Ostur, trú og umburðarlyndi

  • Post Category:Greinar

Í Morgunblaðinu 23. febrúar s.l. svarar Gunnar Jóhannesson sóknarprestur grein minni frá 17. febrúar þar sem ég gagnrýni viðhorf biskups til trúlausra. Gunnar heldur því fram að guðlaus heimsskoðun geti ekki lagt okkur „siðferðislegar skyldur“ á herðar. Enn og aftur koma fram sorgleg vantrú á manngildi og fordómar gagnvart trúlausum. (meira…)

Biskup Íslands, trúleysi og kærleikur

  • Post Category:Greinar

Felst hætta í því að viðurkenna að það eitt að líta í augu barna okkar eða faðma ástvini geti fyllt okkur kærleika, án þess að trúa á fórnardauða og upprisu Jesú? Er náungakærleikurinn sprottinn úr jarðvegi trúar á guð, en trúleysi sálardeyðandi og mannskemmandi? Þetta virðist skoðun æðsta manns þjóðkirkjunnar, biskups Íslands. Samkvæmt honum er trú á Guð uppspretta alls hins besta í samfélaginu. Trúleysi hins vegar ógn við mannlegt samfélag og uppeldi barna , ávísun á helsi, hatur og dauða . Þetta eru skilaboð biskups til okkar sem höfum „úthýst“ Guði úr lífi okkar. Ég sé ástæðu til að gera athugasemdir við þennan boðskap og tel raunar að það ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir meðlimi stærsta trúarsafnaðar landsins hvernig leiðtoginn hefur hagað málflutningi sínum.

(meira…)

Hvers vegna þessi ofsi?

  • Post Category:Greinar

Það athyglisverðasta í umræðu undanfarinna vikna um trúboð og skólastarf eru ofsafengin viðbrögð nokkurra áhrifamanna innan Þjóðkirkjunnar. Efasemdir um ágæti þess að tengja saman starf skóla og kirkju hafa oft verið settar fram. Yfirmenn Þjóðkirkjunnar hafa ætíð brugðist ókvæða við þessum efasemdaröddum en nú keyrir um þverbak. Fólk sem vogar sér að íhuga hvort betur fari á að kennarar kenni trúarbragðafræði en að prestar séu með trúboð í opinberum skólum er úthrópað sem siðlausir föðurlandssvikarar. Biskupinn gengur svo langt að kalla Siðmennt ,,hatröm samtök” fyrir þetta eitt. Gífuryrðin létu heldur ekki á sér standa í grein Geirs Waage, sóknarprests og fyrrverandi formanns Prestafélags Íslands, sunnudaginn 16. desember þar sem hann bregst við stuttu áliti sem undirritaður skrifaði í 24 Stundir um trúboð og skólastarf 7. desember.

(meira…)

Rangtúlkanir guðfræðiprófessors

  • Post Category:Greinar

Hjalti Hugason, guðfræðiprófessor, ritar grein í Morgunblaðinu þann 11. desember um jákvætt og neikvætt trúfrelsi. Prófessornum fatast illilega flugið með þeirri staðhæfingu sinni að trúarlegir minnihlutahópar krefjist neikvæðs trúfrelsi í…