Trúboð kirkjunnar út úr skólum!
Í viðtali við fjölmiðla og á vefnum tru.is í desember setur biskup Íslands kirkjuna í stöðu fórnarlambs og kvartar yfir því að starfsmenn og börn í leikskóla skuli ekki einbeita sér að trúarlegum boðskap á friðarstund í aðdraganda jóla. Mér hefur einnig borist til eyrna að Biskupsstofa hafi kvartað yfir erindi sem sent var í nóvember til allra forstöðumanna leik- og grunnskóla í Reykjavík þar sem áréttað er réttilega að skólar séu vettvangur fræðslu en ekki trúboðs. Einnig hef ég grun um að það pirri starfsmenn kirkjunnar að nokkrir leik- og grunnskólar hafa á undanförnum árum afþakkað boð presta um kirkjuferðir og neitað þeim um að heimsækja skóla til að boða trú. Til að fyrirbyggja allan misskilning og koma í veg fyrir að umræðan endi í vitleysu þá vil ég taka fram eftirfarandi: Siðmennt leggst ekki gegn jólaundirbúningi í skólum. Hvorki föndri né litlu jólunum. Hinsvegar er rétt að árétta að skólar eru veraldlegir og er griðarstaður barna frá heimilum þar sem foreldrar hafa mismunandi lífsskoðanir. Ég hef heyrt að algengasta kvörtunarefni foreldra í skólum sé vegna trúmála! Er það sú sýn sem skólayfirvöld vilja flagga?
Í pistil sínum segir biskup: