Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

BF-icon-1384

Í fyrsta sinn voru haldnar borgaralegar fermingar í Salnum, Kópavogi sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn.  Í fyrri athöfninni fermdust 29 ungmenni og 26 í þeirri síðari. Ákaflega vel þótti takast til og ánægja var með ávarp Sólrúnar Ólínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings til barnanna.

Líklegt er að það verði haldið áfram með borgaralega fermingu í Salnum Kópavogi og ef að aðsókn sprengir af sér tvær afthafnir á næsta ári þarf að fjölga þeim.

Hér fara nokkrar myndir frá fyrri athöfninni.

Lesa áfram ...

fermingarskjöl 2012

Eftirfarandi ræðu flutti Sólrún Ólína Sigurðardóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 22. apríl 2012 í Salnum í Kópavogi.

Kæru fermingarbörn, foreldrar og fjölskylduvinir.
Innilega til hamingju með borgaralegu ferminguna.

Það er mér sannur heiður að fá að taka þátt í þessum hátíðardegi með ykkur.

Hvað skal ræða um við svo stóran, fallegan og prúðbúinn hóp eins og ykkur á einum af þeim dögum lífs ykkar sem þið munið væntanlega muna allt ykkar líf – líkt og hann hafi gerst í gær?

Það er ýmislegt sem hægt er að ræða um við ykkur til að hjálpa og leiðbeina í gegnum lífið sem framundan er.

Það eru hólar og hæðir hjá öllum þ.a.e.s. stundum gengur okkur vel og stundum illa. Stundum erum við ofsalega glöð og stundum leið og jafnvel reið, það er bara lífið.
En hvað væri þá gott að hafa í farteskinu til að grípa í þegar illa gengur?

Lesa áfram ...

Sigríður Víðis Jónsdóttir

Eftirfarandi ræðu flutti Sigríður Víðis Jónsdóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 15. apríl 2012 í Háskólabíói. 

Kæru fermingarbörn,

Hjartanlega til hamingju með daginn.

Og kæru aðstandendur, innilegar hamingjuóskir til ykkar sömuleiðis.

Dagurinn í dag er stór dagur. Þetta er dagur sem þið munið öll hér inni muna um ókomna tíð. Ákveðnum áfanga hefur verið náð. Og á morgun verður allt aðeins öðruvísi en í gær.

Þið sem fermist hér í dag eruð enn börn samkvæmt lögum – en þið eruð samt orðin hálffullorðin og ábyrgð ykkar verður alltaf meiri eftir því sem árin líða.

Framundan hjá ykkur eru ár sem geta verið ótrúlega skemmtileg – en líka erfið. Það getur verið flókið að vera unglingur og það eru gerðar mjög miklar kröfur til unglinga – ég er ekki að meina sjálfsagðar kröfur um að þeir læri heima eða taki til eftir sig – heldur kröfur til dæmis um útlit og ákveðna hegðun í hóp.

Lesa áfram ...

IMG_6039

Í dag nutum við í Siðmennt þeirrar ánægju að fá að fagna ævi rúmlega 120 ungmenna með borgaralegri fermingu sem fór fram í tvennu lagi í Háskólabíó.

Unga fólkið sem formlega var tekið í fullorðinna tölu flutti ljóð, söng, dansaði og lék á hljóðfæri fyrir stolta aðstandendur og Sigríður Víðis Jónsdóttir, rithöfundur og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, fór með hugvekju. Veðrið lék við okkur í dag sem setti tóninn fyrir vel heppnaða og skemmtilega stund þar sem hæfileikar unga fólksins fengu að njóta sín fyrir framan fullan sal áhorfenda.

Framundan eru fleiri athafnir víða um land, um það má lésa hér: BF 2012 – Upplýsingar

Siðmennt óskar börnunum í borgaralega fermingarárganginum 2012 innilega til hamingju með daginn og vonar að fermingarundirbúningurinn og orðin í fermingarskírteininu verði þeim hvatning til að vera heilsteypt, víðsýnt og hugulsamt fólk.

Við þökkum hjartanlega fyrir samveruna.

Myndir frá athöfnunum í dag fylgja hér á eftir.

Lesa áfram ...

Ferming

Skráningu í BF 2012 er nú lokið en hún stóð formlega yfir til 30. nóvember 2011. Eru öll námskeið nú fullskipuð en 213 ungmenni hafa verið skráð í ár, sem er met!

Fyrstu 12-vikna vikulegu námskeiðin byrja í 2. viku janúar 2012, nánar tiltekið 9. jan.

Hefur foreldrum og forráðamönnum ungmennanna verið sendur upplýsingapakki núna í desember (póstlagður 15. des) með öllum helstu upplýsingum um námskeiðin, tímasetningum og öðru sem gagnlegt er að komi fram.  Þennan upplýsingapakka er hægt að nálgast hérna á vefnum einnig.

Sjá: BF 2012 – Upplýsingar

 

Fjölgunin er 85% á 5 árum og athöfnum fjölgað úr einni í sex

BF í Háskólabíói

Jóhann Björnsson afhendir fermingarvottorð

Í fyrsta skipti í starfi Siðmenntar hefur fjöldi ungmenna sem skráð hafa sig í borgaralega fermingu farið yfir 200.  Mikil aukning hefur verið á þátttöku ungmenna í fermingafræðslu Siðmenntar undanfarin ár.  Árin 2003-2005 voru þátttakendur um 90, árin 2006-2009 um 115 og árið 2010 voru það 162 ungmenni sem völdu þennan kost. Það var stórt stökk og sem endurtók sig síðasta vor þegar  195 ungmenni fermdust á vegum félagsins.  Fyrir borgaralega fermingu 2012 hafa nú  yfir 200 ungmenni skráð sig.  Aukningin á fimm árum er því 85% en þess ber að geta að skráningu lýkur ekki fyrr en 30. nóvember svo búast má við að fleiri bætist í hópinn.  Þetta samsvarar því að 5% af ungmennum á fermingaraldri velji fermingarfræðslu og athöfn Siðmenntar.

 

Samtímis þessum mikla áhuga hefur athöfnunum fjölgað en þær fara fram á fleiri stöðum á landinu.  Það er ekki lengra síðan en árið 2005 að aðeins ein athöfn fór fram í Háskólabíói með 93 þátttakendum. Árið 2012 verða í boði sex athafnir á fjórum stöðum.  Tvær í Reykjavík, ein á Akureyri en þar verða um 25 ungmenni fermd (sem er 100% aukning frá í fyrra), ein á Selfossi þar sem 6 fermast og síðan tvær athafnir í Salnum í Kópavogi (ríflega 30 í hvorri fyrir sig).

 

Forráðamenn Siðmenntar eru einstaklega ánægðir með þennan árangur og segir Hope Knútsson, formaður Siðmenntar og skipuleggjandi borgaralegrar ferminga:  „Þessi fjölgun er mjög ánægjuleg og er mikill stuðningur við það gæðastarf sem unnið er af kennurum Siðmenntar undir dyggri stjórn Jóhanns Björnssonar, heimspekings og kennara.  Sú nálgun að ræða við ungt fólk um siðfræði, heimspeki, gagnrýna hugsun, fordóma, sorgarviðbrögð, samskipti kynjanna svo eitthvað sé nefnt hefur sýnt sig falla þeim vel í geð og búa þau undir  aukna ábyrgð í lífinu.“

 

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra

Ræða innanríkisráðherra við afhendingu viðurkenninga Siðmenntar 3. nóvember 2011

Guðsótti og góðir siðir, segja menn. Óttinn við Guð er upphaf viskunnar. Það kenndi Gamla Testamentið.

En hvað gerist ef óttinn er tekinn út úr jöfnunni? Ef Guð bregður sér frá? Verður þá allt stjórnlaust einsog í barnaskólabekk, þegar kennarinn fer fram? Eða getur verið að réttlætiskennd, heiðarleiki, samúð og kærleikur séu manninum eiginleg? Höfum við samvisku? Hvaðan kemur hún?

Hvert sem svarið er, þá er ljóst að hvorki Guð né ótti er forsenda góðra siða.

Samviskan er okkur ásköpuð og eiginleg og gott uppeldi ræktar hana og þroskar. Og best þroskumst við í óttaleysi. Og kærleika.

Fjöldi fólks velur að lifa án trúarbragða en fæstir myndu kjósa líf án kærleika. Kærleikur er upphaf viskunnar, ekki ótti. Ótti leiðir til vanlíðunar og vondra verka. Nýja Testamentið tekst á við ótta með allt öðrum hætti en Gamla Testamentið og önnur trúarbrögð hafa óþrjótandi svör til þeirra sem spyrja.

Lesa áfram ...

Siðmennt-3-nov-13b

Fimmtudaginn 3. nóvember var hin árlega Húmanistaviðurkenning Siðmenntar afhent, sjöunda árið í röð, og fór viðburðurinn fram á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Handhafi viðurkenningarinnar árið 2011 er Páll Óskar Hjálmtýsson  sem hefur árum saman barist fyrir mannréttindum samkynhneigðra og með jákvæðni sinni, sköpunarkrafti og einlægri framkomu verið landsmönnum öllum kærkomin fyrirmynd.

Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar var úthlutað í fjórða sinn. Árið 2008 hlaut Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hana, árið 2009 hlaut Orri Harðarson hana og árið 2010 Ari Trausti Guðmundsson. Eitt af megin umfjöllunarefnum félagsins er þekkingarfræðin og stuðningur við vísindalega þekkingarleit og fræðslu. Félagið veitir viðurkenningu þeim aðila eða samtökum sem hafa fært þjóðinni mikilvægt framlag í þessum efnum. Að þessu sinni eru það Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og  Stjörnufræðivefurinn sem hljóta viðurkenninguna.

Ögmundur Jónasson, Mannréttindaráðherra, flutti ávarp við upphaf viðburðar.

Ljósmyndir frá viðurkenningarafhendingunni er að finna neðst í þessari færslu.

Lesa áfram ...

Siðmennt lógó_featured

Kynningarfundur fyrir ungmenni og aðstandendur þeirra sem hafa áhuga á borgaralegri fermingu verður haldinn

Laugardaginn 12. nóvember 2011 kl. 11:00 – 12:30, í sal 1 í Háskólabíói

Á kynningarfundinum verður næsta fermingarnámskeið Siðmenntar kynnt. Ennfremur verður greint frá fyrirkomulagi væntanlegrar athafnar næsta vor og sýnt verður kynningarmyndband frá athöfnunum sem haldnar voru vorið 2011.

Samfélag Ahmadiyya múslima á Íslandi stendur fyrir málþingi um umburðarlyndi í trúmálum í Norræna húsinu á föstudaginn 7. október kl. 17.

Málþingið fer fram á ensku og dagskráin er sem hér segir:

Lesa áfram ...


buy atenolol purchase, order atenolol online sales, buy deltasone pills online, sale of generic vermox , www.seatrade-global.com, how to buy crestor dosage for shingles


Login