Skýrsla formanns 25. febrúar 2004

Skýrsla formanns Siðmenntar sem flutt var á aðalfundi félagsins miðvikudaginn 25. febrúar síðastliðinn.

Starfsemi Siðmenntar síðasta starfsár einkenndist eins og alltaf af fjárskorti og manneklu. Við erum fámenn og fátæk en við gefumst aldrei upp. Stjórn Siðmenntar hefur sterkan bakhjarl sem er ómetanlegt.

(meira…)

Erindi á málþingi KSS

Erindi flutt á málþingi Kristilegra skólasamtaka í húsi KFUM & K þann 21. febrúar 2004 um hvort kristin trú sé úrelt.

Fundarstjóri, kæru fundarmenn.
Ég vil byrja á því að þakka Jóni Magnúsi og KSS fyrir að bjóða mér að taka þátt í þessum fundi. Opnar og yfirvegaðar umræður um trúmál og lífsviðhorf geta ekki aðeins verið áhugaverðar heldur einnig lífsnauðsynlegar til að draga úr fordómum og koma í veg fyrir átök ólíkra hópa. Ekki það að ég telji að miklir fordómar séu við lýði hér á landi enn sem komið er þá vitum við öll hættan er fyrir hendi. Átök ólíkra trúarhópa víðs vegar um heiminn ættu að vera okkur sterk viðvörun um nauðsyn umburðarlyndis og opinnar umræðu.

(meira…)

Close Menu