Siðmennt hefur fengið leyfi til að birta umsagnir fermingabarna og aðstandenda þeirra um borgaralega fermingu.

Umsagnir um borgaralegrar fermingar 2017

– Takk kærlega fyrir frábæra athöfn í gær. Sonur mín var himinlifandi og við öll líka.

– Takk fyrir mig og mína – mjög fín athöfn í hópnum hjá dóttur minni sem var fermd í dag hjá Siðmennt í Háskólabíói

– Takk fyrir vel heppnaða athöfn og námskeið

– I would like to say a big thank you to you and your organization for making last Saturday such a special and wonderful day. Our daughter and all of us around her were so pleased and impressed at how professional the ceremony was. A big thumbs up. Sending love and big hugs.

– Sæl verið þið. Dóttir mín fermdist hjá ykkur sl. sunnudag í athöfn kl. 14:30. Ég vil lýsa yfir ánægju minni með hvernig var staðið að þessu öllu saman. Hún lærði heilmargt sem nýtist henni í framtíðinni á námskeiðinu hjá ykkur og athöfnin var virkilega falleg og skemmtileg. Ég þakka ykkur kærlega fyrir mig og mína.

– Ég vil þakka ykkur fyrir frábæra kennslu og fallega athöfn þann 23. apríl síðast liðinn.

– Þar sem ég var að svara könnuninni frá ykkur mundi ég eftir því að ég hafði aldrei sent þakkir til ykkar fyrir ferminguna og athöfnina. Mig langar endilega til að gera það — við vorum einstaklega ánægð með allt sem kom að fermingunni hjá dóttur okkar, og hún var sjálf líka svakalega sátt við allt saman. Undirbúningurinn var góður og áhugaverður og athöfnin sérlega falleg og skemmtileg. Rosalega margir hafa sýnt fermingunni hennar áhuga og við mælum svo eindregið með að þeir skoði borgaralega fermingu sem valkost. Börn á fermingaraldri hafa einstaklega gott af því að ganga í gegnum svona námskeið. Bestu þakkir og kærar kveðjur,

Umsagnir um borgaralegrar fermingar 2016

– Það besta var að börnin eru hvött til gagnrýninnar hugsunar og að efla með sér sjálfstæðan vilja. Einnig hafði ég gaman að þátttöku fermingarbarnanna í athöfninni sjálfri, gerði andrúmsloftið létt og þægilegt.

– Að hafa þetta val, og uppbyggileg og góð fræðsla. Fermingabarnið kom alltaf ánægt heim.

– Að sjá barnið þroskast með fræðslunni og þjálfa gagnrýna hugsun.

– Að hafa valkost til að ræða siðfræðileg málefni án tillits til hvort viðkomandi er trúaður eða ekki.

– Mjög fagmannlega að þessu staðið og fermingabarnið var mjög ánægt.

– Að barnið mitt fékk vandaða fræðslu um mikilvæg málefni og tækifæri til að tjá sig um þau á fá þannig aukið sjálfstraust varðandi að hafa skoðun alvöru málum. Svo mynduðust góða vinasambönd á námskeiðinu.

– Barninu mínu þótti þetta skemmtileg og áhugaverð fræðsla, henni fannst hún fá að taka þátt og á hana hlustað og miðað að að virkja börnin í stað þess að lesa yfir þeim. Athöfnin var yndisleg, hátíðleg, falleg og skemmtileg. Kærar þakkir.

Umsagnir um borgaralegrar fermingar 2015

Góðan dag
Mig langar til að þakka fyrir yndislega fallega athöfn í gær kl.11.00. Við fjölskyldan vorum mjög ánægð með þessa athöfn og hið stórkostlega ávarp sem var flutt af Sævari. Okkur langar til að athuga hvort hægt væri að fá afrit af ávarpinu til að lesa yfir og eiga til minningar um þennan fallega viðburð í lífi okkar.
Með kærri kveðju og miklu þakklæti.

___

Halló! Langaði bara að þakka sérstaklega vel fyrir minn son hjá ykkur. Hann var að fermast hjá ykkur á sunnudaginn var. Það er allt til fyrirmyndar hjá ykkur, námskeið (frábær fræðsla hjá Jóhanni og fl.), athöfn (vel gert bæði hjá Bjarna og Sævari) og upplýsingaflæði til foreldra. Ég var að ferma þriðja og síðasta barnið mitt hjá ykkur og var líka ánægð með allt í kringum þetta hjá hinum tveimur sonunum. Gangi ykkur allt í haginn og sem betur fer sér maður engin merki um annað en að þessi valkostur sé orðinn rótgróinn, með jákvæðum formerkjum.

Af Facebook – Viðbrögð foreldra við ræðu Sævars Helga Bragasonar sem hann flutti í Háskólabíói:
Þetta var glæsileg athöfn og frábær og hugvekjandi ræða! Við áttum dásamlega stund á þessum merka degi í lífi sonarins og okkar. Kærar þakkir fyrir okkur

___

Þessi ræða var algjör snilld og athöfnin mjög skemmtileg

___

Frábær ræða!

___

Frábær ræðumaður.

___

Frábær og virðuleg, falleg athöfn og framúrskarandi ræða hjá honum Sævari. Takk fyrir mig og dóttur mína.

___

Frábær athöfn að öllu leyti og eftirminnileg. Takk fyrir okkur.

Frá móður barns sem var í fjarnmámi:
Sæl Hope,
Við erum búin að fá fermingarskírteinið i hendur. Bæði ég og drengurinn minn erum hæst ánægð með námskeiðið. Ég er búin að mæla með námskeiðinu við aðra foreldra og synt þeim namsheftið, Og eru flest allir mjög áhugasamir. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Einnig um fjarnám:
Í upphafi tókum við auðvitað umræðuna um hvort við þurfum yfirhöfuð fermingu. Hvað fáum við útúr því sem við ekki fáum í skólunum. Við ákváðum að slá til og sjáum ekki eftir því. Við eigum tvo mjög ólíka einstaklinga og það að vinna með þeim verkefnin og fara með þeim yfir námsefnið í námskeiðinu hefur gert okkur kleift að kynnast þeirra hugarheimi betur auk þess sem þeir hafa sjálfir þroskast ótrúlega mikið gegnum námskeiðið. Oft hefur verkefnavinnan endað í lööööngu spjalli okkar allra í fjölskyldunni um lífið og tilveruna.Við hlökkum til að taka þetta aftur eftir nokkur ár með næstu 2 börnum. Kærar kveðjur frá Skarsøy, Noregi

Frá mæðrum fermingarbarna á Akureyri:
Við vorum einstaklega ánægð með athöfnina! Ótrúlega flottir og hugrakkir krakkar þarna á ferð! Takk fyrir okkur!

___
Virkilega skemmtileg og falleg athöfn, fjölskyldan öll mjög ánægð.

___

Takk fyrir skemmtilega athöfn núna á laugardaginn. Ólíkt því sem maður hefur hingað til upplifað, glaðlegt og frjálslegt en einnig fallegt.

Umsagnir um borgaralegrar fermingar 2014

Sæl Hope , þetta var frábær athöfn í alla staði hér í Hofi, Bjartur Geir afar stoltur og ánægður með sitt framlag, spilaði á Marimbu fannst þetta bara ganga fínt, þrátt fyrir að hafa óvart byrjað á röngu lagi.

Bestu þakkir fyrir námskeiðið og athöfnina þetta gat ekki betra orðið, Vala og Rut stóðu sig eins og eins og hetjur.
Bestu kveðjur og þakkir, og frábært að þátttaka í borgaralegri fermingu skuli vera að aukast og festa sig í sessi.

Gunnar Kr. Jónasson og Sigríður Erna Ingólfsdóttir

___

Takk fyrir dásamlega minningu. 

Sérstaklega var gaman hvað áttræður faðir minn var ánægður með athöfnina, en við vorum í Kópavogi á seinni athöfninni. Honum fannst þetta glæsilegt.
___

Takk kærlega fyrir mína dóttur.

Þetta var ánægjuleg upplifun í alla staði, fræðslan, athöfnin og öll samskipti við ykkur hjá Siðmennt.
Takk takk
___

Bestu þakkir fyrir fallegan dag og skemmtilega samveru. Starfið ykkar er svo gefandi og áhugavert, athafnirnar nærandi og ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið hlutdeild í deginum ykkra.

Með kærri kveðju,

Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur. Kristín Helga flutti erindi við tvær fermingarathafnir í Kópavogi 27. apríl 2014

___

Mig langar að lýsa yfir ánægju minni með dagskrána hjá ykkur í fermingarfræðslunni og fyrir yndislega stund á sunnudaginn. Mér fannst dásamlegt að horfa á þessa krakka, allir svo flottir og fínir og hátíðlegir. Annað sem ég held varla vatni yfir er hversu margir stigu á svið og sýndu hæfileika sína. Ég hefði ALDREI þorað því 14 ára gömul að standa fyrir framan annan eins fjölda af fólki og syngja eða spila. Algerlega frábært hjá þessum krökkum!! Sonur minn var alsæll í fræðslunni og ég er alveg viss um að hún eigi eftir að nýtast honum í framtíðinni.

___

Okkur langar að þakka fyrir mjög flotta og vel heppnaða fermingu 6.apríl kl. 12:30.  Við og okkar fólk var mjög ánægt með hvernig að BF var staðið.
Takk, Takk,

___
Ég vil þakka kærlega fyrir yndislega athöfn um helgina.  Ég skrifaði nokkur orð í framhaldinu til fermingadrengsins, eftir mikinn innblástur úr athöfninni. Ég póstaði þeim orðum á Facebook hér.

https://www.facebook.com/notes/gudjon-mar-gudjonsson/fermingabr%C3%A9f/10154028336230217

Ég sendi ykkur þakkir í þeim rituðu orðum og vildi bara láta ykkur vita af því.

Kærar kveðjur,

Guðjón Már

___

Þú þekkir mig ekki, en dótturdóttir mín fermdist borgaralega núna í vor. Athöfnin var velheppnuð og ykkur öllum til sóma.
Sérstaklega vil ég nefna hve ánægð stúlkan var með fræðsluna. Hún sagði að það sem henni þætti verst væri að kennslan héldi ekki áfram.

___

Umsagnir um borgaralegrar fermingar 2012

Langaði bara til þess að þakka fyrir okkur, takk fyrir að gefa okkur tækifæri á þessu vali. Þetta var yndisleg athöfn á laugardaginn og dóttir okkar alsæl með valið sitt og daginn.

___

Við vildum bara þakka ykkur fyrir námskeiðið og borgaralegu ferminguna á sunnudaginn. Börnin okkar voru ánægð með námskeiðið og athöfnin í Háskólabíói var bæði falleg og skemmtileg. Við nutum þess að vera á Íslandi og héldum upp á ferminguna með fjölskyldu okkar. Kærar þakkir fyrir allt.
___

Yndisleg athöfnin í gær, sonur minn var í seinni athöfninni, sem var frábær í alla staði – takk fyrir hann og okkur 🙂

___

Ég vil lýsa ánægju minni með athöfnina sem mér fannst sérlega vel heppnuð, gott og innihaldsríkt. Ávarp og allt skipulag til fyrirmyndar – afar góð og hátíðleg stund.

___

Svo vil ég þakka fyrir yndislega athöfn og allan ykkar frábæra undirbúning. Allt einstaklega vel unnið og fagmannlega að þessu staðið. Ég mæli sannarlega með borgaralegri fermingu fyrir hvern sem heyra vill 🙂
___

Takk kærlega fyrir skemmtilega fermingarfræðslu, frábæra athöfn og góðan dag 15.apríl.
___

Takk fyrir okkur, athöfnin var gullfalleg og hátíðleg. Við áttum stórkostlegan dag í faðmi fjölskyldu og vina.
___

Kærar þakkir fyrir gott undirbúningsnámskeið og fallega athöfn.

___

Frá foreldrum með börn í fjarnámi:
Ég vil þakka fyrir yndislega athöfn á sunnudaginn. Við mæðgur áttum dásamlegan dag og erum svo ánægðar að fá að kynnast Siðmennt. Dóttir mín er svo sæl og glöð bæði með námskeiðin sem og athöfnin. Takk fyrir allt. Það var virkilega vel staðið að þessu öllu saman. Hlakka til að sjá athöfnina aftur á DVD.

___

Frá forstöðumanni í Salnum í Kópavogi
Ég fór í eina fermingarveislu hjá einum sem fermdist hjá ykkur og þar voru allir í skýjunum yfir hversu hátíðleg athöfnin var og hvað það var talað fallega til barnanna.

___

Frá foreldri á Suðurlandi eftir fyrstu BF athöfnina á Selfossi:
Takk fyrir okkur, þetta var alveg geðveikt gaman og flott, allir ánægðir í minni fjölskyldu 🙂

___

Foreldrar frá Selfossi skrifa:
Sæl öll.
Bæði við foreldrarnir og fermingarbarnið vorum hæstánægð með athöfnina, fannst hún hátíðleg og vel heppnuð. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir var frábær sem ræðumaður dagsins og það segir meira en mörg orð að fermingarbarnið minntist á það að fyrra bragði hvað hún hefði verið skemmtilegur ræðumaður og að hún hefði hlustað á hana allan tímann! Sjálfri fannst mér svo frábært að heyra frá ömmum og afa fermingarbarnsins að þetta hefði verið mjög skemmtileg og hátíðleg athöfn. Fullt af skemmtilegum ummælum komu frá þeim sem mættu og það sem stendur upp úr var frá langömmu fermingarbarnsins sem sagði eftir athöfnina að nú vissi hún hvernig hún vildi hafa sína útför (sum sé á vegum Siðmenntar). Eins kom langafabróðir í athöfnina fyrir forvitnis sakir til að sjá hvernig svona borgaraleg ferming færi fram og hann sagði eftir hana að svona hefði hann nú viljað láta ferma sig ef það hefði verið kostur þegar hann fermdist!
Enn og aftur kærar þakkir fyrir okkur.

 

Umsagnir um borgaralegrar fermingar 2011

Móðir skrifar:
Langaði bara að láta ykkur hjá Siðmennt vita að mér og mínu fólki fannst fermingarathöfnin í gær kl. 11 dásamleg. Fermingarstúlkan yfir sig ánægð og skemmti sér vel á athöfninni. Svo langaði mig að deila því með þér sem hún sagði við mig í gærkveldi, en það var að hún ætti eftir að sakna þess að fara einu sinni í viku í fermingarfræðsluna. Henni fannst það svo skemmtilegt og hún hlakkaði til hvers tíma.

—–

Móðir skrifar:
Bestu þakkir fyrir strákinn minn sem er mjög ánægður með fræðsluna. Eg finn hvað hann hefur haft gott af henni. Jóhann stendur sig vel og  er alveg frábær kennari. Eg er mjög ánægð með að hann skuli hafa valið þessa leið. Athöfnin í gær var yndisleg.

—–

Frá foreldrum drengs sem var með atriði á athöfninni:
Kærar þakkir fyrir hlý orð. Okkur fannst hann standa sig ótrúlega vel og þökkum það meðal annars mjög góðri fræðslu og handleiðslu sem hann fékk hjá ykkur.  Athöfnin í dag í Háskólabíó var sérstaklega vel heppnuð og falleg. Allir krakkarnir og Páll Óskar, Sigrún og Jóhann voru til mikillar fyrirmyndar. Framtíðin er einstaklega björt og falleg þrátt fyrir allt tal um annað. Kærar þakkir fyrir barnið okkar.

—–

Frá móðir af erlendum uppruna:
Thank you for everything, the ceremony, all the organisation and the teaching for the teenagers, it was a beautiful ceremony.

—–
Móðir skrifar:
Mig langar bara að þakka fyrir mig og mína dóttur. Fræðslan og öll umgjörð hennar var algjörlega til fyrirmyndar og stelpan rosalega ánægð, sagði eftir hvern tíma „mamma, ég er svo ánægð að hafa valið þessa leið til að fermast, ég er að læra svo margt sem á eftir að nýtast mér alla ævi!“ Sunnudagurinn var svo hápunkturinn. Þetta var skemmtilegasta fermingarathöfn sem ég hef verið í og krakkarnir sem stigu á svið alveg rosalega flottir, ég var ferlega stolt af minni konu þegar hún las söguna sína og á hún eftir að muna eftir þessum degi um ókomna tíð. Gangi ykkur vel í framtíðinni með þetta frábæra starf!

—–

Móðir skrifar:
Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir dásamlega stund í Háskólabíó á sunnudaginn. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á en þetta fór langt fram úr mínum væntingum 🙂

—–

Móðir skrifar:
Ég vil þakka fyrir frábæra athöfn á sunnudag kl. 11.

—–

Umsagnir um borgaralegar fermingar 2010

Sæl Hope

Langar að senda ykkur þakklætiskveðju fyrir ykkar góða og óeigingjarna starf fyrir unglingana okkar. Þetta er í annað sinn sem barn okkar tekur þátt í borgaralegri fermingu og er Unnur mjög ánægð með fræðsluna og val sitt um fermingu. Eldri dóttir okkar Steinunn fædd 90 var hjá ykkur líka og við finnum vel fyrir því hvernig hún hugsar öðru vísi en bróðir hennar fæddu 92 sem fór hefðbundna kirkjuleið. Hluti af þeirri gagnrýnu hugsun sem hún hefur má rekja til fermingarfræðslunnar.

Kærar kveðju

Guðný

—–

Sæl Hope.

Langaði að þakka fyrir alveg yndislega fallega athöfn í gær.

Er mjög fegin að hafa tekið skrefið að hafa borgaralega fermingu.

Þar með var brotið blað í fjölskylduhefðunum sem ég tel jákvætt hvað þetta varðar.

Kær kveðja,

Eyrún (mamma Evu Rúnar)

—–

Kærar þakkir.

Við í fjölskyldunni höfum verið mjög ánægð með námskeiðið hjá ykkur og allt utanumhald í kringum það. Ég frétti að athöfnin um helgina hefði verið frábær líka. Bestu þakkir og gangi ykkur allt í haginn, Anna Katrín Eiríksdóttir (móðir Agnesar Helgu)

—–

Sæll og blessaður Jóhann.

Mig langar bara til að koma á framfæri þökkum til ykkar allra sem standið að siðmennt, fermingarfræðslunni og athöfninni – þetta var alllt með svo miklum sóma. Hanna Hlín dóttir mín var mjög ánægð með námskeiðið sem og athöfnina þó hún hafi verið frekar hikandi í byrjun og ekki alveg viss um að ákvörðunin væri rétt. (Aðallega tilkomið v/ athugasemdar ættingja (konu) sem spurði hvort hún tryði ekki á Guð, það sló hana aðeins út af laginu, henni fannnst hún verða að verja eða útskýra og fannst það óþægilegt. Dóttir þessarar konu fermist næsta ár og spáir mikið í þessi mál – hún er nú búin að ákveða að fermast borgaralega! )

Vil líka segja að ávörpin hjá börnunum voru virkilega skemmtileg, innblásin og hreyfðu örugglega við einhverjum sem gætu hafa haft efasemdir um það hvað borgaraleg ferming snýst um. (Vildi að þetta væri aðgengilegt að einhverju leyti á netinu hjá ykkur.) Langaði bara að koma þessu á framfæri !

Með góðri kveðju og þökk, Ágústa

—–

Við erum í loftinu af ánægju með fermingarathöfnina og undirbúningin. Athöfnin kom okkur á óvart, hve vel var að henni staðið í alla staði og hve hátíðleg hún var. Til að kóróna þetta hjá fjölskyldunni þá eigum við hann Dag Fróða sem var fyrsti ræðumaður og hann stóð sig svo vel að þessar 3 mínútur að þær verða okkur öllum eftirminnilegar – hreinlega standa upp úr öllum deginum þó að hann hafi verið frábær í alla staði. Kærar þakkir fyrir allt ykkar framlag.

Kær kveðja, Heba Helgadóttir

—–

Kæra Hope.

Mig langar til að þakka þér fyrir allt varðandi fermingu Aðalsteins. Mín upplifun af öllu ferlinu hjá Siðmennt, frá upphafi til enda og öll samskipti við ykkur hafa verið til fyrirmyndar. Ég verð að játa að ég hafði efasemdir um ákvörðun drengsins varðandi borgaralega fermingu. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það var mikill kærleikur, mannúð og góður hugur sem skein í gegn um ræðurnar og allt viðmót sem leiðbeinendur og ræðumenn sýndu á fermingardeginum. Ég var líka sérstaklega ánægð með ræðurnar sem voru fluttar í fermingarathöfninni. Eva Þórdís þjóðfræðinemi fannst mér með sérstaklega gott erindi. Ég sé núna að kærleikurinn, mannúðin og virðing fyrir öðru fólki þarf ekkert endilega að tengjast trúarbrögðum. Mér fannst þetta sjálfri lærdómur að taka þátt í fermingu sonar míns hjá Siðmennt. Hafðu innilegar þakkir fyrir allt.

Bestu kveðjur: Alfa Kristjánsdóttir.

—–

Foreldri skrifar: Takk fyrir vel heppnaða athöfn og allt utanumhald.

—–

Foreldri skrifar: Mjög flott athöfn

—–

Foreldri skrifar: Takk fyrir frábæra fermingahátið!

—–

Foreldri skrifar: Takk fyrir yndislegan dag á sunnudag.

—–

Foreldri skrifar: Þetta var alveg einstaklega hátíðleg og falleg athöfn og kunnum við ykkur bestu þakkir fyrir.

—–

Foreldri skrifar: Sæl og takk fyrir allt og alveg frábæran dag!

—–

Umsagnir frá eldri athöfnum (aðallega 2008 og 2009)

Að mínu viti var fermingarathöfnin vel heppnuð og krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel. Það þarf kjark til að standa frammi fyrir stórum sal fullum af fólki, spila tónlist eða flytja annað efni. Mér fannst fermingarbörnin frumleg og snjöll. Sjálf hef ég fengið nokkur skilaboð frá gestum úti í sal, sem fannst athöfnin í senn hátíðleg og skemmtileg. Dagurinn var yndislegur í alla staði fyrir minn fermingarstrák og þakka ég Siðmennt fyrir þennan frábæra valkost. Þetta var mikil gleðihátíð.

Bestu kveðjur,

Telma

—–

Þakka þér fyrir samstarfi Hope

Þetta var ánægjulegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína. Þér hefur tekist að gera þessa athöfn skemmtilega, fræðandi og hátíðlega allt í senn. Þú átt heiður skilinn. Um leið og ég vil þakka þér Hope fyrir samstarfið og ykkur hinum foreldrunum einnig, þá vil ég bæta við: Sjáumst eftir sex ár þegar yngir bróðirinn fermist.

Kveðja Sverrir

—–

Takk sömuleiðis fyrir þetta tækifæri að fá að taka þátt í að undirbúa þessa frábæru athöfn sem var í alla staði yndisleg. Hope þú átt heiður skilinn fyrir þitt framtak og þína miklu vinnu við að halda þessu öllu saman.

kveðja

Ragnheiður Helga

—–

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir þetta og mér fannst athöfnin alveg frábær.

Dóttir mín var mjög ánægð og ég held að það sjái bara jákvæða breytingu á henni.

Kveðja

Ragnar

—–

Þakka ykkur innilega fyrir samstarfi það var mjög gott og auðvelt að starfa með ykkur og ég hef mikla reynslu í að vera í undirbúningsnefnd, þessi nefnd var frábær. þetta var frábær dagur í alla staði og dóttir mín mjög ánægð. þúsund þakkkir Hope fyrir allt þitt frábæra starf það er ómetanleg.

Kveðja,

Sjöfn

—–

Sæl og blessuð

Okkur langar að ÞAKKA KÆRLEGA fyrir okkur og fyrir FRÁBÆRA athöfn í

Háskólabíó. Þetta var fræðandi, skemmtilegt og ekki minnst hátíðlegt sem gerði þennan dag svo eftirminnilegan. Hefði ekki getað verið betri dagur. TAKK ENN OG AFTUR

Kveðja Unnur Gígja, Jón og Guðmundur

—–

Strákurinn okkar var mjög ánægður með undirbúningsnámskeiðið, og hann fræddist um margt sem er ekki einu sinni talað um í skólanum – hvað þá hefðbundinni fermingarfræðslu. Hann þurfti að tjá sig innan um ókunnuga krakka og læra að taka þátt í umræðum á dálítið öðruvísi hátt en hann var vanur. Sjálfstæðari og ábyrgari hátt. Okkur foreldrunum fannst hann græða heilmikið á þessu og horfa á ýmis mál frá nýjum hliðum eftir þetta námskeið. Og okkur fannst öllum athöfnin sjálf mjög vel heppnuð, með góðum fyrirlesurum og óvenjulegum skemmtiatriðum. Við vorum ánægð með að okkar fermingarbarn ákvað að fermast borgaralegri fermingu og byrja þannig sín fullorðinsár á því að velja sjálfur sína fermingu.

Kveðja,

Alfreð Sturla og Helga Rún

—–

Vinn með einni sem var viðstödd fyrri athöfnina og hefur ekki áður verið viðstödd BF. Hún talaði ekki um annað í vinnunni vikuna á eftir og átti ekki orð til að lýsa aðdáun sinni á þessu öllu. Fyrir hafði hún talsverða fordóma en bróðurdóttir hennar valdi þessa leið og það hefur víst valdið heilmiklum rökræðum í fjölskyldunni. Þau voru öll rosalega ánægð.

…mig langar til að þakka Jóhanni og Siðmennt kærlega fyrir námskeiðið í vetur. Sonur minn er með Aspergerheilkenni og athyglisbrest og hefur verið félagslega illa staddur, en eftir námskeiðið hef ég séð mikinn mun á honum og kennari hans talar líka um það að hann er farin að taka meiri þátt í umræðum í skólanum og okkur foreldrum finnst hann hafa tekið út mikinn þroska á þessum tíma. [Sonur minn] hélt smá ræðu í veislunni og þakkaði vinum og ættingjum fyrir að koma og eyða deginum með honum. Hann var æðislegur og við foreldrar hans viljum þakka ykkur enn og aftur fyrir þetta frábæra námskeið. Haldið áfram þessu góða framtaki.. Takk fyrir okkar og son okkar

—–

Sæl öll,

Takk sömuleiðis. Allt tókst þetta með einstakri prýði og öllum okkar aðstandendum fannst athöfnin mjög hátíðleg og falleg.

Takk fyrir okkur.

—–

Sæl öll,

[Allir] voru heillaðir af fallegri og skemmtilegri athöfn og vinnan við undirbúninginn með ykkur var skemmtileg og gekk afskaplega vel. Takk fyrir samstarfið 🙂

—–

Sæl öll og bestu þakkir fyrir samstarfið!!

Athöfnin var vel skipulögð og falleg. Strákurninn minn var mjög ánægður og mun seint gleyma þessum degi!!

Bið ykkur vel að lifa!

—–

Sæl öll og takk sömuleiðis fyrir samstarfið og fallega athöfn.

Hér er mikil hamingja eftir vel heppnaðann og fallegan dag.

Þetta gekk allt alveg eins og í sögu, ég mun halda áfram að benda fólki á þennan valkost.

takk kærlega fyrir samstarfið, lifið heil

—–

Við viljum einnig þakka kærlega fyrir hreint frábær fermingarnámskeið sem dóttir okkar lærði heilmikið af. Af lýsingum hennar að dæma gerði Jóhann námskeiðin lifandi og skemmtileg og afar lærdómsrík. Við þökkum kærlega fyrir enn og aftur. Einnig viljum við þakka fyrir afar fallega og skemmtilega athöfn sem var fermingin sjálf. Hún var bæði hátíðleg og innileg sökum þess að fermingarbörnin sjálf tóku virkan þátt í henni með eigin atriðum og voru því virkir gerendur en ekki óvirk eins og er í athöfnum Þjóðkirkjunnar. Frábærlega vel að verki staðið og hvet ég ykkur endilega til að halda áfram á þeirri braut sem þið hafið markað borgaralegri fermingu.

Bestu þakkir enn og aftur.

—–

Ég vil nota tækifærið til að þakka fyrir okkur. Þetta var í alla staði hin prýðilegast athöfn og góð ferming…

Við óskum ykkur öllum gæfu og velgengni.

Takk fyrir ykkar þátt í menningu [sonar okkar] og megi Siðmennt ganga sem best í að skapa ungdómi landsins frjóan, húmanískan valkost við hinn kirkjulega siðaboðskap.

—–

Sæl verið þið í Siðmennt.

Mig langar að þakka ykkur fyrir dásamlega athöfn þann 27.apríl sl.

Það var virkilega skemmtilegt og áhugavert að vera viðstödd hana og allir sem sóttu hana til að fylgjast með fermingu [dóttur okkar] voru himinlifandi yfir þessu. Fólk er ekki vant því að skemmta sér við fermingavígslur.

Eins langar mig að þakka fyrir undirbúningsnámskeiðið, en [dóttur okkar] fannst það mjög skemmtilegt. Það er frábært að hafa þennan kost, sem borgaraleg ferming er.

Þið eigið heiður skilinn.

—–

Sonur minn fermdist hjá ykkur um daginn. Finnbogi Jónsson heitir hann. Mig langar að senda ykkur ljóð sem hann fékk í fermingargjöf frá frænda sínum Þórarni Hjartarsyni. Það er við hæfi og í beinu framhaldi af þvi sem hann hefur verið að læra hjá ykkur. Finnbogi er þriðja barnið mitt sem fermist borgaralega og ég verð að segja að síðasta athöfn fannst mér afar góð og jafnvel sú besta. Þórarinn Eldjárn talaði af næmni við börnin og allt fór vel fram og var hátíðlegt.

Hér kemur ljóðið og höfundur gaf leyfi sitt til að senda það til ykkar.

Lesefni fermingardrengsins Finnboga Jónssonar

Iðkaðu frændi, ásatrúna

örlagaspeki fornra rúna,

margan geta þær sagt þér sanninn

um sálina, heiminn, lífið, manninn.

Kynntu þér líka kristin fræði,

katólskuna og Lúther bæði,

hollt er ymislegt af þvi tagi

– ef ekki er gleypt í heilu lagi -.

Múhamed, Búdda, Bókin um veginn,

býsn af sannleik er þar fram dreginn.

Afneita Mammon, allra verstum

af öðrum guðum má læra flestum.

Hlustaðu á þeirra rök og ræðu,

Já, rýndu í marga trúarskræðu,

en lestu það með þínum eigin augum

eigin hugsun og sál og taugum.

Í þínu góða hjarta og huga

hefur þú guð sem má þér duga.

Þórarinn Hjartarson

—–

Ég sendi ykkur þakkir fyrir – hér þar sem ég bý nú hefur engin umræða farið fram um val barna til ferminga. Væri ekki ráð að fara um landið og kynna valkostinn, borgaraleg ferming??????

bestu kveðjur frá Írisi móður Finnboga