Flokkur: Ræður

Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson, nýkjörinn formaður Siðmenntar, flutti eftirfarandi ávarp í Laugarneskirkju 1. mars 2015 á samkomu um trúfrelsi.

Í Oxford yfirlýsingunni um hugsana og tjáningarfrelsi sem alþjóðasamtök húmanista (International Humanist and Ethical Union) gaf út eftir heimsþingið 2014 segir meðal annars:

Lesa áfram ...

Aðalfundur_Hope_ræða

Aðalfundur_Hope_ræða

Til hamingju með 25 ára afmæli Siðmenntar! Siðmennt vex mjög hratt! Vorið 2013 áður en við fengum skráningu sem lífsskoðunarfélag voru 300 manns í félaginu og nú eru félagarnir orðnir 1200! Þetta er mikill vöxtur og sýnir að í samfélaginu hefur verið þörf á fleiri valkostum en eingöngu trúfélögum. Fólk leitar til Siðmenntar fyrst og fremst til að nýta sér þjónustu okkar. Árið 2014 var Siðmennt með 114 veraldlegar athafnir (nafngjöf, giftingar og útför) sem var 44% aukning frá árinu á undan. Einnig var 40% fjölgun í borgaralegri fermingu. Fermingarathafnir okkar í fyrra voru 9 talsins, þar af tvær á nýjum stöðum, á Flúðum og á Höfn. Nú í vor eru bæði námskeið og athöfn á nýjum stað: Reykjanesbæ. Annað ár í röð eru fermingarbörnin rúmlega 300.

Við erum með miklu fleiri verkefni en nokkru sinni fyrr, erum orðin miklu þekktari, erum að gera mjög marga góða hluti en við erum enn umdeild sem er í sjálfu sér bara fínt! Sem málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar reynum við að nýta sem flest tækifæri til að vekja athygli á trúfrelsismálum, siðferðismálum og mannréttindum.

 

Lesa áfram ...

Hugvekja Siðmenntar Xið 2014

Hugvekja á útvarpsstöðinni X 97,7, 24. desember 2014

Jóhann Björnsson:

Jóhann BjörnssonÉg geld ekki rangt með röngu.”

Ég geld ekki rangt með röngu” eru orð sem höfð eru eftir forngríska heimspekingnum Sókratesi sem uppi var fjögur hundruð árum fyrir okkar tímatal. Sókrates er án efa einn þekktasti og áhrifamesti heimspekingur sögunnar. Hann stundaði heimspeki á götum Aþenuborgar í formi heimspekilegra samræðna við borgarana. Hvað er ást? Hvað er fegurð? Hvað er réttlæti? eru dæmi um spurningar sem bar á góma í þessum samræðum. Sókrates taldi sig ekki vera yfir aðra hafin, hann taldi sig ekki kenna öðrum neitt enda taldi hann að það eina sem hann vissi væri að hann vissi ekki neitt. Hann líkti hinsvegar starfi sínu við starf ljósmóðurinnar sem aðstoðar konur við að fæða börn. Sókrates aðstoðaði fólk við að fæða skilning og þekkingu með gagnrýnum og heimspekilegum spurningum. Með því að spyrja þarf að leita svara og í þeirri leit fæðist skilningur hjá þeim sem leitar.

Hugvekja Siðmenntar Xið 2014Ekki voru þó allir ángæðir með þessa heimspekiástundun Sókratesar og sannleiksleit hans varð honum dýrkeypt. Var hann af yfirvöldum talinn fara með hégóma og gera verri málstað að betri, spilla æskunni og trúa ekki á guðina.

Í ritinu Málsvörn Sókratesar segir svo um þetta:

Sókrates er brotlegur og fer með hégóma er hann brýtur heilann um þá hluti sem eru undir jörðinni og í loftinu, gerir verri málstað að betri og kennir öðrum að gera slíkt hið sama.

Fyrir þetta var hann dæmdur til dauða. Sókrates taldi sig saklausan af ákærum en ekki hvarflaði það að honum að gera minnstu tilraun til að víkja sér undan dómnum eftir að hann hafði verið kveðinn upp, jafnvel þó hann hafi haft tækifæri til þess að leggja á flótta. krates leit á sig sem heiðarlegan borgara og taldi það skyldu sína að hlýða lögunum þó ranglát væru.

Ég geld ekki rangt með röngu.

Sókrates þurfti að lýða vegna skorts á tjáningarfrelsi. Gagnrýnar spurningar hans og heimspekilegar samræður, samræður sem hafa það að markmiði að komast að því sem satt er og rétt, gott og fagurt þóttu ekki stjórnvöldum boðlegar á þeim tíma.

Þetta var fyrir 2500 árum. Enn í dag, árið 2014 er mannkynið að glíma við sama vanda og Sókrates glímdi við. Hugsana- og tjáningarfrelsi er víða skert með skelfilegum afleiðinum fyrir þá sem leggja í að tjá hugsanir sínar og skoðanir, spyrja gagnrýninna spurninga og leita sannleikans í samræðum.

Síðastliðið haust sótti ég alþjóðaþing siðrænna húmanista sem haldið var í Oxford á Englandi. Þátttakendur komu hvaðanæva að úr heiminum og var þema þingsins hugsana- og tjáningarfrelsi.

Fjöldi fyrirlesara deildi reynslu sinni af því að hugsa frjálst og tjá skoðanir sínar. Reynslusögurnar höfðu oftar en ekki að geyma skelfingu mikla þar sem margir höfðu sætt, pyntingum, fangelsunum, ofsóknum og jafnvel verið gerðir brottrækir frá heimahögum sínum fyrir það eitt að tjá hugsanir sínar og skoðanir.

Bara það eitt að spyrja gagnrýninna spurninga, bara það eitt að vilja varpa fram öðrum sjónarhornum, bara það eitt að eiga í samræðum

við aðra er víða nóg til þess að hljóta dóm og verða útskúfun og brottrekstri úr samfélaginu að bráð.

Þær reynslusögur sem ég hlýddi á kunna að vera íbúum Íslands framandi. Við teljum okkur geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að verða fangelsuð eða rekin af landi brott. En lærdóminn sem af þessu þarf að draga er sá að þessi réttur til að hugsa frjálst og tjá hug sinn er ekki sjálfsagður þó vissulega ætti hann að vera það. Réttindi sem fólk hefur er alltaf hægt að afnema. Það eru ekki bara stjórnvöld sem geta gert það heldur getur almenningur haft mikið um það að segja hversu gott og öruggt það er að hugsa frjálst, tjá hug sinn og fylgja sannfæringu sinni.

Við eigum að bera virðingu fyrir öllum manneskjum, en við eigum að vera ófeimin við að gagnrýna hugmyndir og skoðanir. Manneskja er eitt en skoðun hennar er annað. Þegar ég gagnrýni skoðun einhvers, hugmynd eða trú er ég ekki að vega að manneskjunni sem slíkri. Ég er þvert á móti að gera henni þann greiða að leyfa henni að sjá aðra hlið á málinu þannig að hún megi þroska og bæta skoðun sína, hugmynd eða trú. Ef skoðanir mínar, hugmyndir og trú eru gagnrýndar þá veit ég að þau sem gagnrýna, vilja að ég geri mér grein fyrir öðrum sjónarmiðum og í því felst ákveðin umhyggja. Þar býr að baki vilji til þess að ég móti mér skoðun að vandlega athuguðu máli þannig að hún megi reynast sem best.

Þetta var það sem Sókrates hafði í huga, að vandað sé til verka þegar skoðanir eru mótaðar.

Hér á landi er ekki allt með felldu þegar kemur að því að hugsa frjálst og tjá skoðanir og hugmyndir. Mikið vantar upp á að þroskuð samræða borgaranna eigi sér stað um erfið álitamál.

Fyrir skömmu hélt félagið Siðmennt málþing sem bar heitið Þurfum við að óttast Íslam? Markmiðið með málþinginu var að ræða umdeilt mál af yfirvegun þar sem allar hliðar væru undir í samræðunum án þess að gripið yrði til óheilinda, innistæðulausra upphrópana og ofbeldis. Markmiðið var efla skilning og þekkingu á málefninu. Gekk það að mörgu leyti vel. Það sem þó skyggði á annars gott málþing var að á meðal gesta voru einstaklingar sem ekki gátu unað því að aðrir væru á annarri skoðun en þeir sjálfir. Einstaklingar sem ekki höfðu hæfni til þess að spyrja yfirvegað gagnrýnninna spurninga og því síður rökrætt heiðarlega. Þess í stað var þeim sem á öðru máli voru óskað vistar í helvíti og þeim hótað öllu illu þannig að um mann fór hrollur. Mér varð hugsað til fyrirlesaranna á þinginu í Oxford, fórnarlamba ofbeldisins gegn frjálsi hugsun og tjáningu skoðana. Það eru þá til einstaklingar á Íslandi sem vilja færa okkur aftur á það stig ómenningarinnar þar sem fólki ber að halda sér saman ellegar hljóta verra af.

Við íbúar Íslands eigum það sameiginlegt með ýmsum afturhaldssömum ríkjum kúgunar og ofbeldis að hér á landi eru í gildi lög sem takmarka frjálsa tjáningu. Þetta eru lög um guðlast nr. 19. frá árinu 1940. Sá sem guðlastar getur átt yfir höfði sér sektargreiðslu eða fangelsisdóm.

Með lögum um guðlast er ekki verið að vernda einstaklinga, það er verið að vernda hugmyndir, kenningar og skoðanir sem í raun kunna að vera samfélagi okkar háskalegar. Hver sem lesið hefur Gamla testamenntið hefur án efa orðið var við hinn skapilla og ósanngjarna guð sem þar birtist sem hinn æðsti dómari á hverri síðu. Þar er hann tilbeðinn, guðinn sem bæði hatast út í konur og samkynhneigða. Sá sem t.d. lastar þann guð og þá trúarkenningu sem þar er getur átt yfir höfði sér að þurfa að dúsa í steininum samkvæmt íslenskum lögum.

Lög sem þessi eru aðeins ríkjandi í tæplega fjórðungi ríkja heimsins. Og það er sorglegra en tárum taki að engin ríkisstjórn hér á landi frá því að lögin voru sett, sama hvort þar sitji vinstriflokkar, hægriflokkar eða miðjuflokkar hafa sé ástæðu til að standa með tjáningarfrelsinu og afnema gin.

Að gagnrýna skoðanir og hugmyndir er gott. Það sem er verra er þegar ráðist er á persónu fólks. Þer all algengt hér á landi að logið sé upp á fólk til þess síðan að geta gagnrýnt hugmyndir þess og skoðanir. Þá er einhverjum gerðar upp skoðanir sem hann ekki hefur og skoðanirnar síðan gagnrýndar. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að klekkja á persónu viðkomandi. Þetta er gert í þeim tilvikum þar sem sá sem vill gagnrýna annan er kominn í þrot, fullur viljaleysis til að ræða málefnalega. Slæmt er þegar lyginni er ætlað það hlutverk að klekkja á fólki persónulega vegna þeirra skoðana sem það hefur.

Síðastliðið haust fékk ég símtal sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi. Nema hvað sá sem í mig hringdi spurði hvort ég hefði séð ummæli sem rituð höfðu verið um mig opinberlega á netinu. Þegar hér var komið sögu hafði ég ekki gert það. Þegar ég síðan sá umrædd ummæli kom í ljós að sá sem þau skrifaði var ósáttur við trúlausa lífsafstöðu mína sem fram hafði komið skömmu áður í viðtali í Morgunblaðinu. Tilefni viðtalsins var námskeið í trúarheimspeki sem ég var leiðbeinandi á og fjallaði um líf án trúarbragða. Í stað þess að gagnrýna lífsskoðun mína sem hefði verið vel þegið, ákvað þessi einstaklingur að vega að æru minni og starfsheiðri með ósannindi að vopni. Þar voru störf mín sem heimspekikennara í grunnskóla gerð torgtryggileg vegna persónulegra skoðana minna.

Í umræddri færslu sem birtist opinberlega sagði:

Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá námskeiði á vegum Siðmenntar sem fjallar um líf án trúarbragða. Kennarinn er leiðbeinandi í borgaralegri fermingarfræðslu. Hann kennir líka heimspeki í Réttarholtsskóla. Með fréttinni er mynd af skólanum og mynd af kennaranum þar sem ungmenni eru í bakgrunni. Kannski er hún tekin í skólanum.

Er nokkur hætta á því að undir formerkjum heimspekikennslu fari fram áróður á forsendum hagsmunaaðilans Siðmenntar, skráðs lífskoðanafélags? Ég spyr af því að ég hef heyrt af því frá krökkum í Réttó að Jóhann liggi ekki á skoðunum sínum.

Ég er auðvitað hlutdrægur því ég er í hinu liðinu en mér finnst þetta mikilvægt umræðuefni. Ég vil hvorki áróður frá kirkjupresti eða borgaralegum presti” í kennslutíma í skólum barnanna minna.

Það er vægast sagt dapurlegt að einstakingur sem starfar hjá stofnun hér á landi sem fylgir boðorðinu þú skalt ekki ljúga” skuli hafa lagst svo lágt að ljúga upp á mig og nemendur na. Við skulum ekki gleyma því að tjáningarfrelsinu fylgir mikil ábyrgð. Við berum ábyrgð á því sem við segjum. Vegna þeirrar ábyrgðar sem fylgir tjáningarfrelsinu voru ásakanir hans vitaskuld rannsakaðar af skólayfirvöldum og kom þá í ljós hið sanna. Viðkomandi fór fram með helber ósannindi í minn garð. Í niðurstöðu rannsóknarinnar á störfum mínum segir m.a. svo:

…er það niðurstaða … að ekki sé nein ástæða til að ætla að í heimspekitímum … fari fram eitthvað misjanfnt”.

Skólanum hafa aldrei borist neinar kvartanir eða vísbendingar af neinu tagi um að heimspekikennsla í skólanum samræmdist ekki aðalnámskrá, siðareglum kennara eða öðrum viðmiðum um skólastarf.”

Ég mun seint og líklega aldrei komast með tærnar þar sem Sókrates hafði hælana þegar kemur að heimspekiástundun með ungu fólki. Það er vissulega ánægjulegt að eiga þátt í því að heimspekiástundun í anda Sókratesar haldi áfram þar sem gagnrýnin hugsun, áleitnar spurningar og heiðarleg rökræða er í forgrunni. Þegar ég las fyrst um að Sókrates hafi verið dæmdur til dauða m.a. fyrir að spilla æskunni með heimspeki sinni hvarflaði ekki að mér að dag nokkurn þyrfti ég sjálfur að líða fyrir það að stunda heimspeki með ungu fólki. Það hvarflaði ekki að mér að á árinu 2014 væri svo illa komið fyrir einhverjum að beita ósannindum ekki ósvipuðum þeim sem Sókrates þurfti að þola fyrir 2500 árum.

Það eina sem ég get gert er að bregðast við í anda Sókratesar: Ég geld ekki rangt með röngu. Ef allir tækju sér þessi orð til fyrirmyndar og útfærðu þau víðar yrði samfélag okkar án efa betra. Ég geld ekki rangt með röngu, ég stel ekki frá þjófinum, ég myrði ekki morðingjann, ég beiti ofbeldismanninn ekki ofbeldi, ég lýg ekki upp á lygarann. Ég geld ekki rangt með röngu.

Ágætu hlustendur. Ég þakka kærlega fyrir það tækifæri að hafa fengið að ávarpa ykkur á þessari stundu. Fyrir hönd Siðmenntar og X-977 óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Huginn Freyr

Huginn Freyr Þorsteinsson, doktorsnemi í heimspeki, flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 9. september 2014 á Hótel Borg sem hann nefnir: Verðum að gera betur – Upplýsingabyltingin og nútíminn.

Huginn Freyr er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hann er með B.A gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í vísindaheimspeki og vísindasögu frá háskólanum í Bristol á Suðvestur Englandi. Huginn er einnig með M.Phil gráðu í vísindaheimspeki frá sama skóla og hefur ritað fjölda fræðigreina og greina um þjóðfélagsmál.

Ágætu þingmenn.

Huginn FreyrSú stefnuyfirlýsing húmanista sem Siðmennt sækir sinn boðskap og finna má á heimasíðu félagsins, er góður vitnisburður um jákvæð áhrif þeirrar stefnu í sögu mannsandans sem við kennum við upplýsingu. Áhersla á vísindi sem uppsprettu þekkingar, náttúrulegar skýringar, lýðræðislega ákvarðanatöku, lausn undan ótta og mikilvægi gagnrýni, trúarbragðafrelsi og rétt til einkalífs eru gildi sem varða stöðu okkar sem borgara í samfélagi manna og eru gildi sem okkur eiga að vera kær og liðsinna okkur í að bæta samfélag okkar.

Lesa áfram ...

Jens Stoltenberg

Erindi sem Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, flutti fyrir hönd félagsins á minningarathöfn sem Ungir jafnaðarmenn héldu um voðaverkin á Úteyju árið 2011. 

(22. júlí 2014)

Kæru vinir

Jens StoltenbergÉg vil byrja á að þakka Ungum jafnaðarmönnum fyrir að halda þessa minningarathöfn um voðaverkin í Útey. Mikilvægt er að við gleymum aldrei þessum hræðilega atburði og ekki síður að við lærum af honum. Fordómar, ranghugmyndir og hræðsluáróður öfgasinna getur, eins og dæmin sanna, haft hræðilegar afleiðingar.

Ég var beðinn um að tala fyrir hönd Siðmenntar sem er viðeigandi þar sem félagið leggur mikla áherslu á umburðarlyndi, samúð og bjartsýni; lærdóm en ekki kreddur, staðreyndir en ekki fáfræði og skynsemi en ekki blinda trú.

Siðmennt vill reyna að yfirstíga skiptingu manna í fjandsamlega hópa sem hver um sig byggir tilvist sína á ákveðinni sérstöðu, til dæmis kynþætti, trúarbrögðum, kyni, þjóðerni, stétt, tungumálum eða kynhneigð. Siðmennt vill fá fólk úr ólíkum hópum til að vinna saman að málefnum sem eru til góðs fyrir mannkyn allt.

Örfáum dögum eftir ódæðin á Úteyju og í Osló var ég staddur í borginni til þess að taka þátt í  heimsþingi húmanista, sem fulltrúi Siðmenntar, en þingið var haldið aðeins nokkur hundruð metrum frá þeim stað þar sem sprengjan sprakk og drap tug manna og ollu gríðarlegri eyðileggingu. Daglega gekk ég framhjá byggingunum sem minntu á glæpinn. Yfirskrift heimsþingsins var „Húmanismi og friður“ og átti það einstaklega vel við.

69 ungmenni og leiðtogar jafnaðarmanna féllu á Úteyju, 8 létust í Osló og hundruðir slösuðust í árásinni.

Allskonar öfgahópar voru fljótir að lýsa yfir ábyrgð sinni á ódæðinu en þegar allt kom til alls var það hvítur, norskur þjóðernissinni sem var var ódæðismaðurinn. Hann var í herför gegn  húmanistum, menningarmarxistum, fjölmenningarsamfélaginu og innflytjendum.

Ódæðið var í raun aðför að lýðræðislegu, fjölbreytilegu samfélagi sem byggir á mannréttindum. Slík ódæði eiga sér oft stað þó ekki af þeirri stærðargráðu sem þessi atburður. Í þetta skiptið var það Noregur sem varð fyrir barðinu en slík öfl eru enn á sveimi í Evrópu.

Mikill ótti getur í senn verið lamandi og hættulegur. Því er mikilvægt að við öll vinnum að því að draga úr ótta. Þetta gerum við meðal annars með uppbyggilegri en um leið gagnrýnni umræðu. Það er sjaldnast skynsamlegt eða gagnlegt að banna vondar hugmyndir. Vondar hugmyndir verður að afhjúpa með gagnrýnu hugarfari og samtali.

Munum að það ber engum skylda til að virða skoðanir annarra. Sumar skoðanir eru ekki virðingarverðar. Öll eigum við þó rétt á að hafa skoðanir og þann rétt verðum við að virða. Í frjálsu lýðræðisríki er mikilvægt að við nýtum tjáningarfrelsi okkar til að gagnrýna og afhjúpa málflutning sem elur á ótta og hatri. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki ætlast til þess að aðrir geri það.

Það liðu ekki margir dagar frá fjöldamorðunum í Noregi þar til öfgaflokkar til hægri um alla Evrópu héldu áfram  að básúna  sömu skoðanir. Franski þjóðarflokkurinn, UKIP í Bretlandi. Danski þjóðarflokkurinn, Framfaraflokkurinn í Noregi, Jobbik í Ungverjalandi – svo ég nefni nokkra flokka. Þeir eiga það sameiginlegt að tala fyrir svipuðum skoðunum. Þeir boða allir eigin útgáfur af pólitískri skoðun sem sameinast í andstöðu við fjölmenningu og fjölbreytilegt samfélagi.

Svipaður málflutningur sem á sér sömu rætur var dregin fram í kosningabaráttunni hér á landi í vor til þess að draga að sér fólk á Íslandi sem notar sömu röksemdir og stjórnmálaflokkarnir fyrrnefndu nota. Það er kannski ekki rétt að nota orðið röksemdir heldur hatursáróður og popúlisma auk hræðsluáróðurs um þann málflutning sem við urðum vitni að.

Í málflutningi þessara afla fyrir kosningarnar birtust sömu elementin um að mannréttindi séu bara fyrir suma en eru ekki algild – það er að segja að trúfrelsi sé fyrir alla en ekki aðeins fyrir suma. Að sama skapi bera að gjalda varhug við rökunum um að  meirihluti Íslendinga hafi tiltekna trúarskoðun og þar af leiðandi eigi sá meirihluti rétt á að fara sínu fram.

Við deildum sorg okkar og tilfinningum með norsku þjóðinni eftir atburðina 2011. Við dáðumst að því hvernig norska þjóðin brást við af æðruleysi og án fordæmingar. Við dáðumst að samstöðu norsku þjóðarinnar um að standa vörð um fjölbreytilegt, fjölmenningarlegt og lýðræðislegt samfélag.

Við skulum því heita því að standa vörð um sömu gildi hér á landi og hvetja til málefnalegrar umræðu um mannréttindi og lýðræði.

Að lokum langar mig að vitna í stefnuyfirlýsingu siðrænna húmanista sem ég tel að eigi vel við á þessum degi:

„Við veljum bjartsýni en ekki svartsýni, von en ekki örvæntingu, lærdóm en ekki kreddur, sannleika en ekki fáfræði, gleði en ekki sekt eða synd, umburðarlyndi en ekki ótta, ást en ekki hatur, samúð en ekki eigingirni, fegurð en ekki ljótleika og skynsemi en ekki blinda trú eða afneitun rökréttrar hugsunar.“

Kærar þakkir

Bjarni Jónsson

hof 2

Ræða sem Ágúst Már Steinþórsson, fermingarbarn, flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Hofi á Akureyri 7. júní 2014. 

Myndir má sjá á Fésbókarsíðu Siðmenntar.


hof 2Komið þið sæl og blessuð!

Ég heiti Ágúst Már Steinþórsson. Ég er 13 ára strákur frá Akureyri.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá mér og vara ykkur við að þetta er allt í miklu gríni gert og svo ætla ég að lesa upp nokkrar augljósar staðreyndir.

Ég heiti Ágúst Már, ég veit ekki alveg af hverju ég var endilega skírður það, mömmu og pabba líkaði vel við mánuðinn og svo fæddist ég líka í ágúst, einfalt og þægilegt að muna þetta.

Mamma mín er legend, hún er Hjalteyringur og pabbi minn er meistari, hann er frá Akureyri.

Pabbi minn ofnotar yatzy í símanum sínum og stundum fer hann inn í rúm og segist vera að fara að sofa en svo kemur maður tveimur klst seinna og þá er hann í yatzy í símanum hann er líka kominn fáránlega langt í hill climb racing í símanum sínum (sem er bílaleikur).

Mamma er léttruglaður kennari og það er erfitt starf en það er ekkert miðað við það að fást við mig og bræður mína sem eru þrír, síðast þegar ég taldi…

Lesa áfram ...

hof 3

Guðmundur Heiðar FrímannssonRæða sem Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekingur og prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Hofi á Akureyri 7. júní 2014. 

Myndir má sjá á Fésbókarsíðu Siðmenntar.

Ágætu fermingarbörn, aðstandendur og aðrir.

Til hamingju með daginn. Þið hafið búið ykkur undir þennan dag með ýmsum hætti, lært um ýmislegt sem fram fer í veröldinni og hvernig okkur bera að bregðast við og hvers konar viðhorf eru viðeigandi. Í framhaldi af því gætum við spurt: Hvað ættuð þið að hugsa um núna?

Þið eruð öll á fjórtánda ári, sum orðin það en önnur ekki. Framundan eru unglingsárin með öllum sínum núningi við foreldra og systkini og fylgd við vinina. Þið eruð að leitast við að verða fullorðin. En það er meira framundan en þetta. Það má búast við að að jafnaði eigið þið eftir að lifa í sjötíu ár, stelpurnar nákvæmlega sjötíu, strákarnir tveimur árum skemur. Þið skuluð því öll reikna með að þurfa að duga í sjötíu ár í viðbót við þessi fjórtán sem eru búin. Hvað þurfið þið til þess að duga heila mannsævi? Hvað þurfum við öll til þess að duga eina mannsævi? Ég veit að ykkur finnst amma ykkar og afi til dæmis orðin ansi gömul eða foreldrar ykkar, jafnvel þeir sem eru bara rúmlega tvítugir, þeir eru kannski ekki síðasta sort en þið þurfið ekki mikið að hlusta á þau eða taka mark á þeim. Samt ættuð þið að hugleiða að þið sjálf eigið eftir að upplifa öll þessi æviskeið, þið verðið innan tíðar síðasta sort fyrir fermingabörn, verðið kannski foreldrar og ömmur og afar. Hvað er það sem kemur okkur heilum í gegnum eina mannsævi? Með öðrum orðum hvað er gott líf?

Lesa áfram ...

web-600px-100dpi-3

Tvær fermingarathafnir fóru fram í Salnum í Kópavogi í dag sunnudaginn 27. apríl 2014. Hér fer ræða ræðumanns og nokkrar myndir.
—-

Kæru ungmenni, vinir og ættingjar.
Hjartanlegar hamingjuóskir á þessum fallega degi.
Þetta er dagurinn ykkar og munið svo líka að allir dagar eru ykkar dagar.
Hver dagur er nýtt upphaf og nýtt ævintýri.
Ég hef hlakkað mikið til þessa dags því fermingarathafnir Siðmenntar eru þekktar sem listahátíðir unga fólksins, menningarviðburður þeirra sem staðfesta kunnáttu í siðfræði, þjálfun í mannúð og kærleika og hafa lokið mannræktarnámskeiði sem er nesti í bakpokann fyrir lífið.
Ég er fermd, fyrir löngu síðan. Á köflóttum kjól og rauðum klossum á Álftanesi. Og ég hef fylgt þremur dætrum mínum í gegnum fermingarundirbúning, ekki borgaralegan.

Lesa áfram ...

IMG_4341

Ræða sem Óli Stefán Flóventsson yfirþjálfari knattspyrnudeildar Sindra flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Nýheimum á Höfn í Hornafirði 12. apríl 2014.

Ágætu fermingabörn, aðstandendur og aðrir gestir

BF Höfn 2014_4Ég var hingað fengin til að ávarpa þessa samkomu, gefa holl ráð og heilræði inn í framtíð ykkar sem hér eru komin saman í borgaralega fermingu. Hvaða ráð get ég verið að gefa ungmennum með alla möguleika lífsins í höndunum  var það fyrsta sem kom í huga minn þegar ég fór að pæla í þessu. Ég er ennþá á þeim aldri, þó ég virðist hundgamall að ég man mjög vel eftir þessum tímamótum í mínu lífi sem fyrir 25 árum. Ég man að á þeim tíma var maður ekki mikið að hugsa lengra fram í tímann en kannski morgundaginn enda er maður svosem ekki mikið að velta framtíðinni mikið fyrir sér 13-14 ára gamall. Sjálfur ætlaði ég að verða atvinnumaður í fótbolta, verða ríkur, eignast ógeðslega flotta kærustu. Þetta man ég vel og svona átti mín framtíð að verða þegar ég var fjórtán ára. Þegar ég hugsa um það þá má segja að draumar mínir hafi ræst því ég hef atvinnu af knattspyrnu í dag, ég er mjög ríkur því ég á fjögur heilbrigð börn og ég á ekki bara ógeðslega flotta kærustu í dag, heldur er ég giftur henni.

Það má segja að nú séu ákveðin þáttaskil í lífinu því nú eruð þið að fullorðnast og farið því að kynnast smá saman alvöru lífsins. Það er nefnilega svo ótrúlega merkilegt að lífið bíður uppá endalausa möguleika sem fela í sér ákvörðunartökur og eftir því sem við eldumst verða þesBF Höfn 2014_3sar ákvörðunartökur flóknari, erfiðari og hafa í för með sér afleiðingar, bæði góðar og slæmar.  Í nútíma samfélagi þar sem nálægðin er mikil í formi internetsins þarf að velta mikið fyrir sér hvaða ákvarðanir eru teknar því í dag getur verið dýrt að gera mistök. Það getur t.d haft í för með sér slæmar afleiðingar ef veraldarvefurinn er notaður á óábyrgan hátt eins og t.d í einelti. Ljótar og leiðinlegar myndir festast og það sem við skrifum eða birtum á netinu verður þar áfram þannig að þegar þið eruð komin á minn aldur gæti það ennþá verið fast við ykkur sem þið gerðuð tuttugu og fimm árum áður. Einhverstaðar segir að með miklum krafti fylgir mikil árbygð og það á svo sannarlega við um veraldarvefinn og því gott að hafa í huga að hugsa áður en fræmkvæmt er þar.

Ég hef svo oft staðið sjálfan mig að því að velta fyrir mér tilgangi lífsins. Af hverju er ég hér og hvaða hlutverki gegni ég. Oftast kemst ég að þeirri niðurstöðu að mitt hlutverk hér er að láta gott af mér leiða, koma mér og mínum á framfæri, huga vel að ungunum mínum og síðast en alls ekki síst að halda áfram að þróast og þroskast í rétta átt. Það er klárt mál að við gerum öll mistök sem í eðli sínu geta verið misstór og missmá.  Ég lít á mistökin sem ég hef gert sem þroskaferli, ég geri mistök og læri af þeim. Það tók reyndar eilífðar tíma að fatta þetta og ég þurfti að labba á ótal veggi áður en ég áttaði mig á því að ef maður viðurkennir ekki mistök sín eða áttar sig á ekki á þeim þá lærir maður ekki af þeim og er því alltaf að labba á sömu veggina.

BF Höfn 2014_8Fyrir allnokkrum árum síðan var ég að flytja úr Grindavík í Reykjavík. Ég vildi breyta til því mér fannst lífið hjá mér standa í stað. Þegar að ég var að spá í vinnu í Reykjavík var það eina sem ég hugsaði um að finna vinnu sem að hentaði fótboltanum því fótbolti var það eina sem skipti máli hjá mér. Það varð úr að ég réði mig í vinnu á hjúkrunarheimili aldraðra. Mig kveið mikið fyrir að byrja í nýja starfinu vegna þess að það fylgdi þessu starfi meðal annars að hjálpa öldruðum á klósettið og það leist mér ekkert alltof vel á í fyrstu. En eftir að hafa verið í þessu starfi í skamman tíma fór ég að átta mig á því hvað ég var heppinn að vera þarna. Ég kynntist frábæru fólku sem var uppfullt af visku. Ég lærði svo ótrúlega mikið af fólki sem hafði verið uppi á tímum bæði fyrri og seinni heimstyrjaldarinnar. Þetta fólk upplifði alvöru heimskreppu og ég spjallaði jafnvel við fólk sem hafði búið í torfhúsum. Þarna upplifði ég svo mikið þakklæti fyrir það eitt að geta aðstoðað við grunnþarfir lífsins. Ég lærði kurteisi uppá nýtt og sá hvað eitt lítið bros getur breytt miklu. Það voru forréttindi að vinna starf sem er svona gefandi og lærdómsríkt og það væri öllu ungu fólki holt að fara og gefa sér tíma með þessum öldnu vitringum sem geta kennt okkur sitthvað um lífið.

Ef að maður í dag sökkvir sér í fréttamiðla í einhverja stund kemst maður ekki hjá því að kynnast mannvonsku í einhverri mynd. Oftar en ekki eru fréttir af manndrápum, nauðgunum og fréttir af réttarsal undirheimanna þar sem villimennska og allt það sem illska stendur fyrir ræður ríkjum. Níunda apríl 1989 þegar að ég fermdist voru þessar fréttir yfirleitt tengdar erlendum glæpasamtökum eða atburðum sem áttu sér stað víðsfjarri Íslandi. Nú í dag 25 árum seinna finnst mér þetta standa okkur nær. Menn svífast einskíns og í dag erum við því miður ekki alveg óhult og örugg á Íslandinu góða. Það er því gríðarlega mikilvægt að það sé í gangi starf í samfélaginu sem stuðlar að heilbrigðum lífsstíl og að það séu spennandi möguleikar fyrir ungt fólk sem á eftir að kynnast freistingum sem dregið getur okkur á villigötur.

BF Höfn 2014_5Þar sem ég starfa sem yfirþjálfari Sindra get ég sagt að þar er lögð gríðarleg áhersla á það að okkar krakkar og unglingar kynnist því og læri að tileinka sér lífstíl sem getur orðið góður grunnur út í lífið. Hluti af því er að geta sagt nei og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Ekki bara fljóta með og segja já til að vera eins og aðrir. Það er einmitt það sem heillar mig við þennan hóp sem hér situr í dag að þau eru að velja aðra leið eftir vel athugað mál og taka ákvörðun sem er ekki eingöngu tekin til þess að fylgja fjöldanum. Það er akkurat þessi hugsun sem þarf að fylgja ykkur í lífinu. Mótið ykkur skoðun sem stuðla að ykkar lífsgildum og eru heiðarleg og með réttsýni að leiðarljósi og hafið svo kjark í að standa með þeirri skoðun.

Að lokum vil ég fara með ljóð sem er miklu uppáhaldi hjá mér eftir meistara Einar Benediktsson

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.

Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.

Megið þið eiga frábæran dag með fjölskyldum ykkar.

Takk fyrir,

Óli Stefán Flóventsson yfirþjálfari knattspyrnudeildar Sindra

BF 2014

Kristín TómasdóttirRæða sem Kristín Tómasdóttir rithöfundur flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Háskólabíói 6. apríl 2014.

Kæru fermingabörn – innilega til hamingju með daginn

Mér er hér falið ótrúlega mikilvægt hlutverk sem ég ber mikla virðingu fyrir og langar til þess að sinna vandlega og vel.

Raunar svo vel að ég byrjaði að rita þessi orð fyrir tveimur vikum síðan en eftir því sem styttist í athöfnina varð textinn minn stöðugt þynnri, verri og innihaldslausari.

Mig langaði svo til þess að skilja eftir hjá ykkur orð sem myndu breyta og bæta. Orð sem myndu hafa jákvæð áhrif á framtíð ykkar, koma í veg fyrir að þið munið einhverntíman reykja, drekka eða dópa. Mig langaði til þess að auka víðsýni ykkar og umburðarlyndi auk þess sem það myndi setja punktinn yfir i-ið ef sjálfsmynd ykkar yrði jákvæðari og þið hefðuð öðlast aukið sjálfstraust eftir þessa 6-8 mínútna ræðu.

Sjálf fermdist ég borgaralega árið 1997. Ég man ekki hver það var sem hélt sambærilega ræðu í minni fermingu og með fullri virðingu, man ég ekkert hvað viðkomandi sagði né hafði það stórbrotin áhrif á framtíð mína. Sem jók enn á kvíða minn yfir því mikla verkefni sem mér var falið hér í dag.

En þegar ég lít tilbaka um fimmtán ár þá man ég, mjög vel, að henni sem hér stendur datt ekki í hug:

 • Að hún myndi ná samræmduprófunum. Það hvarflaði ekki að henni.
 • Né að hún gæti lært að hafa stjórn á skapi sínu.
 • Að hún gæti lært að tala ensku.
 • Að hún myndi einhverntímann eignast kærasta.
 • Að hún myndi síðar læra að fíla foreldra sína.
 • Að hún gæti orðið sátt við líkama sinn.
 • Að hún gæti ræktað farsæl vináttusambönd við vinkonur sínar.
 • Að hún gæti eignast nægilega mikið af peningum til þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim.
 • Að hún gæti hlaupið maraþon (sem hún hefur reyndar ekki gert, en hefur þó fulla trú á)
 • Að hún gæti skrifað bók.
 • Að einhver gæti litið upp til hennar.
 • Né að hún gæti orðið raunverulega hamingjusöm.

Hvað hefði viðkomandi átt að segja við mig og fermingasystkini mín árið 1997? Ég veit það ekki enn!

BF 2014En ég veit að mig langaði líka til þess að vera hnyttin í dag og fá ykkur öll til þess að hlæja. Í því samhengi vænti ég þess að ég gæti gert eitthvað í svipuðum dúr og Saga vinkona mín. Ég gerði s.s. þá kröfu til mín að ræðan ætti að vera jafn fyndin og ef uppistandarinn og leikkonan Saga Garðarsdóttir  sem skrifaði áramótaskaupið og var kosin fyndnasta kona landsins hefði skrifað hana. Ræðan mín mátti ekki vera grammi minna  fyndin en áramótaskaup allra landsmanna.

Þegar hér var komið við sögu var ég farin að velta fyrir mér video-innslögum. Ég vildi brjóta upp þunnildin sem ég hafði skrifað um mannréttindi og pólitíska réttsýni með grínvídeóum og fermingamyndum af sjálfri mér. Því styttra sem var í verkefnið því flóknara í vöfum hafði það orðið í mínum huga. Og í ofanálag hafði ég enga trú á því að ég gæti gert allt það sem ég ætlaði mér hér í dag.

Og þar kem ég að kjarna málsins. Ég setti mér óraunhæfar kröfur um leið og ég var hrædd um að mér myndi mistakast. Dauðadæmd blanda.

Sennilega næ ég ekki hlustun ykkar allra, eðlilega eruð þið að velta vöngum yfir þessum stóra degi í lífi ykkar, gjöfunum og veislunni. En mögulega næ ég til einhverja og mögulega skil ég eitthvað eftir mig hjá nokkrum. Það er mitt nýja markmið og það sem mig langar til þess að skilja eftir mig er:

1. Ekki setja óraunhæfar kröfur,  hvorki á ykkur né aðra. Og hvað á ég við með því? Leyfum okkur að að vera eins og við erum, gera það sem við erum fær um, vera stundum leiðinleg og stundum skemmtileg. Stundum sæt og stundum ljót.

Youtube-ið ykkur! Þetta er frasi sem ég lærði í gær, sem þýðir: “Þú ert að horfa á leiðinlegt myndband en þú horfir aðeins lengra. Þú gefur því sjens.”

Eins og þið gefið Youtube myndböndum tveggja mínútna sjens. Gefið ykkur og öðrum, gefið öllum – youtube sjens. Líkt og leiðinlega myndbandið getur komið að óvart þegar fer að líða undir lok þess, leyfið ykkur sjálfum og öðrum að koma ykkur að óvart.

Jafnframt

2. Ekki brjóta ykkur niður fyrir  mistök- og skoðiði “gerði ég mitt besta?” eða get ég mögulega gert betur?”  lærið þannig að mistökunum.

Síðan 1997 hef ég lært sitthvað en ég held að eitt af því sem hefur skilað mér mestu er að ég hef lært að gera mistök. Mistökin hafa fært mér trúnna á sjálfa mig.

Ég þurfti að rífast mörgum sinnum við foreldra mína áður en ég fór að fíla þau. Ég féll í mörgum prófum áður en ég fann námstækni sem hentaði mér og ég varð student. Ég þurfti að eignast nokkra kærasta áður en ég fann þann eina rétta. Og ég er enn að æfa fyrir maraþonið. Vitið þó til, ég er full eldmóðs og ekki í nokkrum vafa um að ég muni fara það.

Sem sagt, ég þurfti að gera mistök. Mörg mistök og ekkert sem ræðumaðurinn frá 1997 hefði getað breytt.

Mögulega hefði hann þó getað haft áhrif á foreldra mína. Ég ætla því að láta slag standa og biðja ykkur um eitt. Kæru foreldrar, leyfði þessum flottu unglingum, komandi kynslóð – að gera mistök.

Nú er komið að lokum og ég vona að ætlunarverk mitt um að breyta lífi ykkar allra hafi tekist en það verður tíminn að leiða í ljóst og mögulega skýrist það þegar eitthvert ykkar heldur ræðu hér eftir 15 ár.

Um leið og ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn þá langar mig að minna ykkur á að. Þið eruð öll frábær, hvert og eitt ykkar er einastakt og öll hafið þið eitthvað fram að færa.

En jafnframt að það er engin fullkominn og það er fullkomlega eins og það á að vera.

Síða 1 af 9123456789

Login