Göngum út kl. 14:38

kvennafri-page-cover-2-1024x390

Siðmennt – félag siðrænna húmanista, lýsir yfir stuðningi við aðgerðir íslenskra kvennasamtaka og launafólks, þar sem konur eru hvattar til að mótmæla launamuni kynjanna með því að leggja niður störf kl. 14:38 mánudaginn 24. október. Siðmennt hvetur sömuleiðis til þátttöku í samstöðuviðburðum vegna þessa kl. 15:15 á Austurvelli í Reykjavík, og víðar um land.

Eins og fram hefur komið hjá skipuleggjendum aðgerðanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.

Kynbundinn launamunur er íslensku atvinnulífi til mikilla vansa og ólíðandi í samfélagi sem leggur áherslu á jafnrétti. Mikilvægt er að það sé forgangsmál stjórnvalda að jafna kjör kvenna og karla, samfélaginu öllu til heilla.

Sjálfstæðisflokkurinn ályktar um aðskilnað ríkis og kirkju

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

sjalfstaedisflokkurinn

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

Landsfundur 2015 ályktaði að aðskilja bæri ríki og kirkju með farsæld þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar að leiðarljósi.

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?

Nei, hér ræðir um mál sem ekki verður ráðist í að frumkvæði eins flokks.

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

Flokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til þess.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til þess.

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til þess.

 

Frá Siðmennt:

Sumar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda

 

 

Samfylkingin vill aðskilnað ríkis og kirkju

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

samfylking

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

Á landsfundi Samfylkingarinnar árið 2015 var eftirfarandi stefna samþykkt:

Til að tryggja jafna stöðu allra trúar- og lífsskoðanafélaga og skapa samfélag án mismununar telur Samfylkingin nauðsynlegt að slík félög hafi öll sömu stöðu innan samfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu, og að gerð verði skýr aðgerðaráætlun sem miðar að því að ríki og kirkja verði aðskilin.

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?
Já, það er stefna Samfylkingarinnar að gera skýra aðgerðaáætlun sem miðar að aðskilnaði ríkis og kirkju. Fyrir því mun Samfylkingin beita sér á næsta kjörtímabili.

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

Samfylkingin hefur ekki ályktað sérstaklega um skráningu trúar- og lífsskoðana almennings. Mjög mikilvægt er að slíkar viðkvæmar upplýsingar séu ekki misnotaðar og við meðferð þeirra sé gætt ítrustu persónuverndarsjónarmiða. Samfylkingin vill að stjórnvöld séu hlutlaus gagnvart lífsskoðunum, trúarlegum eða veraldlegum. Vandséð er að skráning trúar- og lífsskoðana samræmist því markmiði og því þyrfti að finna aðra leið til að finna viðmið fyrir svokölluð sóknargjöld.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?

Samfylkingin hefur ekki ályktað sérstaklega um sóknargjöld en leiðarljós í ályktunum Samfylkingarinnar um trú og lífsskoðanir er jöfn staða trúar- og lífsskoðunarfélaga og hlutleysi stjórnvalda gagnvart lífsskoðunum.

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

Samfylkingin hefur ekki ályktað um hvort afnema beri lagaskyldu um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því. En ljóst er að ef á að ívilna á annað borð þá eigi öll lögformleg og skráð trúar- og lífsskoðunarfélög að hafa sama rétt í því efni.

 

Frá Siðmennt:

Sumar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda

Húmanistaflokkurinn styður aðskilnað ríkis og kirkju

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

humanistaflokkurinn

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

Nei, trú, trúleysi eða lífsskoðun eru persónuleg málefni hvers einstaklings. Það ætti að vera frjálst val hvers og eins hvort hann tjáir sig eða tjáir sig ekki um slík mál.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

Húmanistaflokkurinn leggst ekki gegn því að hið opinbera aðstoði trúfélög við að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína. Hins vegar þurfa lög eða reglur um slíkan stuðning að ná einnig til félaga trúleysingja, lífsskoðunarfélaga og annarra hliðstæðra samtaka þannig allir búi við sama rétt.

 

Frá Siðmennt:

Sumar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda