Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

P.Z. Myers

Líffræðingurinn og vísindabloggarinn vinsæli P.Z. Myers á www.pharyngula.com flytur erindi um „Vísindi og trúleysi“ á Íslandi. Erindi hans er á vegum Siðmenntar og verður flutt þann 29. maí 2012 klukkan 19:30 í Háskólatorgi Háskóla Íslands. Stofu HT-102. Aðgangseyrir 1000 krónur.

P.Z. Myers er þekktur fyrir gagnrýni sína á vitræna hönnun (intelligent design) og sköpunarhyggju (creationism). Myers er handhafi alþjóðlegu Húmanistaviðurkenningarinnar 2011.

Lesa áfram ...

Brynhildur Þórarinsdóttir

Eftirfarandi ræðu flutti Brynhildur Þórarinsdóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 13. maí 2012 í Hofi á Akureyri.

Góðan dag kæru fermingarbörn og fjölskyldur. Það er gaman að fá að vera með ykkur á þessum hátíðisdegi.

Ég fermdist fyrir fáeinum árum – fyrir akkúrat tveimur fermingaröldrum og nú getið þið reiknað út hvenær það var. Ég fermdist 19. apríl, það var sumardagurinn fyrsti og afmæli pabba míns; margfaldur hátíðisdagur.

Ég fékk kassettutæki í fermingargjöf frá mömmu og pabba og fyrir fermingarpeningana mína keypti ég mér rafmagnsritvél og sinclair spectrum leikjatölvu.

Lesa áfram ...

Siðmennt lógó_featured

Skráning í Borgaralega fermingu 2013 er hafin og stendur skráning yfir fram til 30. nóvember 2012.

Kynningarfundur verður haldinn í Háskólabíó um miðjan nóvember 2012. Þeir sem hafa þegar skráð sig fá fundarboð á kynningarfundinn.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2013:

  • 14. apríl 2013 í Háskólabíó í Reykjavík – Fyrri athöfn hefst klukkan 11:00, sú seinni klukkan 13:30.
  • 21. apríl 2013 í Salnum í Kópavogi – Fyrri athöfn hefst klukkan 11:00, sú seinni klukkan 13:30.
  • 12. maí 2013 á Akureyri – Athöfnin hefst klukkan 13:30.

Fara á skráningarsíðu

Ferming 2012

Eftirfarandi ræðu flutti Jóhann Björnsson í fermingarathöfn Siðmenntar þann 28. apríl 2012 á Selfossi.

Ágætu fermingarbörn, aðstandendur og góðir gestir, til hamingju með daginn

Eitt af því sem manneskjur leiða hugann að og þið hafið meðal annars fengið að velta fyrir ykkur á námskeiðinu fyrir borgaralega fermingu er þetta: Hvernig lífi er best að lifa? Þetta er spurning sem þið eigið eflaust öll eftir að velta fyrir ykkur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum á lífsleiðinni. Mig langar því til þess að segja ykkur sögu sem getur vonandi nýst ykkur sem veganesti þegar spurning þessi leitar á huga ykkar.

Þó ég sé nú langt í frá að vera háaldraður maður þá hef ég engu að síður lifað það mörg ár að ég get litið til baka og spurt hvað það hafi verið þess vert að reyna í lífinu. Og það er svo skrítið að eitt af því sem ég hef reynt og tel hafa gefið lífi mínu ótvírætt gildi er eitthvað sem ég frétti fyrir skömmu að væri nú með því versta sem hægt væri að gera í þessum heimi. Það er skrítið að það besta sem ég hélt að væri geti líka verið það versta.

Lesa áfram ...

Ferming 2012

Siðmennt hefur fengið fjölmargar jákvæðar umsagnir um þær borgaralegu fermingaathafnir sem haldnar voru á þessu ári. Hægt er að lesa umsagnirnar hér:

Umsagnir um borgaralegrar fermingar

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

Eftirfarandi ræðu flutti Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 28. apríl 2012 á Selfossi.

Góðan daginn elskulegu dömur mínar og herrar og gleðilega hátíð!

Ég vil þakka þann heiður sem þið sýnið mér með því að bjóða mér að koma og vera vitni að þessum merka áfanga í lífi ykkar allra. Ekki bara ykkar, unga fólksins sem í dag hlýtur borgalega fermingu, heldur einnig og ekki síður foreldra ykkar, fjölskyldu og vina.

Þessi dagur markar tímamót í lífi ykkar. Ákveðnu tímabili er lokið og nýr tími hefst með nýjum verkefnum og nýjum áskorunum. Hlutverk ykkar breytist.
Í vaxandi mæli, en þó í rólegheitunum, byrjar hin verndandi hönd foreldra ykkar, eða þeirra sem hafa leitt ykkur hingað til, smám saman að losna. Ekki strax. Ekki í einu lagi. En smátt og smátt.

Lesa áfram ...

BF-icon-1384

Í fyrsta sinn voru haldnar borgaralegar fermingar í Salnum, Kópavogi sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn.  Í fyrri athöfninni fermdust 29 ungmenni og 26 í þeirri síðari. Ákaflega vel þótti takast til og ánægja var með ávarp Sólrúnar Ólínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings til barnanna.

Líklegt er að það verði haldið áfram með borgaralega fermingu í Salnum Kópavogi og ef að aðsókn sprengir af sér tvær afthafnir á næsta ári þarf að fjölga þeim.

Hér fara nokkrar myndir frá fyrri athöfninni.

Lesa áfram ...

fermingarskjöl 2012

Eftirfarandi ræðu flutti Sólrún Ólína Sigurðardóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 22. apríl 2012 í Salnum í Kópavogi.

Kæru fermingarbörn, foreldrar og fjölskylduvinir.
Innilega til hamingju með borgaralegu ferminguna.

Það er mér sannur heiður að fá að taka þátt í þessum hátíðardegi með ykkur.

Hvað skal ræða um við svo stóran, fallegan og prúðbúinn hóp eins og ykkur á einum af þeim dögum lífs ykkar sem þið munið væntanlega muna allt ykkar líf – líkt og hann hafi gerst í gær?

Það er ýmislegt sem hægt er að ræða um við ykkur til að hjálpa og leiðbeina í gegnum lífið sem framundan er.

Það eru hólar og hæðir hjá öllum þ.a.e.s. stundum gengur okkur vel og stundum illa. Stundum erum við ofsalega glöð og stundum leið og jafnvel reið, það er bara lífið.
En hvað væri þá gott að hafa í farteskinu til að grípa í þegar illa gengur?

Lesa áfram ...

Sigríður Víðis Jónsdóttir

Eftirfarandi ræðu flutti Sigríður Víðis Jónsdóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 15. apríl 2012 í Háskólabíói. 

Kæru fermingarbörn,

Hjartanlega til hamingju með daginn.

Og kæru aðstandendur, innilegar hamingjuóskir til ykkar sömuleiðis.

Dagurinn í dag er stór dagur. Þetta er dagur sem þið munið öll hér inni muna um ókomna tíð. Ákveðnum áfanga hefur verið náð. Og á morgun verður allt aðeins öðruvísi en í gær.

Þið sem fermist hér í dag eruð enn börn samkvæmt lögum – en þið eruð samt orðin hálffullorðin og ábyrgð ykkar verður alltaf meiri eftir því sem árin líða.

Framundan hjá ykkur eru ár sem geta verið ótrúlega skemmtileg – en líka erfið. Það getur verið flókið að vera unglingur og það eru gerðar mjög miklar kröfur til unglinga – ég er ekki að meina sjálfsagðar kröfur um að þeir læri heima eða taki til eftir sig – heldur kröfur til dæmis um útlit og ákveðna hegðun í hóp.

Lesa áfram ...

IMG_6039

Í dag nutum við í Siðmennt þeirrar ánægju að fá að fagna ævi rúmlega 120 ungmenna með borgaralegri fermingu sem fór fram í tvennu lagi í Háskólabíó.

Unga fólkið sem formlega var tekið í fullorðinna tölu flutti ljóð, söng, dansaði og lék á hljóðfæri fyrir stolta aðstandendur og Sigríður Víðis Jónsdóttir, rithöfundur og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, fór með hugvekju. Veðrið lék við okkur í dag sem setti tóninn fyrir vel heppnaða og skemmtilega stund þar sem hæfileikar unga fólksins fengu að njóta sín fyrir framan fullan sal áhorfenda.

Framundan eru fleiri athafnir víða um land, um það má lésa hér: BF 2012 – Upplýsingar

Siðmennt óskar börnunum í borgaralega fermingarárganginum 2012 innilega til hamingju með daginn og vonar að fermingarundirbúningurinn og orðin í fermingarskírteininu verði þeim hvatning til að vera heilsteypt, víðsýnt og hugulsamt fólk.

Við þökkum hjartanlega fyrir samveruna.

Myndir frá athöfnunum í dag fylgja hér á eftir.

Lesa áfram ...


Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login