Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Eftirfarandi grein birtist á visi.is föstudaginn 7. maí 2010.

Í tilefni 20 ára afmælisárs síns mun Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi halda yfirgripsmikið málþing um gildi veraldlegrar skipan á grunnstoðum þjóðfélagsins, laugardaginn 8. maí í Öskju, húsi HÍ frá kl 10:00 til 14:00. Fimm félagar í Siðmennt munu flytja stutt erindi og taka við spurningum úr sal. Málþingið endar á pallborðsumræðum.

Lesa áfram ...

Sjá textaútgáfu af tilkynningu:

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræða var flutt í Háskólabíói í athöfnum borgarlegrar fermingar 18. apríl 2010 af Evu Þórdísi Ebenezersdóttur, þjóðfræðinema við Háskóla Íslands.

Kæru fermingarbörn gleðilega hátíð og til hamingju með daginn.

Fermingin er meðal annars sögð marka þau tímamót þegar við verðum fullorðin því við ferminguna séum við tekin í fullorðinna manna tölu. Eitt af því sem flestir kljást við á þessum tímamótum, og í raun í gegnum lífið allt, er að reyna að átta sig á hver maður er. Þessi spurning „hver er ég?“ leitaði svolítið á mig þegar ég var beðin um að tala hér í dag, því fæstir sem hér eru vita hver ég, Eva Þórdís, er. Ég lagðist því í svolitla sjálfsskoðun og mig langar að segja ykkur hver ég er og vona um leið að sú frásögn geti orðið ykkur til góðs í leitinni að ykkur sjálfum.

Þegar ég fæddist kom í ljós að vinstri fóturinn minn var ekki eins og fætur eru flestir, hann var stuttur og snúinn. Í kjölfarið af fæðingunni mættu foreldrar mínir oft einkennilegum viðbrögðum fólks sem vissi ekki alveg hvort það átti að óska þeim til hamingju með barnið eða færa þeim samúðarkveðjur vegna fötlunarinnar. Þau brugðu því oft á það ráð að benda fólki á þau ættu eitt barn fyrir og að vísitölu fjölskyldan var hjón með 1,97 barn, þau hefðu því bara viljað vera nákvæm! :) Viðbrögðin voru yfirleitt andköf og vandræðagangur í nokkrar sekúndur þar til fólk áttaði sig á því að þetta var grín. Þegar gríninu var náð gat fólk hlegið svolítið og áttað sig á því að auðvitað voru hamingjuóskir réttu viðbrögðin við fæðingu barnsins.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræðu flutti Inga Rán Ármann fermingarbarn í fermingarathöfn sinni í Háskólabíói 18. apríl 2010.

Góðir gestir,

Ég ætla að segja frá hversvegna ég tók þá ákvörðun að fermast borgaralega. Um þennan valkost að fermast borgaralega vissi ég ekki um, fyrr en hann Styrmir frændi minn tók þá ákvörðun í fyrra að fermast á þann hátt. Ég kynnti mér viðfangsefnið nánar og komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi fermast borgaralega.

Lesa áfram ...

Sunnudaginn 18. apríl fór 22. borgaralega fermingin á vegum Siðmenntar fram í Háskólabíó. Fermingarbörnin hafa aldrei verið fleiri og eru í heild 166 að þessu sinni, þar af 12 í nýjum Akureyrarhópi og 4 verða fermd Fljótdalshéraði þann 19. júní.

Þeim áfanga að stiga inn í heim fullorðinna fagnar ungt fólk með fjölskyldum sínum víða um heim með athöfn og veislu. Á Íslandi eins og víða í hinum vestræna heimi hefur þessi þáttur kristnast svo mjög að hann snýst orðið mikið til um dálítið aðra hluti en að fagna tímamótum í aldri og viðhorfi til eigin stöðu í samfélaginu. Siðmennt hefur lagt kapp við að að færa samfélaginu aftur þann möguleika að halda hátíðlega athöfn í þessum tilgangi á veraldlegum og manneskjulegum nótum án þess að trúarbrögð komi við sögu. Sífellt fleiri velja þá leið og fyrir nokkru orðið ljóst að sú þjónusta á erindi við íslendinga.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræðu flutti Árni Reynir Guðmundsson fermingarbarn í fermingarathöfn sinni í Háskólabíói 18. apríl 2010.

Komið þið sæl

Mig langar að flytja stutt ávarp sem ég samdi með smá hjálp frá pabba mínum.

Ástæðan fyrir því að ég fermdist ekki kristilega er sú að ég trúi ekki öllu sem í biblíunni stendur.   Í stað þess að fylgja fjöldanum langaði mig miklu frekar að gera það sem ég taldi rétt og fermast borgaralega.

Þegar ég sagði afa mínum og ömmu frá þessu, gaf afi minn mér bókina Blekking og þekking eftir Níels Dungal. Bókin er mjög sniðug en hún deilir svolítið á biblíuna og það sem í henni stendur. Það er margt gott í þessari bók eins og það er margt gott í biblíunni. En báðar bækurnar eru kannski orðnar svolítið gamlar og þær eiga ekki endilega jafn vel við og þegar þær voru skrifaðar.

Lesa áfram ...

Eftirfarandi ræða var flutt í Háskólabíói í athöfnum borgarlegrar fermingar 18. apríl 2010 af Þorvarði Tjörva Ólafssyni bróður Gísla Rafns Ólafssonar, stjórnanda íslensku alþjóða-björgunarsveitarinnar. Gísli Rafn skrifaði ræðuna og hefði flutt hana sjálfur en var tepptur í útlöndum vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli og komst því ekki til landsins.

Kæru fermingabörn, foreldrar, systkini og aðrir gestir

Að vera komin í fullorðinna manna tölu er stór stund í lífi hvers einstaklings. Um allan heim er á einn eða annan hátt haldið upp á þetta stóra skref. Hér á landi hefur sú hefð skapast að fagna fermingu á veglegan hátt með mikilli veislu og gjafaflóði. Hjá hirðingjum í Afríku er úlfalda slátrað og einnig slegin upp mikil veisla sem oft stendur í nokkra daga.

En hjá stórum hluta mannkyns er oftast lítill dægramunur gerður þó að barn komist í fullorðinna manna tölu. Yfir milljarður jarðarbúa býr við það mikla fátækt að þau eiga erfitt með að tryggja eina máltíð á dag. Mörg börn hætta ung í skóla til þess að vinna fyrir sér eða betla á götum úti og þurfa því að takast á við hluti sem fullorðnir ættu einir að þurfa að gera.

Lesa áfram ...

Fermingarbörnunum í Borgaralegri fermingu 2010 hefur verið raðað niður á fermingaratharnirnar skv. eftirfarandi:

Athöfn í Háskólabíói 18. apríl kl. 11:00
Fermingarstjóri: Steinar Harðarson athafnarstjóri Siðmenntar

Lesa áfram ...

Sænski sálfræðingurinn Håkan Järvå heldur fyrirlestur þriðjudaginn 30. mars kl. 13:00 (til 14:00) í Málstofu Sálfræðideildar (Lögbergi stofu 102) með yfirskriftinni “The Battle for Our Minds”. Vantrú, Siðmennt og Sálfræðiskor HÍ standa að komu hans hingað. Håkan lýsir sálfræði bókstafstrúar vel: „…how abandoning oneself for a higher cause affects the brain, hypnosis and altered states of consciousness and the heuristics of the brain that makes us vulnerable for manipulation and susceptible to authority figures“. Þetta er ómissandi viðburður fyrir áhugafólk um eðli mannshugans.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, er málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar. Það starfar óháð trúarsetningum og stendur fyrir félagslegum athöfnum. Siðmennt var stofnað 15. febrúar 1990 og verður 20 ára 15. febrúar n.k. Það er við hæfi að spyrja hvað hefur breyst í íslensku samfélagi á þessum tveimur áratugum í kjölfar stofnun Siðmenntar.

Hugtakið lífsskoðunarfélag hefur náð fótfestu í þjóðfélaginu. Siðmennt hefur unnið markvisst að því að kynna hugtakið fyrir þjóðinni. Lífsskoðunarfélög geta verið bæði veraldleg og trúarleg. Með lífsskoðunarfélagi er átt við félagsskap sem fjallar um siðfræði, þekkingarfræði og þjónustar við tímamótaathafnir fjölskyldna. Þessi viðfangsefni eru sambærileg þjónustu trúfélaga en inntakið er ekki trúarlegt og athöfnunum stýrir athafnarstjóri í stað prests. Hugtakið lifsskoðunarfélag er nú víða notað, bæði meðal almennings og innan stjórnsýslunnar. Þekkingarfræðin fjallar um hvernig við getum öðlast skilning á umheiminum, þ.e. hvað sé haldbær þekking og hvað ekki.

Nú (Gallup des. 2009) eru 74% þjóðarinnar þeirra skoðunar að það beri að aðskilja ríkið og kirkju. Ennfremur eru 70% meðlima þjóðkirkjunnar sammála því. Siðmennt hefur frá upphafi barist fyrir raunverulegu trúfrelsi á Íslandi. Þar með fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og gegn hvers kyns mismunun lífsskoðunarfélaga. Með fullum aðskilnaði gætu nokkrir milljarðar króna sparast árlega.

Í dag þykir sjálfsagt og eðlilegt að unglingar velti fyrir sér hvort þeir vilji fermast kirkjulega eða borgaralega eða alls ekki. Borgaraleg ferming verður vinsælli valkostur með ári hverju. Þannig hefur þátttakendum í borgaralegri fermingu fjölgað um 35% frá því á síðasta ári og eru nú ríflega 160 talsins skipt niður á sex námskeiðshópa auk fjarnáms. Það verða fjórar athafnir í vor; tvær í Reykjavík, ein á Akureyri og ein á Fljótsdalshéraði.

Lesa áfram ...


Login