Siðmennt mótmælir tillögum um hækkun sóknargjalda

Stjórn Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, leggst alfarið gegn þeim tillögum Þjóðkirkjunnar að hækka beri skatta á almenning sem í dag ganga undir nafninu sóknargjöld. Hvetur Siðmennt stjórnvöld til að hafna öllum slíkum tillögum sem einungis auka óréttmætar álögur á almenning.


Í dag fær kirkjan yfir 3 milljarða til rekstrar. Tæplega 1,5 miljarður eru sóknargjöld og er það krafa kirkjunnar að þessi upphæð hækki um 50%. Að auki fær kirkjan 1,8 milljarða fjárframlag frá ríkinu á meðan sum trúar- og lífsskoðunarfélög fá hvorki sóknargjöld né aukaframlög. Hér er því um grófa mismunun að ræða.

Ekki hlutverk stjórnvalda að innheimta félagsgjöld
Siðmennt telur að það eigi ekki að vera í verkahring stjórnvalda að sjá um að innheimta félagsgjöld trú- og lífsskoðunarfélaga eða annarra félaga. Siðmennt vill því að almenningur hafi frjálst val um hvort hann greiðir slíkan skatt eða ekki og hvert skatturinn fer sé hann greiddur. Þeir sem ekki vilja greiða hann eigi að hafa möguleika á að hafna slíkum nauðungarsköttum.

Stjórn Siðmenntar
Reykjavík 7. september 2005.

Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Hólm Gunnarsson
Varaformaður Siðmenntar

S:897-7585

Sjá einnig:
Trúfrelsisstefnu Siðmenntar
http://www.sidmennt.is/trufrelsi/

Grundvöllur fjármála Þjóðkirkjunnar
http://www.kirkjan.is/biskupsstofa/?fjarmal/grundvollur_fjarmala

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna