Hvað þýðir orðið ferming?

SUMIR hafa, m.a. í þessu blaði, látið í ljós þá skoðun að orðið ferming eigi aðeins við um trúarathöfn og að ekki sé réttlætanlegt að tala um borgaralega fermingu. Ferming er dregið af latneska orðinu „confirmare“. Í bókinni Kirkjumál sem Kirkjuráð hefur gefið út er orðið „confirmation“ mest notað í upprunalegri mynd.

Hvað þýðir orðið ferming?
SUMIR hafa, m.a. í þessu blaði, látið í ljós þá skoðun að orðið ferming eigi aðeins við um trúarathöfn og að ekki sé réttlætanlegt að tala um borgaralega fermingu. Ferming er dregið af latneska orðinu „confirmare“. Í bókinni Kirkjumál sem Kirkjuráð hefur gefið út er orðið „confirmation“ mest notað í upprunalegri mynd. Í alþjóðlegri orðabók Webster’s eru taldar upp sjö mismunandi skilgreiningar á orðinu „confirm“ en það þýðir fyrst og fremst að styrkja eitthvað. Hugtakið ferming á því langa sögu áður en kristnir menn byrjuðu að nota það til að lýsa athöfn sem við þekkjum öll vel í dag.

Í stuttu máli má segja að með borgaralegri fermingu er verið að styrkja þann sem vill vera siðferðilega sterkur og ábyrgur borgari. Eins má segja að með kristilegri fermingu sé verið að styrkja þann sem vill vera siðferðilega sterkur og ábyrgur í sinni trú. Yfirleitt hafa viðbrögð fólks við hugtakinu borgaraleg ferming verið mjög jákvæð. Erlendis er ferming, öðru nafni „konfirmation“, fyrir löngu búin að vinna sér sess sem borgaraleg athöfn. Þannig hefur „borgerlig konfirmation“ tíðkast síðan 1913 í Danmörku. Orðið borgaraleg ferming hæfir vel þeirri félagslegu athöfn sem Siðmennt stendur fyrir.

HOPE KNÚTSSON,
formaður Siðmenntar, félags áhugafólks um borgaralegar athafnir,

ÞYRÍ VALDIMARSDÓTTIR,
varaformaður Siðmenntar.

Morgunblaðið 12. apríl, 1997

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna