Göngum út kl. 14:38

kvennafri-page-cover-2-1024x390

Siðmennt – félag siðrænna húmanista, lýsir yfir stuðningi við aðgerðir íslenskra kvennasamtaka og launafólks, þar sem konur eru hvattar til að mótmæla launamuni kynjanna með því að leggja niður störf kl. 14:38 mánudaginn 24. október. Siðmennt hvetur sömuleiðis til þátttöku í samstöðuviðburðum vegna þessa kl. 15:15 á Austurvelli í Reykjavík, og víðar um land.

Eins og fram hefur komið hjá skipuleggjendum aðgerðanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.

Kynbundinn launamunur er íslensku atvinnulífi til mikilla vansa og ólíðandi í samfélagi sem leggur áherslu á jafnrétti. Mikilvægt er að það sé forgangsmál stjórnvalda að jafna kjör kvenna og karla, samfélaginu öllu til heilla.

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna