Þetta er upplýsingasíða fyrir borgaralega fermingu 2016

Upplýsingasíðan verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum.

Mikilvægt að vita

 • Skráning í Borgaralega fermingu 2016 hófst í byrjun júlí 2015 og lauk formlega 30. nóvember.
 • Kynningarfundur var haldinn sunnudaginn 15. nóvember kl 12 í stóra salnum í Háskólabíó. Þeir sem sendu inn skráningu í BF fyrir þann tíma fengu fundarboð á kynningarfundinn sent með tölvupósti, en annars voru allir áhugasamir velkomnir.
 • Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2016:
  • Laugardaginn 2. apríl 2016 kl. 14:00 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fermingarstjóri Steinar Harðarson.
  • Sunnudaginn 10. apríl 2016 kl. 13:00 í Byggðasafni Akraness. Fermingarstjóri Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir.
  • Sunnudaginn 10. apríl 2016 í Salnum í Kópavogi – 3 athafnir, kl 10:30, 12:30 og 14:30. Fermingarstjórar:
   • 10:30 – Ásdís Benediktsdóttir
   • 12:30 – Tryggvi Björgvinsson
   • 14:30 – Aðalbjörg Helgadóttir
  • Laugardaginn 16. apríl 2016 kl. 14:00 á Hótel Selfossi. Fermingarstjóri Bjarni Jónsson.
  • Sunnudaginn 24. apríl 2016 í Háskólabíó í Reykjavík – 3 athafnir, kl 10:30, 12:30 og 14:30. Fermingarstjórar:
   • 10:30 – Steinar Harðarson
   • 12:30 – Bjarni Jónsson
   • 14:30 – Sigrún Valbergsdóttir
  • Laugardaginn 28. maí 2016 kl 14:00 í Hofi á Akureyri. Fermingarstjóri Sævar Freyr Ingason.
  • Athafnir annars staðar eru ekki enn ákveðnar en möguleiki er á þeim ef næg þátttaka fæst á viðkomandi stöðum.
 • Athugið að fermingarbörnin raðast í fyrri eða seinni athöfn, eða 1. 2. og 3. athöfn (ef það verða 3 athafnir þann daginn), útfrá því námskeiði sem þau velja sér / er raðað í upphaflega.  Ef að barn óskar eftir því að breyta um námskeiðsdag eftir að búið er að raða í námskeið og athafnir er reglan sú að athafnarvalið helst óbreytt nema sérstaklega sé óskað eftir því að athöfnin breytist einnig.

Fara á skráningarsíðu

Mikilvæg skjöl

 • Glærukynning á kynningarfundi 15. nóv. 2105 í Háskólabíói. (Microsoft Powerpoint).
 • Kynning á BF undirbúningsnámskeiðinu frá kynningarfundinum 15. nóvember. (pdf)
 • Niðurröðun á námskeið og athafnir. Hérna sést í hvaða námskeið og athafnir fermingarbörnin hafa verið sett í. Það sést í skjalinu hvenær það var uppfært síðast, en þetta skjal er ekki uppfært jafnóðum, þannig að ef að þið hafið skipt um námskeið eða athafnir síðan skjalið var uppfært er ekki víst að það komi fram.
 • Upplýsingahefti fyrir námskeið. Þetta hefti inniheldur fullt af upplýsingum um hvenær námskeiðin byrja, kl hvað, hvar þau eru haldin, o.s.frv.
 • Listi fermingarbarna í BF 2016 eftir athöfnum. Þessi listi er til grundvallar þeim lista sem verður prentaður í fermingarprogrömmin og fermingarskírteinin eru gerð eftir og því þarf allt að vera 100% rétt á honum.
 • Upplýsingahefti fyrir athafnir. Hér er að finna allar tímasetningar fyrir athafnirnar á höfuðborgarsvæðinu sem vert er að vita, æfingatímar, hvenær á að mæta í athöfn o.s.frv.  Einnig upplýsingar um hvernig hægt er að panta hópmynd og videoupptökur (DVD, BluRay eða digital) af athöfnunum.

Athugið að flest skjalanna hérna eru á PDF formati en til þess að geta opnað þau getur verið nauðsynlegt að vera með PDF skoðara (PDF viewer) uppsettann í tölvunni sinni. Við mælum með Adobe Reader (sá klassíski) eða Foxit Reader (tekur mun minna pláss á tölvunni).

Námskeiðið 2016: Kennarar og lýsing

Jóhann Björnsson heimspekikennari hefur umsjón með námskeiðinu og kennir flesta tíma. Allar fyrirspurnir vegna námskeiðsins eiga að berast til hans á netfangið johann@sidmennt.is eða í síma 8449211.

Kennarar verða kynntir þegar nær dregur:

Á námskeiðinu er mikil áhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að hugsa gagnrýnið og skapandi auk færni í að takast á við siðferðileg álitamál. Þátttakendur fá síðan tækifæri til þess að bregðast við og taka afstöðu til ýmissa mála á gagnrýnin hátt og af siðferðilegum heilindum. Þessi mál eru að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, fordómar og fjölmenning, hamingjan og tilgangur lífsins, skaðsemi vímuefna, sjálfsmynd unglinga og samskipti kynjanna, sorg og áföll, samskipti unglinga og fullorðinna, hverju getur maður trúað?

Nánar má lesa um námskeiðið á Vefsvæði borgaralegrar fermingar.

Tímasetningar námskeiða 2016

Í Reykjavík verða haldin vikuleg námskeið sem spanna 12 vikur og eitt helgarnámskeið. Fermingarbörnin mæta einu sinni í viku og fá að koma með óskir um hvaða dagur hentar best en kennd verða námskeið á öllum virku dögunum fimm og jafnvel með fleiri en einum hóp per dag (A og B hóp) ef fjöldi skráðra kallar á slíkt. Mögulegir staðir helgarnámskeiða utan Reykjavíkur eru Akureyri, Selfoss, Reykjanesbær, og verða þau haldin þar ef næg þátttaka fæst. Helgarnámskeiðin eru kennd yfir tvær helgar, skipt í fyrri og seinni hluta og er farið yfir allt námsefni 12-vikna námskeiðanna á þeim. Helgarnámskeiðið í Reykjavík er ætlað krökkum af landsbyggðinni þar sem ekki verður næg þátttaka til að hafa námskeið á staðnum.

Upplýsingar um 12-vikna námskeiðin í Reykjavík

Vikulegu námskeiðin fara fram í Kvennaskólanum. Tímaplanið er sem hér segir:

Mánudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 4. janúar
Þriðjudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 5. janúar
Miðvikudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 6. janúar
Fimmtudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 7. janúar
Föstudagar kl. 15:40 til 17:00, byrjar 8. janúar

Helgarnámskeiðin verða sem hér segir:

Reykjavík
Staður: Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi, 108 Rvk, stofa 12 (hópur A) og stofa 13 (hópur B).
Fyrri hluti: laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. janúar
Seinni hluti: laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. febrúar
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.

Athugið að helgarnámskeiðið í Reykjavík er aðallega ætlað fermingarbörnum sem eiga heima á landsbyggðinni þar sem ekki eru nógu margir á sama svæði til þess að halda sér námskeið þar. Í undantekningartilvikum getum við leyft einnig börnum sem eru upptekin alla virka virka daga við íþróttaæfingar, tónlistar- eða dansnám og slíkt og geta þess vegna ekki sótt 12 vikna námskeiðið.

Akureyri
Staður: Staðsetning verður tilkynnt þegar nær dregur.
Fyrri hluti: laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. mars
Seinni hluti: laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. apríl
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.

Selfoss
Staður: Skátaheimilið, Tryggvagötu 36.
Fyrri hluti: laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. janúar
Seinni hluti: laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.