Siðmennt aðili að Manréttindaskrifstofu Íslands

Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands MRSÍ, sem haldinn var í byrjun desember, samþykkti að veita Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, aðild að samtökunum.

Starf MRSÍ að mannréttindamálum fellur vel að grundvallar baráttumálum húmanista sem flest snerta mannréttindi á einn eða annan hátt. Starfssemi MRSÍ, sem óháðs aðila, hefur verið ein af meginstoðum mannnréttindastarfs á Íslandi en þrátt fyrir það hefur starfssemin ekki notið óskoraðs stuðnings stjórnvalda til þess að sinna mikilvægu hlutverki sínu.


Starf húmaniskra samtaka eins og Siðmenntar hefur fyrst og fremst snúið að grundvallar mannréttindum s.s. lýðræði, trúfrelsi m.a. baráttu fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og baráttu gegn trúboði í skólum, jafnræði samkynhneigðra í þjóðfélaginu, jafnræði lífsskoðanna, jöfnum réttindum kvenna og karla, réttindi fatlaðra á við aðra í þjóðfélaginu svo stiklað sé á nokkrum baráttumálum. Þá hefur Siðmennt hvatt til að heimilaðar verði stofnfrumrannsóknir til þess að nýta megi vísndauppgötvanir til þess að auka möguleika á því að minnka þjáningar fólks sem veikist af alvarlegum sjúkdómum eins og Alzheimer, Parkinsonsveiki og aðra alvarlega sjúkdóma. Helsta baráttumál Siðmenntar nú er að félagið öðlist jafnan rétt á við önnur trúar- og lífsskoðunarfélög með lagasetningu þar um.

Aðalfulltrúi Siðmenntar í stjórn MRSÍ er Bjarni Jónsson en Hope Knútsson er varafulltrúi.

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna