veislu. Á Íslandi eins og víða í hinum vestræna heimi hefur þessi þáttur kristnast svo mjög að hann snýst orðið mikið til um dálítið aðra hluti en að fagna tímamótum í aldri og viðhorfi til eigin stöðu í samfélaginu. Siðmennt hefur lagt kapp við að að færa samfélaginu aftur þann möguleika að halda hátíðlega athöfn í þessum tilgangi á veraldlegum og manneskjulegum nótum án þess að trúarbrögð komi við sögu. Sífellt fleiri velja þá leið og fyrir nokkru orðið ljóst að sú þjónusta á erindi við íslendinga.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræðu flutti Árni Reynir Guðmundsson fermingarbarn í fermingarathöfn sinni í Háskólabíói 18. apríl 2010.

Komið þið sæl

Mig langar að flytja stutt ávarp sem ég samdi með smá hjálp frá pabba mínum.

Ástæðan fyrir því að ég fermdist ekki kristilega er sú að ég trúi ekki öllu sem í biblíunni stendur.   Í stað þess að fylgja fjöldanum langaði mig miklu frekar að gera það sem ég taldi rétt og fermast borgaralega.

Þegar ég sagði afa mínum og ömmu frá þessu, gaf afi minn mér bókina Blekking og þekking eftir Níels Dungal. Bókin er mjög sniðug en hún deilir svolítið á biblíuna og það sem í henni stendur. Það er margt gott í þessari bók eins og það er margt gott í biblíunni. En báðar bækurnar eru kannski orðnar svolítið gamlar og þær eiga ekki endilega jafn vel við og þegar þær voru skrifaðar.

Lesa áfram ...


Login