Vinstri græn hafa stutt aðskilnað ríkis og kirkju frá 2009

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

vg

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

Já. Árið 2009 samþykkti Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð svohljóðandi ályktun:

Jafnrétti og frelsi í trúmálum

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn að Hótel Nordica 20.-22. mars 2009 ályktar að stefna skuli að aðskilnaði þjóðkirkju og ríkisvalds. Mikilvægt er að stuðla að víðtækri sátt í þjóðfélaginu um samstarf ríkis og trúfélaga.

Landsfundurinn leggur til eftirfarandi aðgerðir til að stuðla að jafnrétti og frelsi í trúmálum Íslendinga:

1) Breyta skal ákvæðum laga um aðild að trúfélögum á þann veg að sjálfkrafa skráning barns í trúfélag móður við fæðingu verði afnumin. Framvegis verði samþykki beggja forsjáraðila, ef þeir eru tveir, að liggja fyrir til þess að barn sé skráð í trúfélag þegar það er yngra en svo að því sé heimilt að sjá um trúfélagsskráningar sínar sjálft.

2) Afnema skal 125. grein almennra hegningarlaga, lög um guðlast, sem hljóðar svo: „Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.”

3) Lífsskoðunarfélög sem gegna sama félagslega hlutverki og trúfélög öðlist sömu lagalegu réttindi og þau.

4) Virða ber réttindi foreldra til þess að ráða trúaruppeldi barna sinna.

5) Það skulu vera ein hjúskaparlög á Íslandi.

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?

Ekki er fjallað sérstaklega um þetta málefni í kosningaáherslum okkar fyrir þessar kosningar, en það er ljóst að samfélagið er farið að kalla á að ríki og kirkja setji þessi mál á dagskrá.

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

Skráning á trúar- og lífsskoðunum einstaklinga er í dag nýtt til að ákvarða hlutdeild trúfélaga og lífsskoðunarfélaga í sóknargjöldum ríkisins. Í raun ætti Hagstofan að geta náð sambærilegum upplýsingum með öðrum ópersónugreinanlegum hætti – eins og t.d. með ítarlegum skoðanakönnunum.

Í kjölfarið á yfirlýsingum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að rétt væri að „kanna bakgrunn“ allra múslíma hljóta að vakna spurningar um þessa skráningu, þar sem freistingin til að misnota hana er fyrir hendi. Það er því eðlilegt að taka þessa skráningu til skoðunar.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?

Vinstri græn beittu sér á síðasta kjörtímabili fyrir því að jafna aðstöðumun trúfélaga og lífskoðunarfélaga og hafa alltaf talað fyrir því að mikilvægt sé að tryggja jafnræði fólks óháð trúarskoðun. Við skoðun á tengslum ríkis og kirkju þyrfti að líta sérstaklega á þessa aðkomu hins opinbera að fjármögnun trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

Þessi mál voru mikið í umræðunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík og snerist umræðan þá aðallega um hvort úthluta ætti lóð til byggingar mosku.

Þegar ákvörðun um þetta verður tekin verður að athuga að jafnræðis sé gætt. Því mörg trúfélög hafa fengið úthlutað ókeypis lóðum. Það er hægt að hugsa sér ákveðinn aðlögunartíma verði þessi lagaskylda afnumin.

 

Frá Siðmennt:

Sumar spurningarnar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda

 

 

Dögun hefur ekki mótað sér stefnu um aðskilnað ríkis og kirkju

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

xt_dogun_flokkur

Svar Dögunar var uppfært 21.10

 

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

Dögun hefði ekki mótað sér stefnu í þessu.

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?

Nei. Það eru fjöldamörg verkefni sem krefjast athygli okkar, s.s. húsnæðismálin

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

Já.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?

Nei.

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

Nei. Þegar kirkjan varð ríkiskirkja færðust gífurlegar eignir kirkjunnar yfir til ríkisins. Þess vegna var meðal annars þetta ákvæði sett og þess vegna styður ríkið kirkjuna á ýmsa lund og öfugt. Kirkjan er mikilvægur þáttur í sögu okkar og samfélagi í dag og gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagsþjónustu.

 

Frá Siðmennt:

Sumar spurningarnar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda.

Alþýðufylkingin styður jafnrétti lífsskoðana en hefur ekki tekið afstöðu um aðskilnað ríkis og kirkju

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

althydufylkingin

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

SV: Alþýðufylkingin styður jafnrétti allra lífsskoðana. Í því felst að minnsta kosti að Þjóðkirkjan njóti ekki forréttinda umfram önnur trúfélög. Bein krafa um fullan aðskilnað er þó ekki í stefnu Af.

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?

SV: Sjá sp. 1: Þótt flokkurinn sem slíkur geri ekki beina kröfu um aðskilnað, mundu a.m.k. sumir fulltrúar hans gera það í krafti samviskufrelsis.

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

SV: Alþýðufylkingin hefur ekki beina stefnu í því máli, enda er opinber skráning nátengd utanumhaldi ríkisins um þjóðkirkjunnar. Við mundum fyrst beita okkur fyrir fullkomnu jafnrétti allra lífsskoðana.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?

SV: Já, þar sem það er mismunun vegna lífsskoðana.

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

SV: Já, þar sem það er mismunun vegna lífsskoðana.

 

Frá Siðmennt:

Sumar spurningarnar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda

Píratar styðja aðskilnað ríkis og kirkju

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

piratar

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

Já.
Þetta er samþykkt stefna Pírata:

Stefna ber að fullum og algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Um Þjóðkirkjuna gildi sömu lög og reglur og um önnur trúar- og lífsskoðunarfélög.

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?

Já.

Það þarf að endurskoða samninginn sem ríkið gerði um kirkjujarðir með tilliti til hvort hann sé sanngjarn og eðlilegur um þær eignir sem um er að ræða. Einnig þarf að skoða hvort betra væri að greiðslur ríkisins væru skilgreindar sem afborganir frekar en afnot.

Miðað við þróun á lífsskoðunum almennings og viðhorfi til kirkjumála er ekki ólíklegt að í náinni framtíð muni þjóðaratkvæðagreiðsla samþykkja aðskilnað ríkis og kirkju. Það er því ekki óskynsamlegt fyrir ríkið að búa sig undir það.

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

Höfum ekki mótað stefnu um hvort ríkið fylgist með þróun trúmála eða skrái einstaklinga, það er þó grundvallar munur á því að skrásetja einstaklinga og fylgjast með almennri þróun íslensku þjóðarinnar með könnunum.

Ef ríkið innheimtir ekki sóknargjöld er ekki sérstök ástæða til að fylgjast með trúarskoðunum einstaklinga. Lýðrannsóknir geta svarað spurningum um hvernig trúhneigð Íslendinga þróast.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?

Já.

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

Já. Píratar hafa lagt fram frumvarp þess efnis nú þegar. Meðan lögin skylda sveitarfélög til að úthluta trúfélögum lóðir verður að fara eftir þeim, en það er óeðlilegt að gefa trúfélögum lóðir ókeypis þegar almennur skortur er á íbúðarhúsnæði.

 

Frá Siðmennt:

Sumar spurningarnar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda.