Siðrænn húmanismi eins og ég skil hann

  • Post Category:Greinar

Stutt samantekt. Vegna umræðna um stefnuskrá Siðmenntar tel ég rétt að ég greini frá skilningi mínum á siðrænum húmanisma. Hér verður aðeins stiklað á stóru og ýmislegt hér krefst vafalaust…

Vill fólk aðskilja ríki og kirkju?

  • Post Category:Greinar

PÉTUR Pétursson, prófessor í guðfræði, gerir í Morgunblaðinu 28. mars að umtalsefni grein eftir mig sem birtist í sama blaði 18. mars sl. (ekki 18. apríl!). Í grein minni harma ég að stjórnarskrárnefnd skyldi ekki taka tillit til ábendinga félagsins Siðmenntar um að endurskoða aldargömul ákvæði um forréttindi þjóðkirkjunnar sem bundin eru í stjórnarskrá. Að mati okkar í Siðmennt samrýmist það ekki nútímaskilningi á trúfrelsi að láta eitt trúfélag njóta svo afgerandi lögverndar og efnahagslegra fríðinda umfram önnur. Í greininni er einnig á það bent að samkvæmt tveimur könnunum Gallups (ekki Hagvangs eins og Pétur rangfærir) sem gerðar vor 1993 og 1994 vilji meirihluti þjóðarinnar skilja að ríki og kirkju.

(meira…)

Fyrirmyndarferming í Ráðhúsinu

  • Post Category:Greinar

FÉLAGIÐ Siðmennt gekkst fyrir borgaralegri fermingu í 7. sinn sunnudaginn 26. mars sl. Undanfarin ár hafa athafnirnar verið í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði en nú var hópurinn of stór til að rúmast þar. Leitað var eftir stærra húsnæði og varð niðurstaðan Ráðhús Reykjavíkur. Fermingarbörnin voru 29 og gestirnir rúmlega 300 svo Tjarnarsalurinn fylltist. Athöfnin var einstaklega falleg og virðuleg.

(meira…)

Stjórnarskráin og trúfrelsið

  • Post Category:Greinar

STJÓRN Siðmenntar sendi athugasemdir við frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Þar var lagt til að 62. grein stjórnarskrárinnar verði numin úr gildi og tengslum ríkis og þjóðkirkju verði einfaldlega skipað með lögum. Einnig verði þriðja efnisgrein 64. greinar felld niður, enda ekki eðlilegt að ríkið innheimti fyrir kirkjuna frekar en önnur félög í landinu. Í greinargerð þingnefndarinnar sem fjallaði um málið kemur fram að Siðmennt hafi gert athugasemdir, en ekki kemur fram hverjar athugasemdirnar voru og þaðan af síður var tekið mark á þeim í lokagerð frumvarpsins sem Alþingi samþykkti.

(meira…)