Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Frá viðurkenningum Siðmenntar 2012

HÚMANISTAVIÐURKENNING  SIÐMENNTAR  2012
Í dag fór fram í áttunda skiptið úthlutun á Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar. Handhafar hennar árið 2012 eru tveir aðilar. Samtökin Liðsmenn Jerico sem eru landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda en einnig þeir Viðar Freyr Guðmundsson og Gunnar Halldór Magnússon Diego sem hafa staðið að gerð heimildarþátta um einelti sem heita „Allt um Einelti“.

FRÆÐSLU- OG VÍSINDAVIÐURKENNING SIÐMENNTAR 2012
Einnig var í fimmta sinn úthlutað Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar. Hana hlaut að þessu sinni Örnólfur Thorlacius en hann hefur verið brautryðjandi við miðlun vísindamiðlunar í sjónvarpi, dagblöðum, bókum og tímaritum.

Lesa áfram ...

Dómkirkjan og Alþingi
Tilkynning um mikilvægan fund í Iðnó á miðvikudaginn um þjóðkirkjuákvæði stjórnarskrárinnar.
Siðmennt berst fyrir jafnrétti lífsskoðunarfélaga, hvort sem þau byggja á trú eða veraldlegri lífssýn.  Hluti af þeirri baráttu er að afnema þjóðkirkjuskipanina því ekkert eitt félag getur verið fulltrúi allra landsmanna í þessum efnum.
Nú fer að líða að þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að tillögur Stjórnlagaráðs eigi að nota sem grunn að gerð nýrrar stjórnarskrár eða ekki og er þar sérstaklega spurt um hvort að ákvæði um Þjóðkirkjuna eigi heima í nýrri stjórnarskrá eða ekki.
Stjórnarskrárfélagið stendur fyrir spennandi borgarafundi í Iðnó á miðvikudag 10. október kl. 20.   Sjá tilkynningu Stjórnarskrársfélagsins:
….

„Þjóðkirkjan og nýja stjórnarskráin – Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar?“

Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
  • Dögg Harðardóttir, fyrrum fulltrúi í Stjórnlagaráði
  • Hjalti Hugason, prófessor
  • Sigurður Hólm Gunnarsson, frá Siðmennt – Félagi siðrænna húmanista á Íslandi
  • Valgarður Guðjónsson, hugbúnaðarsérfræðingur
  • Fundarstjóri: Egill Helgason, fjölmiðlamaður

Þórir Baldursson tónlistarmaður leikur af fingrum fram á Hammond-orgel meðan fundargestir koma sér fyrir.

Fjölmennum! Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn á facebook: http://www.facebook.com/events/487996351224296/?fref=ts

Vinsamlega  látið fleiri vita af fundinum t. d. með því að deila viðburðinum og bjóða vinum.

Kveðja,

Stjórnarskrárfélagið

—-

Við hvetjum alla félaga Siðmenntar og áhugafólk um málefnið að mæta og sýna þannig áhuga í verki á þessu mikilvæga málefni.

Auglysing-MHS-2012-ps3

Kæri Siðmenntarfélagi

Þér er boðið frítt á Menningarhátíð félagins á föstudaginn kemur 21. september kl. 20:00 í Salnum, Kópavogi.  Þú mátt bjóða tveimur gestum með þér frítt. Vinsamlegast láttu vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða. 

Á þessari hátíð sameinum við list og orð með tónlistarflutningi og örræðum í anda lífssýnar félagsmanna.  Þetta tókst ákaflega vel í fyrra og því ákvað stjórn Siðmenntar að láta á það reyna að gera Menningarhátíðina að árlegum viðburði, eins konar árshátíð Siðmenntarfélaga.  Stund sameiginlegrar upplifunar, ljúfra tóna, hugarfóðurs og skemmtunar.

Það er allt tilbúið fyrir hátíðina, frábær dagskrá en það verður engin hátíð án félaga Siðmenntar í áhorfendasætunum.

Meðal listamanna sem koma fram eru:

Jónas Sigurðsson, Kristjana Stefánsdóttir, Ari Eldjárn, Svavar Knútur, Hljómsveitin 1860 og fleiri.  Felix Bergsson kynnir.

Panta þarf frímiðana

Til hvatningar til félagsmanna að koma og njóta stundarinnar hefur stjórn Siðmenntar ákveðið að bjóða skráðum félögum Siðmenntar frítt á viðburðinn og mega þeir taka með sér tvo gesti sem einnig fá frítt inn (þurfa ekki að vera félagar).

Það er takmarkaður fjöldi sem kemst í Salinn (tæp 300 sæti) og því þarftu að láta vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða (1-3).  Bíðið svo staðfestingar til að tryggt sé að sætin hafi verið tekin frá í þínu nafni.  (Aukasæti kosta kr. 1200 og eru þau seld á www.salurinn.is).

Mikilvægt er að panta miða sem fyrst og til að skipulagning gangi vel fyrir sig helst fyrir kl. 18 á fimmtudaginn.

Það er von stjórnar Siðmenntar að boðið hleypi lífi í aðsókn félagsmanna að viðburðinum því að þessi skemmtilega hátíð verður ekki skemmtileg án ykkar.

Kær kveðja

Stjórn Siðmenntar

Hugvekja á vegum Siðmenntar við þingsetningu 2012

Við setningu Alþingis í dag 11. september 2012 flutti Svanur Sigurbjörnsson, læknir og stjórnarmaður í Siðmennt, hugvekju um „heilbrigði þjóðar“. Er þetta í fimmta sinn sem Siðmennt býður Alþingismönnum upp á veraldlegan valkost í stað messu við setningu Alþingis. Að þessu sinni mættu níu þingmenn ásamt nokkrum góðum gestum á Hótel Borg. Hugvekju Svans má lesa í heild sinni hér á vefsíðu Siðmenntar.

Athygli vekur að séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, sem predikaði yfir alþingismönnum í Dómkirkjunni í dag, notaði tækifærið til að segja þingmönnum að tilvist þjóðkirkju ógnaði ekki trúfrelsi í landinu. Er þetta að mati Siðmenntar dæmi um það hvernig Þjóðkirkjan getur nýtt sér aðstöðu sína til að breiða út einhliða áróður. Siðmennt er einmitt þeirrar skoðunar að þjóðkirkjufyrirkomulagið samræmist ekki trúfrelsi.

 

Hugvekja á vegum Siðmenntar við þingsetningu 2012

Flutt í athöfn Siðmenntar fyrir alþingismenn í Silfursal Hótel Borgar vegna setningar Alþingis þriðjudaginn 11. september 2012.  Svanur Sigurbjörnsson samdi og flytur.

Kæru alþingismenn og aðrir gestir

Þennan dag fyrir 11 árum síðan vaknaði ég í þáverandi heimili mínu, í háhýsi í New York borg, við þá frétt að stór herflugvél hefði flogið inn í annan af tvíburaturnunum á Manhattan.  Um 17 mínútum síðar flaug önnur flugvél inn í hinn turninn. Tvíburaturnarnir loguðu og af þeim lagði þykkan reykmökk. Skelfing greip um sig og allt lamaðist. Í ljós kom að flugvélarnar voru ekki hervélar, heldur breiðþotur fullar af fólki, fólki sem átti sér einskis ills von. Tvær aðrar árásir með farþegavélum áttu sér stað þennan dag í Pennsylvaniu og Washington D.C. og samtals létu nærri þrjú þúsund manns lífið í þessum fjórum árásum. Að kveldi þessa dags var erfitt að kyngja þessu sem veruleika.

Um leið og ég vil minnast fórnarlamba þessara hræðilegu hryðjuverkaárása á friðsama borgara, þá er það ekki aðeins vegna dagsetningarinnar að ég nefni þetta í tengslum við yfirskrift hugvekju minnar, heilbrigði þjóðar, til ykkar kæru þingmenn.

Lesa áfram ...

Menningarhátíð Siðmenntar - félagsmenn

Í ár verður Menningarhátíð Siðmenntar haldin í annað sinn í Salnum í Kópavogi þann 21. september. Fagnað verður því að alþjóðasamtök húmanista eru 60 ára og hátíðin markar upphaf kynningarátaks félagins í haust.

Stjórn Siðmenntar hefur ákveðið að bjóða skráðum félögum Siðmenntar frítt á viðburðinn og mega þeir taka með sér tvo gesti sem einnig fá frítt inn (þurfa ekki að vera félagar). Almennur aðgangseyrir aðeins kr. 1200.

Panta þarf frímiðana

Það er takmarkaður fjöldi sem kemst í Salinn (tæp 300 sæti) og því þarftu að láta vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða (1-3).  Bíðið svo staðfestingar til að tryggt sé að sætin hafi verið tekin frá í þínu nafni.  (Aukasæti kosta kr. 1200 og eru þau seld á www.salurinn.is).

Mikilvægt er að panta miða sem fyrst og til að skipulagning gangi vel fyrir sig helst fyrir kl. 18 á fimmtudaginn. 

Staðsetning: Salurinn í Kópavogi

Tími: 21. september klukkan 20:00

Hátíðin þótti heppnast afar vel í fyrra og nú verður ekki síðra listafólk sem heiðrar samkomuna að þessu sinni. Í ár mun einnig fleira gott fólk taka þátt með því að flytja nokkrar örræður.

Meðal listamanna í ár eru Jónas Sig, Díana Lind Monzon, 1860, Kristjana Stefánsdóttir, Ari Eldjárn, Mamiko Dís Ragnarsdóttir, Svavar Knútur og Felix Bergsson.

Sýnd verður stuttmynd með viðtölum við félagsmenn, lesið úr nýrri þýddri bók um húmanisma og Skype-viðtal við Sonju Eggerickx formann alþjóðasamtakanna sýnt.

Sjá nánar:

Hringir

Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt

Fyrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmenntar stýrði átti sér stað laugardaginn 11. ágúst. Það voru þær Jana Björk Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir sem giftu sig með persónulegri athöfn í viðurvist sinna nánustu, að morgni dags rétt fyrir Gay Pride gönguna. Það var ánægjulegt að Hörður Torfason, einn af 15 athafnarstjórum Siðmenntar og handhafi húmanistaviðurkenningar félagsins 2010, sá um athöfnina en hann er upphafsmaður réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Siðmennt fagnar þessum tímamótaviðburði, enda hefur félagið alltaf stutt jafnréttisbaráttu samkynhneigðra.

Lesa áfram ...

Athafnaþjónusta

Húmanistar í Skotlandi hafa náð einstökum árangri í að veita veraldlega/húmanískar athafnir. Samkvæmt tölum um giftingar fyrir 2011 kjósa 52% Skota að gifta sig með veraldlegum hætti og þá eru með taldar athafnir á vegum borgaralegra yfirvalda.. Árið 1971 kusu 31% veraldlega athöfn og því ljóst að vinsældir húmanískra athafna hafa aukist mjög hratt.

Humanist Society Scotland (HSS), systurfélag Siðmenntar, fékk lagalega stöðu árið 2005 til að gifta. Það árið giftu sig um 100 pör á vegum HSS. Árið 2010 giftu sig 2.092 pör hjá HSS og árið 2011 2.846 pör. Til samanburðar fyrir árið 2011 giftu sig 1.729 pör hjá kaþólsku kirkjunni og 5.557 pör hjá Church of Scotland (CoS) og er því gifting á vegum HSS önnur vinsælust. Með sama áframhaldandi vexti í húmanískum athöfnum munu fleiri velja giftingu hjá HSS en hjá CoS árið 2015

Lesa áfram ...

Ingunn Snædal mynd

Eftirfarandi ræðu flutti Ingunn Snædal í fermingarathöfn Siðmenntar þann 24. júní 2012 í Hallormsstaðaskógi.

Góðan daginn, glæsilegu fermingarbörn og fjölskyldur þeirra. Til hamingju með þennan dásamlega dag.

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir að bjóða mér að vera koma hingað í dag við þetta hátíðlega tækifæri í lífi ykkar. Það er mér mikill heiður og um leið finnst mér fylgja því afskaplega mikil ábyrgð.

Raunar hef ég legið andvaka við að hugsa um hvað ég ætli að segja við ykkur.

Þegar ég hugsaði málið aðeins var þetta samt ekki svo ógurlega flókið. Ég ákvað að ef ég ætti að segja eitthvað gáfulegt við ykkur væri best að halda mig við það sem ég þekki og trúi og reyni að fara eftir í mínu lífi og mínu uppeldi og sem ég tel að sé lykillinn að hamingjuríku lífi.

Það er svo margt bullið sem að ykkur – og okkur öllum – steðjar. Þótt ekki séu nema 27 ár síðan ég fermdist sjálf, ekki langur tími í Íslandssögunni, hvað þá veraldarsögunni, var mitt líf svo ótrúlega miklu einfaldara en ykkar á margan hátt. Ein sjónvarpsstöð, tvær útvarpsstöðvar, engar tölvur, hvað þá farsímar og þegar grunnskóla lauk var hægt að velja um menntaskóla eða iðnskóla að fara í. Einfalt. OG allir fermdust í kristinni kirkju, annað var algerlega óheyrt. Að gera það ekki hefði þótt álíka fáránlegt og segjast ætla að fermast nakinn. Einfaldlega ekki í boði.

Lesa áfram ...

pz1

Vel heppnaður fyrirlestur hjá PZ Myers í gær.

Um 100 manns mættu til að hlýða á líffræðinginn og bloggarann PZ Myers halda fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær. Hann fjallaði um þróun og útbreiðslu sköpunartrúar í Bandaríkjunum og eftir það fengu gestir að spyrja prófessorinn nánar út í efnið. Myers sló oft á létta strengi og það var hlegið og vel klappað þegar fyrirlestri lauk.

Siðmennt þakkar PZ Myers fyrir fyrirlesturinn og gestum fyrir að njóta kvöldsins með okkur.

Lesa áfram ...


Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login