Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Hringir

Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt

Fyrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmenntar stýrði átti sér stað laugardaginn 11. ágúst. Það voru þær Jana Björk Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir sem giftu sig með persónulegri athöfn í viðurvist sinna nánustu, að morgni dags rétt fyrir Gay Pride gönguna. Það var ánægjulegt að Hörður Torfason, einn af 15 athafnarstjórum Siðmenntar og handhafi húmanistaviðurkenningar félagsins 2010, sá um athöfnina en hann er upphafsmaður réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Siðmennt fagnar þessum tímamótaviðburði, enda hefur félagið alltaf stutt jafnréttisbaráttu samkynhneigðra.

Lesa áfram ...

Athafnaþjónusta

Húmanistar í Skotlandi hafa náð einstökum árangri í að veita veraldlega/húmanískar athafnir. Samkvæmt tölum um giftingar fyrir 2011 kjósa 52% Skota að gifta sig með veraldlegum hætti og þá eru með taldar athafnir á vegum borgaralegra yfirvalda.. Árið 1971 kusu 31% veraldlega athöfn og því ljóst að vinsældir húmanískra athafna hafa aukist mjög hratt.

Humanist Society Scotland (HSS), systurfélag Siðmenntar, fékk lagalega stöðu árið 2005 til að gifta. Það árið giftu sig um 100 pör á vegum HSS. Árið 2010 giftu sig 2.092 pör hjá HSS og árið 2011 2.846 pör. Til samanburðar fyrir árið 2011 giftu sig 1.729 pör hjá kaþólsku kirkjunni og 5.557 pör hjá Church of Scotland (CoS) og er því gifting á vegum HSS önnur vinsælust. Með sama áframhaldandi vexti í húmanískum athöfnum munu fleiri velja giftingu hjá HSS en hjá CoS árið 2015

Lesa áfram ...

Ingunn Snædal mynd

Eftirfarandi ræðu flutti Ingunn Snædal í fermingarathöfn Siðmenntar þann 24. júní 2012 í Hallormsstaðaskógi.

Góðan daginn, glæsilegu fermingarbörn og fjölskyldur þeirra. Til hamingju með þennan dásamlega dag.

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir að bjóða mér að vera koma hingað í dag við þetta hátíðlega tækifæri í lífi ykkar. Það er mér mikill heiður og um leið finnst mér fylgja því afskaplega mikil ábyrgð.

Raunar hef ég legið andvaka við að hugsa um hvað ég ætli að segja við ykkur.

Þegar ég hugsaði málið aðeins var þetta samt ekki svo ógurlega flókið. Ég ákvað að ef ég ætti að segja eitthvað gáfulegt við ykkur væri best að halda mig við það sem ég þekki og trúi og reyni að fara eftir í mínu lífi og mínu uppeldi og sem ég tel að sé lykillinn að hamingjuríku lífi.

Það er svo margt bullið sem að ykkur – og okkur öllum – steðjar. Þótt ekki séu nema 27 ár síðan ég fermdist sjálf, ekki langur tími í Íslandssögunni, hvað þá veraldarsögunni, var mitt líf svo ótrúlega miklu einfaldara en ykkar á margan hátt. Ein sjónvarpsstöð, tvær útvarpsstöðvar, engar tölvur, hvað þá farsímar og þegar grunnskóla lauk var hægt að velja um menntaskóla eða iðnskóla að fara í. Einfalt. OG allir fermdust í kristinni kirkju, annað var algerlega óheyrt. Að gera það ekki hefði þótt álíka fáránlegt og segjast ætla að fermast nakinn. Einfaldlega ekki í boði.

Lesa áfram ...

pz1

Vel heppnaður fyrirlestur hjá PZ Myers í gær.

Um 100 manns mættu til að hlýða á líffræðinginn og bloggarann PZ Myers halda fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær. Hann fjallaði um þróun og útbreiðslu sköpunartrúar í Bandaríkjunum og eftir það fengu gestir að spyrja prófessorinn nánar út í efnið. Myers sló oft á létta strengi og það var hlegið og vel klappað þegar fyrirlestri lauk.

Siðmennt þakkar PZ Myers fyrir fyrirlesturinn og gestum fyrir að njóta kvöldsins með okkur.

Lesa áfram ...

P.Z. Myers

Líffræðingurinn og vísindabloggarinn vinsæli P.Z. Myers á www.pharyngula.com flytur erindi um „Vísindi og trúleysi“ á Íslandi. Erindi hans er á vegum Siðmenntar og verður flutt þann 29. maí 2012 klukkan 19:30 í Háskólatorgi Háskóla Íslands. Stofu HT-102. Aðgangseyrir 1000 krónur.

P.Z. Myers er þekktur fyrir gagnrýni sína á vitræna hönnun (intelligent design) og sköpunarhyggju (creationism). Myers er handhafi alþjóðlegu Húmanistaviðurkenningarinnar 2011.

Lesa áfram ...

Brynhildur Þórarinsdóttir

Eftirfarandi ræðu flutti Brynhildur Þórarinsdóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 13. maí 2012 í Hofi á Akureyri.

Góðan dag kæru fermingarbörn og fjölskyldur. Það er gaman að fá að vera með ykkur á þessum hátíðisdegi.

Ég fermdist fyrir fáeinum árum – fyrir akkúrat tveimur fermingaröldrum og nú getið þið reiknað út hvenær það var. Ég fermdist 19. apríl, það var sumardagurinn fyrsti og afmæli pabba míns; margfaldur hátíðisdagur.

Ég fékk kassettutæki í fermingargjöf frá mömmu og pabba og fyrir fermingarpeningana mína keypti ég mér rafmagnsritvél og sinclair spectrum leikjatölvu.

Lesa áfram ...

Siðmennt lógó_featured

Skráning í Borgaralega fermingu 2013 er hafin og stendur skráning yfir fram til 30. nóvember 2012.

Kynningarfundur verður haldinn í Háskólabíó um miðjan nóvember 2012. Þeir sem hafa þegar skráð sig fá fundarboð á kynningarfundinn.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2013:

  • 14. apríl 2013 í Háskólabíó í Reykjavík – Fyrri athöfn hefst klukkan 11:00, sú seinni klukkan 13:30.
  • 21. apríl 2013 í Salnum í Kópavogi – Fyrri athöfn hefst klukkan 11:00, sú seinni klukkan 13:30.
  • 12. maí 2013 á Akureyri – Athöfnin hefst klukkan 13:30.

Fara á skráningarsíðu

Ferming 2012

Eftirfarandi ræðu flutti Jóhann Björnsson í fermingarathöfn Siðmenntar þann 28. apríl 2012 á Selfossi.

Ágætu fermingarbörn, aðstandendur og góðir gestir, til hamingju með daginn

Eitt af því sem manneskjur leiða hugann að og þið hafið meðal annars fengið að velta fyrir ykkur á námskeiðinu fyrir borgaralega fermingu er þetta: Hvernig lífi er best að lifa? Þetta er spurning sem þið eigið eflaust öll eftir að velta fyrir ykkur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum á lífsleiðinni. Mig langar því til þess að segja ykkur sögu sem getur vonandi nýst ykkur sem veganesti þegar spurning þessi leitar á huga ykkar.

Þó ég sé nú langt í frá að vera háaldraður maður þá hef ég engu að síður lifað það mörg ár að ég get litið til baka og spurt hvað það hafi verið þess vert að reyna í lífinu. Og það er svo skrítið að eitt af því sem ég hef reynt og tel hafa gefið lífi mínu ótvírætt gildi er eitthvað sem ég frétti fyrir skömmu að væri nú með því versta sem hægt væri að gera í þessum heimi. Það er skrítið að það besta sem ég hélt að væri geti líka verið það versta.

Lesa áfram ...

Ferming 2012

Siðmennt hefur fengið fjölmargar jákvæðar umsagnir um þær borgaralegu fermingaathafnir sem haldnar voru á þessu ári. Hægt er að lesa umsagnirnar hér:

Umsagnir um borgaralegrar fermingar

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

Eftirfarandi ræðu flutti Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir í fermingarathöfn Siðmenntar þann 28. apríl 2012 á Selfossi.

Góðan daginn elskulegu dömur mínar og herrar og gleðilega hátíð!

Ég vil þakka þann heiður sem þið sýnið mér með því að bjóða mér að koma og vera vitni að þessum merka áfanga í lífi ykkar allra. Ekki bara ykkar, unga fólksins sem í dag hlýtur borgalega fermingu, heldur einnig og ekki síður foreldra ykkar, fjölskyldu og vina.

Þessi dagur markar tímamót í lífi ykkar. Ákveðnu tímabili er lokið og nýr tími hefst með nýjum verkefnum og nýjum áskorunum. Hlutverk ykkar breytist.
Í vaxandi mæli, en þó í rólegheitunum, byrjar hin verndandi hönd foreldra ykkar, eða þeirra sem hafa leitt ykkur hingað til, smám saman að losna. Ekki strax. Ekki í einu lagi. En smátt og smátt.

Lesa áfram ...


sale of generic tenormin , how many mg of generic crestor in usa


Login