Trúarlegt jafnrétti

  • Post Category:Greinar

Opið bréf til allsherjarnefndar Alþingis

SIÐMENNT er félag sem berst fyrir jafnrétti í trúmálum og þar af leiðandi afnámi lögbundinna forréttinda þjóðkirkjunnar. Sömuleiðis viljum við að ríkisvaldið á Íslandi hætti afskiptum af málefnum eins trúfélags. Því vill félagið að 62. grein stjórnarskrárinnar sé afnumin, en þar stendur m.a. „að hin evangelísk-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og skuli íslenska ríkið að því leyti styðja hana og vernda“. Ákvæði þetta hefur staðið í stjórnarskránni fá 1874 þegar trúfrelsi var fyrst innleitt í landinu. Það var skiljanlegt á sínum tíma en er í engu samhengi við nútímann.

(meira…)

Borgaraleg ferming byggir upp siðferðiskennd ungmenna án trúarafstöðu

  • Post Category:Greinar

FERMING barna er stór stund í lífi hverrar fjölskyldu. Æ stærri hópur ungmenna kýs að fermast án kirkjulegrar leiðsagnar. Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir, hefur haldið utan um fræðslustundir fyrir ungmenni sem huga að borgaralegri fermingu. Fyrirlesarar koma víða að úr þjóðfélaginu og fjalla um hugtökin mannréttindi, frelsi og ábyrgð og taka fyrir atriði eins og ákvörðunartöku, gildi lífs, fjölskylduna, mannleg samskipti, tilfinningar, tjáningu, jafnrétti og forvarnir um vímuefni.

(meira…)

Borgaraleg ferming er ekki gegn neinum

  • Post Category:Greinar

LESENDUR Morgunblaðsins eiga það skilið að fræðast nánar um hvað borgaraleg ferming er.

Borgaraleg ferming er undirbúningur þess að takast á við þá ábyrgð að verða fullorðin(n). Fræðslan sem er veitt hefur það markmið að unglingar sem taka þátt í fermingunni verði í senn heilsteyptir og víðsýnir. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigt og farsælt viðhorf unglinga til lífsins. Kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Undirbúa þá undir að vera ábyrga borgara. Borgaraleg ferming snýst ekki um trúarbrögð og er ekkert kennt á námskeiðinu sem er andstætt kirkjunni.

(meira…)

Er trúfrelsi “ókristilegt”?

  • Post Category:Greinar

ÞÓRDÍS Pétursdóttir hefur í tvígang hér á lesendasíðunni veist ósmekklega að borgaralegri fermingu og opinberað þar fáfræði og fordóma.

Í tilefni fyrri skrifa hennar reyndi ég 7. apríl að upplýsa hana og lesendur um hvað borgaraleg ferming væri og hvernig síðasta athöfn hefði farið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. En 20. apríl birtist pistill frá Þórdísi sem ber þess merki að boðskapurinn minn hafi komist illa til skila.

(meira…)