Hópur kristinna trúfélaga, þar á meðal þjóðkirkjan, sendi alþingismönnum og sveitastjórnarmönnum bréf 10. nóvember sl. þar sem farið er fram á að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða. Það sætir nokkurri furðu þar sem kristinfræðin er nú kennd börnum allt frá fyrsta bekk grunnskólans. Stefna Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, hefur verið að hvetja til kennslu í trúarbragðafræði, heimspeki, siðfræði og gagnrýnni hugsun og vill ítreka þá stefnu í ljósi kröfu trúfélaganna. Krafa þeirra er einnig hæpin í ljósi þess að skilgreininguna á „kristnu siðferði“ vantar. Sumir forvígismanna þessa gjörnings hafa ítrekað fordæmt samkynhneigð og bænaganga hópsins var kölluð „pray-pride“ sem mótvægi við „gay-pride“. Er fordæming Biblíunnar og þessara forvígismanna á samkynhneigð einn hornsteina þessa „kristna siðferðis“, svo dæmi sé tekið?

Krafa kristinna trúfélaga um aukna kristinfræðikennslu staðfestir að þeim þykir hún vænleg til að efla kristna trú. Hún styður því það sem Siðmennt og aðrir hafa löngum bent á, að námsefni kristinfræðinnar er fjarri því hlutlaust. Það hampar kristinni trú án þess að tillit sé tekið til annarra og slíkt samræmist ekki almennu siðferði.

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

SÍMANÚMER
612-3295

OPNUNARTÍMI
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Símanúmer
612-3295

Skrifstofa
Túngata 14 / 101 Reykjavík

Opnunartími
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Netfang
sidmennt@sidmennt.is

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

Siðmennt á YouTube
youtube.com/user/SidmenntIsland

Close Menu
Translate »
×
×

Cart