Hvernig getum við vitað hvað er satt? – Þannig er húmanismi!

Hvernig getum við vitað hvað er satt? - Þannig er húmanismi!

Siðmennt – Félag siðrænna húmanista
http://www.sidmennt.is | https://www.facebook.com/sidmennt

Stutt fræðslumyndbönd um húmanisma unnin í samvinnu við bresku húmanistasamtökin, British Humanist Association (Myndband 1 af 4).

Þannig er húmanismi!: http://www.youtube.com/playlist?list=PLMgEnEKqHc6O1viUk_TjEMDmvH-UCJBCl

Hvernig getum við vitað hvað er satt?

Allt frá því menn urðu færir um að hugsa höfum við spurt stórra spurninga um hvernig heiminum í kringum okkur er háttað.

Sumir hafa haldið að það sé annar veruleiki handan þess sem við getum skynjað með þessum venjulegu skynfærum okkar – yfirnáttúrulegur heimur þar sem finna má drauga og álfa, guði og ára.

Þetta fólk hefur verið þeirrar skoðunar að hægt sé að sækja þekkingu í þennan heim – með yfirnáttúrulegum opinberunum, spámannlegum sýnum eða í bókum sem voru skrifaðar með guðlegum innblæstri.

Aðrir hafa talið að við lærum best með því að fylgjast gaumgæfilega og í smáatriðum með heiminum í kringum okkur, móta þannig hugmyndir um af hverju hlutir hegða sér eins og þeir gera, prófa þessar hugmyndir með tilraunum, fínstilla þær í ljósi reynslunnar og prófa þær svo aftur.

Af öllum þeim aðferðum sem menn hafa reynt að nota til að reyna að komast að því hvernig heimurinn virkar hefur gefist best að skoða umhverfið, gera tilraunir og meta tilgátur í ljósi gagna. Spámenn hafa ótal sinnum sagt
heimsendi í nánd en hér erum við enn.

Í fornum helgiritum eru lýsingar á alheiminum sem reynst hafa kolrangar.

Ef við ættum að velja á milli þess að taka lyf frá lækni sem ávísar því í ljósi aðferðafræði sem byggir á tilraunum eða frá lækni sem ávísar því í ljósi vitranna, þá veljum við líklega ekki lyfin sem komu fram í vitrunum.

Vera má að okkur takist aldrei að vita allt. En það hefur margsannað sig að prófun tilgáta í ljósi gagna er áreiðanleg leið til að öðlast hvers konar þekkingu á því hvernig heimurinn virkar.

Með hjálp vísindanna höfum við læknað banvæna sjúkdóma, skapað ótrúlega tækni og komist að hlutum um alheiminn sem vekja hjá okkur óskipta undrun.

Þegar við viljum komast að því hvað er satt og hvað er rangt er ekki til nein betri leið.

Þannig er húmanismi!

Sjá einnig á vefsíðu Siðmenntar:

Hvernig getum við vitað hvað er satt? – Þannig er húmanismi!

http://www.sidmennt.is | https://www.facebook.com/sidmennt

Generic selectors
Ströng leit
Leita í fyrirsögnum
Leita í megintexta
Leita í færslum
Leita á síðum
Sía eftir flokkum
English News
Fréttir
Greinar
Ræður
Viðburðir - upptökur