Lífsskoðunarfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör

Um leið og Siðmennt fagnar framlögðu frumvarpi Allsherjarnefndar um bætta réttarstöðu samkynhneigðra harmar félagið að ekki skuli vera lögð fram tillaga þess efnis að trúfélögum skuli veita þá sjálfsöðgu heimild að gefa saman samkynhneigð pör. Ekkert mælir á móti slíkri lagabreytingu enda yrði trúfélögum þannig frjálst að velja hvort þau vilja nýta sér umrædda heimild. Það besta við slík lög er að þau myndu auka réttarstöðu samkynhneigðra umtalsvert án þess að skerða rétt trúfélaga til að taka ákvörðun á eigin forsendum. Þjóðkirkjan gæti til að mynda tekið sér allan þann tíma sem hún þarf til að ákveða hvort hún vilji nýta sér þessa heimild.


Siðmennt hvetur Allsherjarnefnd og stjórnvöld eindregið til þess að endurskoða málið og bera fram lagatillögu með fullum réttindum til handa samkynhneigðum.

Að lokum má þess geta að ef Siðmennt hefði réttindi til að gefa saman einstaklinga (eins og systurfélag Siðmenntar, Human Etisk Forbund, í Noregi hefur) væri félagið meira en reiðubúið til þess gefa saman samkynhneigð pör.

f.h. Siðmenntar

Hope Knútsson, formaður
hope@sidmennt.is
www.sidmennt.is

Nánari upplýsingar veita:
Sigurður Hólm Gunnarsson
Varaformaður Siðmenntar
S:898-7585

Svanur Sigurbjörnsson
Stjórnarmaður í Siðmennt
S: 896-3465

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna