Trúboð kirkjunnar út úr skólum!

Í viðtali við fjölmiðla og á vefnum tru.is í desember setur biskup Íslands kirkjuna í stöðu fórnarlambs og kvartar yfir því að starfsmenn og börn í leikskóla skuli ekki einbeita sér að trúarlegum boðskap á friðarstund í aðdraganda jóla. Mér hefur einnig borist til eyrna að Biskupsstofa hafi kvartað yfir erindi sem sent var í nóvember til allra forstöðumanna leik- og grunnskóla í Reykjavík þar sem áréttað er réttilega að skólar séu vettvangur fræðslu en ekki trúboðs. Einnig hef ég grun um að það pirri starfsmenn kirkjunnar að nokkrir leik- og grunnskólar hafa á undanförnum árum afþakkað boð presta um kirkjuferðir og neitað þeim um að heimsækja skóla til að boða trú. Til að fyrirbyggja allan misskilning og koma í veg fyrir að umræðan endi í vitleysu þá vil ég taka fram eftirfarandi: Siðmennt leggst ekki gegn jólaundirbúningi í skólum. Hvorki föndri né litlu jólunum. Hinsvegar er rétt að árétta að skólar eru veraldlegir og er griðarstaður barna frá heimilum þar sem foreldrar hafa mismunandi lífsskoðanir. Ég hef heyrt að algengasta kvörtunarefni foreldra í skólum sé vegna trúmála! Er það sú sýn sem skólayfirvöld vilja flagga?

Í pistil sínum segir biskup:

(meira…)

Aldrei hafa fleiri viljað aðskilnað ríkis og kirkju

Í desember blaði Þjóðarpúls Gallup 2009 var greint frá niðurstöðum nýrrar könnunar á vilja landsmanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.  Mælingin var unnin úr netkönnun sem gerð var dagana 12.-25. nóvember 2009.  Svarhlutfall var 70.8% og úrtaksstærð 2403 manns.  Úrtakið er tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og eru í því einstaklingar af öllu landinu 18 ára og eldri.

Niðurstaðan var sú að tæplega 60% segjast hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 20% eru hvorki hlynnt né andvíg og 20% andvíg.  Af því fólki sem tóku afstöðu með eða á móti, segjast því  74% vera hlynnt aðskilnaði en aðeins 26% andvíg.   Capacent Gallup birti í línuriti þróun þessa fylgis með aðskilnaðinum frá árinu 1994 og er það samanburður 13 kannana alls að þessari meðtalinni.

adsk-rsk-94-09

Meirihlutastuðningur við aðskilnaðinn hefur verið stöðugur á bilinu 58-67% þar til að hann féll í desember 2007 og náði þá tæpum meirihluta 51%.  Niðurstaða könnun-arinnar nú er því stórt stökk upp í stuðningi við aðskilnaðinn og hefur hann nú náð sögulegu hámarki í 74%.  Þetta vekur upp spurningar um orsakir þess og verða mögulegar útskýringar aldrei annað en tilgátur þó áhugavert sé að velta vöngum yfir þeim.

Skoðum fyrst töflu Gallup með greiningum á vissum hópum innan úrtaksins:

(meira…)

Fermingarfrelsi í 22 ár!

Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru…

Hvað gengur skólastjórnendum til?

BÆNAHALD, sálmasöngur, dreifing trúarrita, samþætting skólakóra við kirkjustarf, heimsóknir presta, samskráning í skólagæslu og trúarlegt starf, kirkjuferðir, setning skóla í kirkjum og skólum lokað til að sinna fermingarstarfi.

Ef einhver heldur að verið sé að lýsa skólastarfi og trúboði undir íslömsku trúræði þá er það rangt. Þetta eru atriði úr kvörtunum foreldra við fulltrúa Siðmenntar yfir skólastarfi á Íslandi á 21. öldinni. Á hverju hausti hafa foreldrar samband við Siðmennt og kvarta undan því að skólar sem reknir eru fyrir almannafé virði ekki lífsskoðanir þeirra. Þegar aðventa gengur síðan í garð hefst næsta holskefla hringinga óánægðra foreldra. Mörgum skólastjórnendum virðist um megn að virða þau mannréttindi foreldra að ala börn sín upp í þeirri lífsskoðun sem þeir kjósa sjálfir. Þetta á sér stað þrátt fyrir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg árið 2007, í máli nokkurra norskra foreldra gegn norskum menntayfirvöldum, kveði skýrt á um að brotið var gegn eftirfarandi ákvæði úr Mannréttindasáttmála Evrópu með ofangreindu háttalagi:

Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.
(Samningsviðauki 1,  gr. 2 – Réttur til menntunar)

Hvað gengur skólastjórnendum til?

(meira…)

Close Menu