Category: Ræður

Að standa fyrir fólkið

Siðmennt Þingsetning 8 september 2015

Nanna Hlín Halldórsdóttir doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 8. september 2015 sem hún nefnir: „Að standa fyrir fólkið“. Að þessu sinni mættu níu þingmenn frá fjórum þingflokkum.

Nanna Hlín er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti.

Lesa áfram ...

Ávarp fermingarbarns (Akureyri) – Elísabet Kristjánsdóttir

Elísabet Kristjánsdóttir

Elísabet Kristjánsdóttir

Ræða flutt við borgaralega fermingu í Hofi á Akureyri 30. maí 2015.

Komið þið sæl ég heiti Elísabet Kristjánsdóttir og er fædd á vörutalningardaginn 2. janúar árið 2001.  Vörutalningin sem foreldrar mínir lentu í þann daginn byrjaði í einum og endaði í einum. Og þó ég hafi fengið að njóta mín ein sem eftirlæti foreldra minna í 2 ár þá átti mikið eftir að breytast. Ég fékk litla systir nánast í tveggja ára afmælisgjöf og í dag þá á ég sjö systkyni, allavega síðast þegar ég taldi.

Ég er nefninlega í svona nútímafjölskyldu, hún samanstendur af; tveimur heimilum, hjá mömmu og fósturpabba þar sem alsystir mín býr líka ásamt tveimur hálfsystkinum. Og síðan hjá pabba og fósturmömmu en þar búa svo tvö fóstursystkin og tvær hálfsystur.

Ég er frá Akureyri, svona að mestu. Ég fæddist að vísu  á úlivoll spítalanum í Osló. flutti  til Reykjarvíkur eins árs gömul og byrjaði þá í mínum fyrsta leikskóla sem hét Korpukot en ég man voða lítið eftir þeim stað. Ég prófaði einnig  leikskóla á Stórutjörnum og á Akureyri.  Ég get því kallað mig heimsborgarbarn, borgarbarn, bæjarbarn og sveitarbarn. En ég get líka bara kallað mig, Elísabet.

Lesa áfram ...

Borgaraleg ferming 2015 á Akureyri – ræða

Hof - mynd fengin að láni frá www.menningarhus.is

Ræða sem Sigrún Stefánsdóttir forseti hug- og félagsvísindasviðs HA flutti við borgaralega fermingu í Hofi á Akureyri 30. maí 2015.

Sá á kvölina sem á völina

Kæru vinir.

Sigrún StefánsdóttirÞetta er stór dagur fyrir ykkur og hann er líka stór fyrir mig. Þetta er nefnilega í fyrsta skipti sem ég er viðstödd borgaralega fermingu. Mér þykir þetta falleg athöfn og fallegur hópur, sem situr hér fyrir framan mig á fyrsta bekk.

Mér þykir gaman að tala við börn og unglinga. Ég reyni að umgangast þennan aldurshóp eins mikið og ég get. Og niðurstaða mín er sú að mér þykja börn skemmtilegust á árunum 2-6 ára því þá eru þau að uppgötva heiminn og svo aftur þegar þau eru á aldrinum 12-16 ára því þá eru þau að uppgötva sjálf sig – þá eru þau farin að spyrja spurninga um lífið og tilveruna – um framtíðina og farin að þurfa að velja og hafna. Þar eruð þið einmitt stödd.

Stundum er talað um að þegar maður fermist sé verið að taka þann sama í tölu fullorðinna – ég er svolítið ósátt við þetta viðhorf sem má misskilja. – Maður er ekki barn einn daginn og fullorðinn næsta dag. Það er betra að líta á þessi tímamót sem áfanga í þroskaferli en ekki einhvers konar stökkbreytingu úr barni í fullorðinn einstakling. Þetta er ekkert hókus pókus – nú er ég fullorðinn og má allt. Það er alls ekki þannig.

Þið eruð á þeim stað í lífinu þar sem þið viljið prófa ykkur áfram og fá að ákveða sjálf hvaða leiðir þið farið. Það er eðlilegt.

Og það er einmitt þetta með valið – val um leiðir sem mig langar til að tala um. Og þess vegna kalla ég þessa litlu tölu mína – Sá á kvölina sem á völina

Lesa áfram ...

Borgaraleg ferming 2015 í Kópavogi – ræða

BF-Salnum-2015

Ræða sem Bryndís Björgvinsdóttir flutti við borgaralega fermingu í Salnum í Kópavogi 26. apríl 2015.

Bryndís Björgvinsdóttir

Kæru fermingarbörn 2015 og aðstandendur þeirra – komið þið sæl og til hamingju með daginn.

Tveir ungir fiskar eru að synda saman. Til móts við þá syndir eldri fiskur og rétt áður en hann syndir fram hjá ungu fiskunum segir hann góðlátlega: Góðan daginn! Hvernig er vatnið? Ungu fiskarnir tveir svara engu. Þeir synda áfram um stund þar til annar þeirra rýfur þögnina og spyr hinn: Hvað er eiginlega … vatn?

Þessi saga um fiskana er brandari. En hún er líka dæmisaga (já, þið komist ekki undan því að heyra dæmisögur – þótt þið séuð ekki í kirkju!) Hvað er vatn? spyr fiskur sem lifir og hrærist í vatni – daginn út og inn – og getur í raun og veru ekki lifað án þess. En hvaða boðskap hefur brandarinn að geyma? Hvað er vatn?

Hér kemur annar brandari eða önnur dæmisaga: Tveir menn ræða saman um trúmál. Annar trúir á guð en hinn ekki. Sá sem trúir ekki á guð segir: Sjáðu nú til, um daginn var ég uppi á Grænlandsjökli í brjáluðu veðri. Ég villtist og var að krókna úr kulda. Þannig að ég prófaðibiðja til guðs, og sagði: Ó guð, ef þú ert til, viltu þá hjálpa mér núna – annars mun ég deyja?“ En það auðvitað ekki.“ Trúaði maðurinn glottir við tönn og segir: „En bíddu nú við. Þú ert hér, er það ekki? Þér var greinilega bjargað! Guð hefur bjargað þér! Sá sem trúir ekki ranghvolfir þá augunum og svarar: Nei, guð bjargaði mér ekki. Tveir Iníútar komu að mér og báru mig til byggða.

Ég er ekki að segja ykkur þessa sögu til að sannfæra ykkur hér og nú, um að guð sé til – eða alls ekki. Þessi saga sannar í raun ekkert nema eftirfarandi: Oftar en ekki má skoða hlutina út frá nokkrum sjónarhornum. Þannig geta tvær manneskjur upplifað sama atburðinn út frá tveimur mismunandi og jafnvel gjörólíkum sjónarhornum – enda er upplifunin okkar af heiminum allskonar, og sjónarhorn hvers og eins er ekki hægt að mæla eða vega eða meta eins og um skónúmer eða kílófjölda sé að ræða. Það eina sem við getum gert, er að reyna að tileinka okkur ákveðið sjónarhorn á umhverfi okkar og samfélag – og reyna að hugsa um það. Og huga að því hvernig við hugsum.

Þannig getum við farið út í búð á háannatíma, af því að ískápurinn okkar er tómur. Við finnum ekkert bílastæði nálægt búðinni – því þau eru öll upptekin – og endum á að þurfa að leggja lengst í burtu og labba heila fimmtíu metra í hálku og norðanátt. Þegar inn í búðina er komið, finnst okkur fólkið þar inni vera of hávært og ungbörnin gráta óþarflega frekjulega. Einhver kona grípur síðasta pakkann af Toffy Pops eða bláu Dorritos – akkúrat því sem okkur hafði hlakkað mest til að kaupa. Einver kall rekst í okkur með kerrunni sinni og æðir svo fram úr okkur til að komast á undan okkur í röðina. Þegar það kemur loksins að okkur býður kassadaman okkur góðan daginn með röddu sem er jafn tilfinningalaus og hraðbanki. Og kona sem hún hafði verið að afgreiða á undan okkur, treður sér aftur að kassanum, með kassakvittunina á lofti til að gera athugasemd spyrja hvort kassadaman hafi nokkuð stimplað eitthvað vitlaust inn því talan á strimlinum er ekki rétt miðað við verðmerkingarnar í hillunni. Þetta tefur okkur ferlega. Það sýður á okkur þegar kassadaman lætur okkur bíða á meðan hún rannsakar strimilinn með konunni. Síðan berum við þunga pokana út í bíl. Og stuttu síðar kemur í ljós að umferðin heim hefur þyngst á meðan við vorum í búðinni. Svo ekki sé minnst á allar holurnar í veginum – sem tefja fyrir okkur líka – og vegagerðin átti að laga síðasta sumar.

BF-Salnum-2015Það kannast allir við svona búðarferð. En ef við hugsum betur út í hana – þá sjáum við að hún lýsir ákveðnu sjónarhorni á heiminn, sem er okkur svo tamt: hvernig við upplifum stundum skólann, vinnustaðinn, almannarýmið, annað fólk. Á þennan sjálfhvera hátt, þar sem við erum miðpunkturinn og annað fólk er beinlínis fyrir okkur: Okkur langar að fá eitt af bílastæðunum sem eru næst búðinni. Okkur langar að kaupa síðasta pakkann af Toffey Pops eða Dorritos. Okkur langar að fá skjóta þjónustu. Okkur langar að kassadaman leggi sig fram um að heilsa okkur almennilega. Okkur langar lenda ekki á rauðu ljósi.

Manneskjan er því miður þeim ókosti gædd, að hún getur ekkert vitað – og ekkert upplifað – nema í gegnum höfuðið á sjálfri sér. Hún getur ekki vitað eða skilið hvað aðrir eru að hugsa eða hvernig þeim líður nema þeir beinlínis stafi það ofan í hana. Sem tengist því, að örugglega allir hérna inni hafa einhvertímann velt fyrir sér, hvort þeir séu kannski hugsanlega mögulegamiðpunktur alheimsins! Hvort að þeir séu kannski þeir einu sem raunverulega eru til. Og aðrir séu þá einskonar vélmenni sem hafa það hlutverk eitt, að blekkja okkur til láta okkur líða eins og við séum ekki ein. Til að láta okkur líða eins og við séum í samfélagi – þegar við er í raun og veru alein og þau einu sem finnum til. Og allt snýst því í raun um okkur. Því við erum þau einu sem lifum. Og hugsum.

Þannig eigum við það til – öll hérna inni – bara sem manneskjur – að vera sífellt með hugann við það sem á sér stað inni í höfðinu okkar. Í stað þess veita því athygli sem er að gerast fyrir utan okkur – í kringum okkur. Í höfðinu á öllum hinum.

Endurtökum búðarferðina – en út frá öðru sjónarhorni. Nú skulum við líta sem svo á að umferðarþunginn, raðirnar í búðinni, og allt fólkið í kringum okkur gefi okkur tækifæri á hugsa. Og taka eftir. Taka eftir umhverfinu í kringum okkur. Konan sem gerir athugasemd við verðlagið á strimlinum virðist vera stressuð. Kannski var hún að klára síðasta aurinn sinn. Kannski vissi hún, að hún ætti rétt nóg fyrir akkúrat þessum innkaupum, og vill því fá að vita hvort hún hafi misreiknað sig eða hvort vörurnar hafi í raun og veru verið vitlaust verðmerktar. Kannski má hún alls ekki við því að fara „yfir“ á debetkortinu sínu – eins og sagt er, og fá rukkun – ofan á alla hina reikningana. Og kannski á maðurinn sem rakst í okkur, og tróðst fram úr okkur að röðinni, barn sem er eitt heima og er bara fimm ára og með ælupest. Kannski er kassadaman við það að klára níu tíma vakt, við að afgreiða fólk eins og þig, og bara getur ekki sagt „góðan daginn“ á innilegri hátt – en hún bauð þó góðan daginn. Og hverju svaraðir þú?

Það þarf samt ekki að vera, að svona sé baksaga þessa fólks – en það er samt ekki ólíklegt heldur.

Eins gæti kennarinn sem var fúll í stærðfræði í dag, hafa verið andvaka í alla nótt því maki hans tilkynnti honum kvöldið áður að hann vildi skilnað. Eða af því að hann er alltaf með bakverk, en getur bara ekki hugsað sér að liggja kyrr heima því nemendurnir mega ekki við því að missa af fleiri stærðfræðitímum eigi þeim að ganga vel í prófunum í vor. Og eins á hver og einn nemandi í öllum skólanumsína sögu, og er áhugaverður á sinn hátt höfum við tekið eftir öllum í árganginum? Eða tökum við bara eftir sumum? Alltaf þeim sömu?

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, sem skrifaði meðal annars bókina um Jón Odd og Jón Bjarna, sagði í útvarpinu um daginn að hún hafi skrifað á þriðja tug barnabóka meðal annars vegna þess að hún tekur vel eftir umhverfi sínu; hún fylgist vel með fólki, fuglunum í trjánum og hvernig fjöllin í kringum hana eru á litin. 

Sigurður Eggertsson, fyrrverandi handboltakappi, sagði um daginn að það væri vissulega erfitt að keyra um götur bæjarins, þar sem þær væru allar morandi í holum. En að honum þætti það gefa bíltúrunum sjarmerandi blæ – þar sem hann horfir þá meira í kringum sig, betur á veginn, tekur eftir umhverfinu og er á staðnum. Ekki lengur svefngengill á færibandi gatnakerfisins, tómur til augnanna, fljótandi með straumnum, sagði hann. Mér þykir líka einhver sveitarómantík í þessu, hélt hann svo áfram umhverfið minnir á sig og maður upplifir sig meira eins og þátttakanda í heiminum.

Eitt skýrasta dæmi um mikilvægi þess að taka eftir umhverfinu er sagan af Evu Röver. Eva er sextán ára nemenda í Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Hún kom að björgun tveggja drengja úr Læknum þar í bæ. Hún þekkti þá ekki neitt, en hún var á gangi þegar hún verður vör við óvenjulega hegðun fólks við stífluna og ákveður – án þess að hugsa sig tvisvar um – að leggja lykkju á leið sína til að athuga hvað sé á seyði. Í kjölfarið leikur hún stórt hlutverk í björgun drengjanna og kemur þannig beint að þeirri staðreynd að báðir eru þeir á lífi í dag.

Spurning eldri fisksins: Hvernig er vatnið? er spurning sem varðar okkur öll. Því það er samfélagslegt hagsmunamál okkar allra að fylgjast með vatninu. Og að vatnið sé gott. Og eins og fiskarnir í sögunni, erum við öll í sama vatninu.

En hvað er vatn?

Vatnið er hversdagurinn, umhverfið og samfélagið í kring. Þetta sem stendur okkur svo nærri en við tökum samt svo sjaldan eftir. Náttúran og loftið. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt en um leið tökum við því sem sjálfsögðum hluti og horfum iðulega beint í gegnum það – oft til að reyna að eygja eitthvað annað, meira spennandi. Og það er ekki nóg með það, að vatn sé allt í kringum okkur – því sjálf erum við auðvitað vatn líka. 70% vatn, ef einhver vill fjarlæga sig dæmisögunni og líta frekar til líffræðinnar.

Dagurinn í dag er dagur sem flest ykkar eiga eftir að muna um aldur og ævi. Ykkur á líklegast eftir að ráma eitthvað í athöfnina í dag seinna meir – en líklegast eigið þið eftir að muna enn betur eftir veislunni framundan. Og takið endilega vel eftir henni og lítið í kringum ykkur. Takið ekki bara eftir fötunum sem þið sjálf eruð í – takið líka eftir fötum allra hinna. Og sið hvað allir eru fínir í dag! Búnir að fara í bað og hafa sig til. Eru blóm í veislunni? Hvaða blóm – og hvernig er þeim raðað saman? Hver raðaði þeim saman á svona mikilfenglegan hátt? Hver fór og sótti þau og settu þau akkúrat þarna? Hvað er svo á boðstólnum? Hvernig eru kökurnar skreyttar? Hver lagði á sig alla þessa handavinnu – að skreyta kökurnar svona fagurlega? Hvernig borðar fólk í kringum ykkur – jafnvel þeir sem ruddust fram fyrir ykkur bara til að ná síðustu sneiðinni af bestu kökunni? Eru þeir þá að borða kökuna græðgislega eða hægt og rólega og njóta hvers bita? Hversu margir hafa eiginlega lagt hönd á plóg til að gera þennan dag góðan og eftirminnilegan? Það er rosalega mikið af fólki, sem kemur að einni svona veislu – svona þegar maður pælir í því.

Og í þessu fólki, og þessum kökum og mat og drykkjum og blómum – og holunum í veginum á leiðinni heim – er ansi mikið vatn.

Af því að þið eruð vatn.
Og þetta allt er vatn.

Takk fyrir.

Ræðan er að hluta til unnin út frá ræðu sem bandaríski rithöfundurinn David Foster Wallace (1962-2008) hélt við Kenyon College 21. maí 2005

Bryndís Björgvinsdóttir

Borgaraleg ferming 2015 í Reykjanesbæ – ræða

Jónas Sigurðsson

Ræða sem Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður, flutti við borgaralega fermingu í Reykjanesbæ 18. apríl 2015.

Jónas SigurðssonKæru fermingarbörn, foreldrar, forráðamenn og systkini, afar og ömmur, langömmur, langafar og aðrir gestir.

Takk fyrir að sýna mér þann heiður að fá að tala fyrir ykkur í dag.

Þið eruð svo falleg krakkar og flott.  Til hamingju með þennan merkilega áfanga.  Þetta er stór dagur í lífi ykkar allra.   Fermingardagurinn sjálfur.   Þetta er dagur sem þið eigið líklega eftir að muna alla ævina.  Það hljómar kannski ekki svo merkilega í dag en ég get sagt ykkur að þeir verða merkilegri og merkilegri með hverju árinu sem líður, þessi sérstöku dagar í lífi okkar.   Fermingin er einn af þessum stóru viðburðum sem maður bíður eftir árum saman.

Ég man hversu lengi ég beið eftir minni fermingu.  Ég man þegar ég var 10 ára og hugsaði,  “eftir 4 ár fermist ég”.  Það hefðu alveg eins getað verið tíu þúsund ár.  Ég man svo þegar það var bara eitt ár í ferminguna mína.  Það var alveg ótrúlega langur tími.  Þegar maður er 12-13 ára er eitt ár eins og heil eilífð.  Þegar maður er 40 ára er finnst manni eitt ár svona eins og jólafríið er hjá ykkur krökkunum.   Mér skilst að þegar maður er orðinn svona 80 ára þá er eitt ár svona eins og einn þáttur af Modern Family.   

Lesa áfram ...

Borgaraleg ferming 2015 í Reykjavík – ræða

Sævar Helgi Bragason

Ræða sem Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands, flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Háskólabíói  12. apríl 2015.

Heil og sæl öllsömul!

Sævar Helgi BragasonTil hamingju með daginn!

Það er mér sönn ánægja að vera treyst til að ávarpa ykkur í dag.

Um hvað talar maður eiginlega á svona degi og fyrir framan svona glæsilegan hóp?

Mig langar mest af öllu til að segja ykkur frá magnaðasta stað sem ég veit um, alheiminum, en þá getur verið erfitt að stoppa mig og við gætum verið hér þangað til í næstu viku — sem byrjar reyndar bara á morgun. Það er víst ekki nægur tími til þess.

Talandi um tíma. Kannski ætti ég að segja ykkur frá því af hverju tíminn líður hægar nálægt svartholum og af hverju þið yrðuð eins og spaghettí ef þið félluð ofan í svarthol? Kannski ætti ég að segja ykkur frá stað þar sem sólin skín aldrei? Nei, það má alveg misskilja hvar sá staður er. Sá staður sem ég er með í huga er annars á tunglinu.

Ef til vill datt einhverjum í hug staður á líkama okkar. Já, líkaminn. Kannski ætti ég að segja frá fallegustu staðreynd sem ég veit um: Þá staðreynd að öll frumefnin í líkömum okkar — járnið í blóðinu, kolefnið í vöðvunum og kalsíumið í beinunum —  urðu til þegar stærstu stjörnurnar í alheiminum sprungu og dreifðu innyflum sínum um geiminn, svo að nýjar stjörnur, eins og sólin okkar og Jörðin og lífið, gátu fæðst úr öskustónni. Þið eruð bókstaflega stjörnuryk! Eiginlega mætti segja að þið séuð ruslið í alheiminum. Og ég meina það alls ekki á neikvæðan hátt. Við öll, lífið á Jörðinni, erum nefnilega ótrúlega merkilegt rusl: Gáfaðar leifar sprunginna stjarna sem velta eigin uppruna og örlögum fyrir sér! Finnst ykkur það ekki merkilegt?

Lesa áfram ...

Ávarp flutt í Laugarneskirkju 1. mars 2015 á samkomu um trúfrelsi

Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson, nýkjörinn formaður Siðmenntar, flutti eftirfarandi ávarp í Laugarneskirkju 1. mars 2015 á samkomu um trúfrelsi.

Í Oxford yfirlýsingunni um hugsana og tjáningarfrelsi sem alþjóðasamtök húmanista (International Humanist and Ethical Union) gaf út eftir heimsþingið 2014 segir meðal annars:

Lesa áfram ...

Skýrsla formanns 26. febrúar 2015

Aðalfundur_Hope_ræða

Aðalfundur_Hope_ræða

Til hamingju með 25 ára afmæli Siðmenntar! Siðmennt vex mjög hratt! Vorið 2013 áður en við fengum skráningu sem lífsskoðunarfélag voru 300 manns í félaginu og nú eru félagarnir orðnir 1200! Þetta er mikill vöxtur og sýnir að í samfélaginu hefur verið þörf á fleiri valkostum en eingöngu trúfélögum. Fólk leitar til Siðmenntar fyrst og fremst til að nýta sér þjónustu okkar. Árið 2014 var Siðmennt með 114 veraldlegar athafnir (nafngjöf, giftingar og útför) sem var 44% aukning frá árinu á undan. Einnig var 40% fjölgun í borgaralegri fermingu. Fermingarathafnir okkar í fyrra voru 9 talsins, þar af tvær á nýjum stöðum, á Flúðum og á Höfn. Nú í vor eru bæði námskeið og athöfn á nýjum stað: Reykjanesbæ. Annað ár í röð eru fermingarbörnin rúmlega 300.

Við erum með miklu fleiri verkefni en nokkru sinni fyrr, erum orðin miklu þekktari, erum að gera mjög marga góða hluti en við erum enn umdeild sem er í sjálfu sér bara fínt! Sem málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar reynum við að nýta sem flest tækifæri til að vekja athygli á trúfrelsismálum, siðferðismálum og mannréttindum.

 

Lesa áfram ...

Jólahugvekja 2014: „Ég geld ekki rangt með röngu”

Hugvekja Siðmenntar Xið 2014

Hugvekja á útvarpsstöðinni X 97,7, 24. desember 2014

Jóhann Björnsson:

Jóhann BjörnssonÉg geld ekki rangt með röngu.”

Ég geld ekki rangt með röngu” eru orð sem höfð eru eftir forngríska heimspekingnum Sókratesi sem uppi var fjögur hundruð árum fyrir okkar tímatal. Sókrates er án efa einn þekktasti og áhrifamesti heimspekingur sögunnar. Hann stundaði heimspeki á götum Aþenuborgar í formi heimspekilegra samræðna við borgarana. Hvað er ást? Hvað er fegurð? Hvað er réttlæti? eru dæmi um spurningar sem bar á góma í þessum samræðum. Sókrates taldi sig ekki vera yfir aðra hafin, hann taldi sig ekki kenna öðrum neitt enda taldi hann að það eina sem hann vissi væri að hann vissi ekki neitt. Hann líkti hinsvegar starfi sínu við starf ljósmóðurinnar sem aðstoðar konur við að fæða börn. Sókrates aðstoðaði fólk við að fæða skilning og þekkingu með gagnrýnum og heimspekilegum spurningum. Með því að spyrja þarf að leita svara og í þeirri leit fæðist skilningur hjá þeim sem leitar.

Hugvekja Siðmenntar Xið 2014Ekki voru þó allir ángæðir með þessa heimspekiástundun Sókratesar og sannleiksleit hans varð honum dýrkeypt. Var hann af yfirvöldum talinn fara með hégóma og gera verri málstað að betri, spilla æskunni og trúa ekki á guðina.

Í ritinu Málsvörn Sókratesar segir svo um þetta:

Sókrates er brotlegur og fer með hégóma er hann brýtur heilann um þá hluti sem eru undir jörðinni og í loftinu, gerir verri málstað að betri og kennir öðrum að gera slíkt hið sama.

Fyrir þetta var hann dæmdur til dauða. Sókrates taldi sig saklausan af ákærum en ekki hvarflaði það að honum að gera minnstu tilraun til að víkja sér undan dómnum eftir að hann hafði verið kveðinn upp, jafnvel þó hann hafi haft tækifæri til þess að leggja á flótta. krates leit á sig sem heiðarlegan borgara og taldi það skyldu sína að hlýða lögunum þó ranglát væru.

Ég geld ekki rangt með röngu.

Sókrates þurfti að lýða vegna skorts á tjáningarfrelsi. Gagnrýnar spurningar hans og heimspekilegar samræður, samræður sem hafa það að markmiði að komast að því sem satt er og rétt, gott og fagurt þóttu ekki stjórnvöldum boðlegar á þeim tíma.

Þetta var fyrir 2500 árum. Enn í dag, árið 2014 er mannkynið að glíma við sama vanda og Sókrates glímdi við. Hugsana- og tjáningarfrelsi er víða skert með skelfilegum afleiðinum fyrir þá sem leggja í að tjá hugsanir sínar og skoðanir, spyrja gagnrýninna spurninga og leita sannleikans í samræðum.

Síðastliðið haust sótti ég alþjóðaþing siðrænna húmanista sem haldið var í Oxford á Englandi. Þátttakendur komu hvaðanæva að úr heiminum og var þema þingsins hugsana- og tjáningarfrelsi.

Fjöldi fyrirlesara deildi reynslu sinni af því að hugsa frjálst og tjá skoðanir sínar. Reynslusögurnar höfðu oftar en ekki að geyma skelfingu mikla þar sem margir höfðu sætt, pyntingum, fangelsunum, ofsóknum og jafnvel verið gerðir brottrækir frá heimahögum sínum fyrir það eitt að tjá hugsanir sínar og skoðanir.

Bara það eitt að spyrja gagnrýninna spurninga, bara það eitt að vilja varpa fram öðrum sjónarhornum, bara það eitt að eiga í samræðum

við aðra er víða nóg til þess að hljóta dóm og verða útskúfun og brottrekstri úr samfélaginu að bráð.

Þær reynslusögur sem ég hlýddi á kunna að vera íbúum Íslands framandi. Við teljum okkur geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að verða fangelsuð eða rekin af landi brott. En lærdóminn sem af þessu þarf að draga er sá að þessi réttur til að hugsa frjálst og tjá hug sinn er ekki sjálfsagður þó vissulega ætti hann að vera það. Réttindi sem fólk hefur er alltaf hægt að afnema. Það eru ekki bara stjórnvöld sem geta gert það heldur getur almenningur haft mikið um það að segja hversu gott og öruggt það er að hugsa frjálst, tjá hug sinn og fylgja sannfæringu sinni.

Við eigum að bera virðingu fyrir öllum manneskjum, en við eigum að vera ófeimin við að gagnrýna hugmyndir og skoðanir. Manneskja er eitt en skoðun hennar er annað. Þegar ég gagnrýni skoðun einhvers, hugmynd eða trú er ég ekki að vega að manneskjunni sem slíkri. Ég er þvert á móti að gera henni þann greiða að leyfa henni að sjá aðra hlið á málinu þannig að hún megi þroska og bæta skoðun sína, hugmynd eða trú. Ef skoðanir mínar, hugmyndir og trú eru gagnrýndar þá veit ég að þau sem gagnrýna, vilja að ég geri mér grein fyrir öðrum sjónarmiðum og í því felst ákveðin umhyggja. Þar býr að baki vilji til þess að ég móti mér skoðun að vandlega athuguðu máli þannig að hún megi reynast sem best.

Þetta var það sem Sókrates hafði í huga, að vandað sé til verka þegar skoðanir eru mótaðar.

Hér á landi er ekki allt með felldu þegar kemur að því að hugsa frjálst og tjá skoðanir og hugmyndir. Mikið vantar upp á að þroskuð samræða borgaranna eigi sér stað um erfið álitamál.

Fyrir skömmu hélt félagið Siðmennt málþing sem bar heitið Þurfum við að óttast Íslam? Markmiðið með málþinginu var að ræða umdeilt mál af yfirvegun þar sem allar hliðar væru undir í samræðunum án þess að gripið yrði til óheilinda, innistæðulausra upphrópana og ofbeldis. Markmiðið var efla skilning og þekkingu á málefninu. Gekk það að mörgu leyti vel. Það sem þó skyggði á annars gott málþing var að á meðal gesta voru einstaklingar sem ekki gátu unað því að aðrir væru á annarri skoðun en þeir sjálfir. Einstaklingar sem ekki höfðu hæfni til þess að spyrja yfirvegað gagnrýnninna spurninga og því síður rökrætt heiðarlega. Þess í stað var þeim sem á öðru máli voru óskað vistar í helvíti og þeim hótað öllu illu þannig að um mann fór hrollur. Mér varð hugsað til fyrirlesaranna á þinginu í Oxford, fórnarlamba ofbeldisins gegn frjálsi hugsun og tjáningu skoðana. Það eru þá til einstaklingar á Íslandi sem vilja færa okkur aftur á það stig ómenningarinnar þar sem fólki ber að halda sér saman ellegar hljóta verra af.

Við íbúar Íslands eigum það sameiginlegt með ýmsum afturhaldssömum ríkjum kúgunar og ofbeldis að hér á landi eru í gildi lög sem takmarka frjálsa tjáningu. Þetta eru lög um guðlast nr. 19. frá árinu 1940. Sá sem guðlastar getur átt yfir höfði sér sektargreiðslu eða fangelsisdóm.

Með lögum um guðlast er ekki verið að vernda einstaklinga, það er verið að vernda hugmyndir, kenningar og skoðanir sem í raun kunna að vera samfélagi okkar háskalegar. Hver sem lesið hefur Gamla testamenntið hefur án efa orðið var við hinn skapilla og ósanngjarna guð sem þar birtist sem hinn æðsti dómari á hverri síðu. Þar er hann tilbeðinn, guðinn sem bæði hatast út í konur og samkynhneigða. Sá sem t.d. lastar þann guð og þá trúarkenningu sem þar er getur átt yfir höfði sér að þurfa að dúsa í steininum samkvæmt íslenskum lögum.

Lög sem þessi eru aðeins ríkjandi í tæplega fjórðungi ríkja heimsins. Og það er sorglegra en tárum taki að engin ríkisstjórn hér á landi frá því að lögin voru sett, sama hvort þar sitji vinstriflokkar, hægriflokkar eða miðjuflokkar hafa sé ástæðu til að standa með tjáningarfrelsinu og afnema gin.

Að gagnrýna skoðanir og hugmyndir er gott. Það sem er verra er þegar ráðist er á persónu fólks. Þer all algengt hér á landi að logið sé upp á fólk til þess síðan að geta gagnrýnt hugmyndir þess og skoðanir. Þá er einhverjum gerðar upp skoðanir sem hann ekki hefur og skoðanirnar síðan gagnrýndar. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að klekkja á persónu viðkomandi. Þetta er gert í þeim tilvikum þar sem sá sem vill gagnrýna annan er kominn í þrot, fullur viljaleysis til að ræða málefnalega. Slæmt er þegar lyginni er ætlað það hlutverk að klekkja á fólki persónulega vegna þeirra skoðana sem það hefur.

Síðastliðið haust fékk ég símtal sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi. Nema hvað sá sem í mig hringdi spurði hvort ég hefði séð ummæli sem rituð höfðu verið um mig opinberlega á netinu. Þegar hér var komið sögu hafði ég ekki gert það. Þegar ég síðan sá umrædd ummæli kom í ljós að sá sem þau skrifaði var ósáttur við trúlausa lífsafstöðu mína sem fram hafði komið skömmu áður í viðtali í Morgunblaðinu. Tilefni viðtalsins var námskeið í trúarheimspeki sem ég var leiðbeinandi á og fjallaði um líf án trúarbragða. Í stað þess að gagnrýna lífsskoðun mína sem hefði verið vel þegið, ákvað þessi einstaklingur að vega að æru minni og starfsheiðri með ósannindi að vopni. Þar voru störf mín sem heimspekikennara í grunnskóla gerð torgtryggileg vegna persónulegra skoðana minna.

Í umræddri færslu sem birtist opinberlega sagði:

Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá námskeiði á vegum Siðmenntar sem fjallar um líf án trúarbragða. Kennarinn er leiðbeinandi í borgaralegri fermingarfræðslu. Hann kennir líka heimspeki í Réttarholtsskóla. Með fréttinni er mynd af skólanum og mynd af kennaranum þar sem ungmenni eru í bakgrunni. Kannski er hún tekin í skólanum.

Er nokkur hætta á því að undir formerkjum heimspekikennslu fari fram áróður á forsendum hagsmunaaðilans Siðmenntar, skráðs lífskoðanafélags? Ég spyr af því að ég hef heyrt af því frá krökkum í Réttó að Jóhann liggi ekki á skoðunum sínum.

Ég er auðvitað hlutdrægur því ég er í hinu liðinu en mér finnst þetta mikilvægt umræðuefni. Ég vil hvorki áróður frá kirkjupresti eða borgaralegum presti” í kennslutíma í skólum barnanna minna.

Það er vægast sagt dapurlegt að einstakingur sem starfar hjá stofnun hér á landi sem fylgir boðorðinu þú skalt ekki ljúga” skuli hafa lagst svo lágt að ljúga upp á mig og nemendur na. Við skulum ekki gleyma því að tjáningarfrelsinu fylgir mikil ábyrgð. Við berum ábyrgð á því sem við segjum. Vegna þeirrar ábyrgðar sem fylgir tjáningarfrelsinu voru ásakanir hans vitaskuld rannsakaðar af skólayfirvöldum og kom þá í ljós hið sanna. Viðkomandi fór fram með helber ósannindi í minn garð. Í niðurstöðu rannsóknarinnar á störfum mínum segir m.a. svo:

…er það niðurstaða … að ekki sé nein ástæða til að ætla að í heimspekitímum … fari fram eitthvað misjanfnt”.

Skólanum hafa aldrei borist neinar kvartanir eða vísbendingar af neinu tagi um að heimspekikennsla í skólanum samræmdist ekki aðalnámskrá, siðareglum kennara eða öðrum viðmiðum um skólastarf.”

Ég mun seint og líklega aldrei komast með tærnar þar sem Sókrates hafði hælana þegar kemur að heimspekiástundun með ungu fólki. Það er vissulega ánægjulegt að eiga þátt í því að heimspekiástundun í anda Sókratesar haldi áfram þar sem gagnrýnin hugsun, áleitnar spurningar og heiðarleg rökræða er í forgrunni. Þegar ég las fyrst um að Sókrates hafi verið dæmdur til dauða m.a. fyrir að spilla æskunni með heimspeki sinni hvarflaði ekki að mér að dag nokkurn þyrfti ég sjálfur að líða fyrir það að stunda heimspeki með ungu fólki. Það hvarflaði ekki að mér að á árinu 2014 væri svo illa komið fyrir einhverjum að beita ósannindum ekki ósvipuðum þeim sem Sókrates þurfti að þola fyrir 2500 árum.

Það eina sem ég get gert er að bregðast við í anda Sókratesar: Ég geld ekki rangt með röngu. Ef allir tækju sér þessi orð til fyrirmyndar og útfærðu þau víðar yrði samfélag okkar án efa betra. Ég geld ekki rangt með röngu, ég stel ekki frá þjófinum, ég myrði ekki morðingjann, ég beiti ofbeldismanninn ekki ofbeldi, ég lýg ekki upp á lygarann. Ég geld ekki rangt með röngu.

Ágætu hlustendur. Ég þakka kærlega fyrir það tækifæri að hafa fengið að ávarpa ykkur á þessari stundu. Fyrir hönd Siðmenntar og X-977 óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Verðum að gera betur – Upplýsingabyltingin og nútíminn

Huginn Freyr

Huginn Freyr Þorsteinsson, doktorsnemi í heimspeki, flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 9. september 2014 á Hótel Borg sem hann nefnir: Verðum að gera betur – Upplýsingabyltingin og nútíminn.

Huginn Freyr er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hann er með B.A gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í vísindaheimspeki og vísindasögu frá háskólanum í Bristol á Suðvestur Englandi. Huginn er einnig með M.Phil gráðu í vísindaheimspeki frá sama skóla og hefur ritað fjölda fræðigreina og greina um þjóðfélagsmál.

Ágætu þingmenn.

Huginn FreyrSú stefnuyfirlýsing húmanista sem Siðmennt sækir sinn boðskap og finna má á heimasíðu félagsins, er góður vitnisburður um jákvæð áhrif þeirrar stefnu í sögu mannsandans sem við kennum við upplýsingu. Áhersla á vísindi sem uppsprettu þekkingar, náttúrulegar skýringar, lýðræðislega ákvarðanatöku, lausn undan ótta og mikilvægi gagnrýni, trúarbragðafrelsi og rétt til einkalífs eru gildi sem varða stöðu okkar sem borgara í samfélagi manna og eru gildi sem okkur eiga að vera kær og liðsinna okkur í að bæta samfélag okkar.

Lesa áfram ...


Login