Nýr framkvæmdastjóri Siðmenntar

Siggeir Fannar Ævarsson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Siðmenntar. Siggeir mun hefja störf á næstu vikum. Aðspurður sagðist Siggeir vera fullur tilhlökkunar að takast á við þetta nýja starf og hlakki sérstaklega til að vinna með því góða fólki sem hefur mótað og leitt starf félagsins. Framundan séu spennandi tímar hjá vaxandi félagi og margar skemmtilegar áskoranir sem gaman verður að vinna úr með okkar góða félagi

Breytingar á stjórn Siðmenntar

Jóhann Björnsson hefur ákveðið að hætta í stjórn Siðmenntar. Hann mun áfram starfa fyrir félagið að áframhaldandi þróun fræðslu borgaralegra ferminga, sem athafnarstjóri og við önnur tilfallandi verkefni fyrir Siðmennt. Sigurður Hólm Gunnarsson, sem var varaformaður, tekur við sem formaður félagsins. Kristinn Theodórsson, sem var varamaður í stjórn, kemur inn í aðalstjórn. Stjórn Siðmenntar þakkar Jóhanni fyrir afar góð störf í hlutverki formanns. Það hafa verið forréttindi að vinna með honum á þessum vettvangi.

Húmanistar á Bessastöðum

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, bauð norrænum húmanistum á Bessastaði í dag. Hann tók hlýlega á móti okkur og hélt stutt erindi um umburðarlyndi og víðsýni þegar kemur að ólíkum lífsskoðunum.

Close Menu
Translate »
×
×

Cart