Stephen Law á Íslandi

Breski heimspekingurinn Stephen Law verður hér á landi í boði Siðmenntar og flytur tvö erindi á vegum félagsins. Mánudaginn 31. ágúst ræðir Law þađ sem hann kallar Believing bullshit á Kex hosteli Skúlagötu 28 kl. 20.

Miðvikudaginn 2. september kl. 17 í stofu HT104 á Háskólatorgi,  flytur hann erindi sem kallast The war for children’s minds.

Allir eru velkomnir á þessa viðburði.

Auk þess mun Law hitta háskólakennara og nemendur á meðan á dvöl hans stendur.

Fyrir fjölmiðla:
Stephen Law er tilbúinn að svara spurningum fjölmiðla á meðan hann dvelur hér á landi. Hægt er að nálgast Law með því að hafa samband við Bjarna Jónsson (896-8101).

Stephen_Law_(2014)
Nánar um Stephen Law:
Stephen Law er heimspekingur og rithöfundur. Á meðal bóka sem hann hefur gefið út eru Believing Bullshit, The Philosophy Gym, The Great philosophers, A very short Introduction to Humanism, The War for Children´s Minds.


Hann hefur einnig skrifað bækur sem höfða til barna og unglinga s.s. The Philosophy Gym, The Philosophy Files og The Outer Limits. Hann ritstýrir einnig tímaritinu Think: Philosophy for everyone. Hann hefur birt fjölda greina og í síðasta hefti  Hugar – Tímariti Félags áhugamanna um heimspeki birtist grein eftir hann um heimspekinginn Immanúel Kant í þýðingu Gunnars Ragnarssonar.

Erindi í Háskólatorgi á vegum Siðmenntar:
Stríðið um barnshugann – Stephen Law 2. september

Erindi á Efast á kránni:
„Believing Bullshit“ – Stephen Law á Íslandi 31. ágúst 

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna