Skráningu lýkur 15. desember

Þeir sem hafa ennþá áhuga á að skrá sig til þátttöku í borgaralegri fermingu sem fram fer í Háskólabíói sunnudaginn 17. apríl 2005 eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig…

Námskeið hefjast í janúar

Stjórn Siðmenntar minnir á að námskeið vegna borgaralegrar fermingar 2005 hefjast í annarri viku janúarmánaðar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra fá nánari upplýsingar um námskeiðin sendar til sín með pósti undir…

Styðjum Mannréttindaskrifstofu Íslands

Stjórn Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, mótmælir þeirri tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi um að skerða framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands og þar með hætta á að lama starfssemi hennar. Mannréttindaskrifstofan hefur alla tíð starfað óháð samtökum og stofnunum og verið óháður álitsgjafi og umsagnaraðili ýmissa álitamála er snerta mannréttindi. Það hefur verið eitt af grundvallaratriðum í stefnu siðrænna húmanista um heim allan að hafa í heiðri mannréttindi eins og kveðið er á um í mannréttindayfirlýsingu Sameinuð þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Á Íslandi hefur Mannréttindaskrifstofan verið sá aðili sem verið hefur þar fremst í flokki. Siðmennt átelur framkomnar hugmyndir um skerðingu framlags ríkisins og hvetur þingmenn til þess að hafna henni.

(meira…)

Athygli vakin á óviðeigandi afskiptum trúhreyfinga af skólastarfi

Siðmennt hefur sent Fræðsluráði, Leikskólaráði og Jafnréttisnefnd Reykjavíkur bréf þar sem athygli er vakin á óviðeigandi afskiptum trúhreyfinga af skólastarfi í Reykjavík.

Siðmennt telur að trúaráróður eigi ekki heima í skólum sem reknir eru á kostnað almennings. Skólinn á að vera hlutlaus fræðslustofnun. Í merkilegu stefnuplaggi Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar, er gerð virðingaverð tilraun til þess að setja starfsreglur um hvernig beri að vinna í því þjóðfélagi sem við búum við í dag.

(meira…)

Close Menu
×
×

Cart